Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 195
KARLAKÓRINN FEYKIR
þýðuhúsinu og daginn eftir var söngskemmtun í Bifröst, þann
dag var einnig sungið á sjúkrahúsinu. Enn var sungið í Héð-
insminni, að þessu sinni fyrir Strandamenn sem voru í bænda-
ferð, er höfðu viðkomu í húsinu 20. júní. Söngmót Heklu,
Sambands norðlenskra karlakóra, var haldið á Akureyri og í
Austur-Húnavatnssýslu 7. og 8. júní. Þann 7. júní var sungið
samtímis í Akureyrarkirkju og samkomuhúsinu, 8. júní var
sungið á Blönduósi og í Húnaveri.
Þá bar það til tíðinda á söngæfingu 30. janúar 1963, að
söngstjóri hóf máls á því, hvort ekki myndi grundvöllur fyrir
stofnun einhverskonar tónlistarfræðslu í héraðinu. Hafði hann
rætt málið við stjórn kórsins, sem taldi sjálfsagt að ræða þetta
við kórmenn. Ræddi söngstjóri allýtarlega um málið og kvað
raunar bagalegt að ekki skyldi hafist handa fyrr, þar eð fyrir
mörgum árum hefði Þormóður Eyjólfsson söngstjóri á Siglu-
firði gefið stórgjöf til eflingar tónlistarmála í héraðinu. Kvaðst
Árni hafa beðið séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ að athuga
syðra ýmislegt í sambandi við stofnun og rekstur tónlistar-
skóla. Söngstjóri gerði það að tillögu sinni, að kosin yrði fjög-
urra manna nefnd innan kórsins, er sæi um undirbúning máls-
ins, ásamt einum manni austan Vatna og öðrum vestan Vatna.
Nefndi hann í því sambandi þá Björn Jónsson í Bæ á Höfða-
strönd og Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumann á Sauðár-
króki, sem fulltrúa fýrir austur og vestur héraðið. Taldi hann
sig vita fyrir víst, að þeir væru báðir málinu mjög hlynntir.
Kvað söngstjóri mjög nauðsynlegt að ná sem mestri samstöðu
meðal sýslubúa um þetta mál. Voru kórmenn á einu máli um
að sjálfsagt væri að koma á fót einhverskonar tónlistarfræðslu í
héraðinu. Kosnir voru í nefndina Gísli Jónsson, Víðivöllum,
Knútur Ólafsson, Flatatungu, Árni Bjarnason, Uppsölum og
Árni Gíslason, Eyhildarholti. Nefndarmenn komu saman á Víði-
völlum 27. febrúar, ásamt hinum tilnefndu héraðsfulltrúum,
svo og söngstjóranum og Magnúsi H. Gíslasyni á Frostastöð-
um, er fenginn var til að starfa með nefndinni. Rætt var vítt og
193