Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
breitt um tónlistarmál og ákveðið að boða til fundar í sælu-
viku á Sauðárkróki í byrjun apríl, þar sem vonandi yrði tekin
ákvörðum um stofnun tónlistarskóla. Jóhanni Salberg og Birni
í Bæ falið að boða til fundarins. Fundurinn var haldin á Sauð-
árkróki 5. apríl 1963 og á honum kosin framkvæmdanefnd. Er
þetta forsagan að stofnun Tónlistarskóla Skagafjarðar, en hann
var stofnaður formlega árið 1964.
Enn er þess að geta, að söngstjórinn Árni á Víðimel varð 50
ára 21. apríl 1963. Feykir hélt þeim hjónum samsæti í Héð-
insminni þann dag. Þangað kom margt fólk og var samkvæmi
þetta hið ánægjulegasta.
Frá haustdögum 1963 til vors 1964, eða 4. starfsárið, var all-
mlkið æft og mikið sungið. Samæfingar alls 33, þar af tvær æf-
ingar með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, önnur í Héðins-
minni 13. mars, og hin síðari í Húnaveri 25. mars. Þá var sam-
eiginleg æfing Feykis, Ka'rlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og
Karlakórs Sauðárkróks í Héðinsminni 10. júní. Spilakvöld
voru haldin 7. desember, 18. janúar og loks 16. febrúar. Kaffi-
kvöld var í Héðinsminni 22. febrúar, býsna fjölmenn og ágæt
samkoma. Haldið var upp á 80 ára afmæli Lilju Sigurðardótt-
ur, Víðivöllum, í Héðinsminni 26. febrúar 1964. Þar voru
sungin nokkur lög.
Farið var vestur á Blönduós 2. apríl, þar sungu Feykismenn
bæði einir sér og sameiginlega með Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps. Sú söngskemmtun var endurtekin á Sauðárkróki 7.
apríl. Þá var sungið á sjúkrahúsinu og í Bifröst. Og þá voru
tvær söngskemmtanir framundan, samsöngur á Hofsósi 26.
apríl og á Reykjum í Tungusveit 2. maí. Þann 9- maí var söng-
ur og bingó í Héðinsminni. Nú fer að líða að lokum þessa
starfsárs. Sungið var á nemendamóti á Löngumýri 30. maí og
loks var sungið á Sauðárkróki 17. júní 1964.
Starfsárið 1964—65 voru söngæfingar ef til vill með færra
móti, eða 23 talsins. Spilakvöld haldið 23- janúar, og 27. febr-
úar var árshátíð í Héðinsminni. Sungið var sjö sinnum opin-
194