Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 197
KARLAKÓRINN FEYKIR
berlega, í Héðinsminni, 6. febrúar og 20. mars, sungið var á
Hofsósi 31. mars, 6. apríl var sæluvikusöngur í Bifröst á Sauð-
árkróki, í Húnaveri var sungið 8. maí, og á Hólahátíð á Hól-
um í Hjaltadal 15. ágúst. Þann 12. júní var farið til Akureyrar
og sungið inn á plötu, ásamt öðrum kórum í Heklu, Sambandi
norðlenskra karlakóra. Sungin voru þrjú lög: Skógarsöngurinn,
Skagafjörðurinn og Golan.
Starfsárið 1965—66 varð kórnum mjög erfitt. Samæfingar
urðu alls 26. Árshátíð var engin haldin og spilakvöld féllu nið-
ur. Hinn 13- nóvember var sungið vestur á Blönduósi, þar sem
fram fór spurningakeppnin „Sýslurnar svara“.
Þess er áður getið, að þetta starfsár hafi verið kórnum erfitt.
Fyrri hluta janúarmánaðar 1966 þurfti Feykir að horfa á bak
einum félaga, Jóhannesi Jónssyni á Tyrfingsstöðum, er lést í bíl-
slysi á heimleið af söngæfingu í Héðinsminni. Fáum dögum síðar
varð hinn vinsæli söngstjóri, Árni á Víðimel, að hverfa af svið-
inu vegna alvarlegs sjúkleika. Vafalaust hefur honum orðið það
þungbært, að þurfa að láta af söngstjórn og segja skilið við fé-
laga sína. Hann átti hvað drýgstan þátt í því að þessi félagsskapur
varð til og dafnaði, og honum þótti vænt um kórinn. Hvort
tveggja þetta, sem að framan greinir, varð kórfélögum erfitt og
olli áhyggjum. Það varð Feyki til happs, að Magnús á Frosta-
stöðum og Ingibjörg Steingrímsdóttir söngkennari á Akureyri,
tóku að sér að stjórna kórnum, a.m.k. það sem eftir lifði vetrar.
Að sjálfsögðu sungu Feykisfélagar við útför Jóhannesar Jóns-
sonar, sem fram fór frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 22. jan-
úar 1966. Dagana áður 17., 19- og 21. janúar mættu 13 kórfé-
lagar á raddæfingar á Víðimel, en Árni æfði kórmenn og lék á
orgelið í kirkjunni. Uti í garði sungu allir Feykismenn svo og
eldri félagar og nokkrir Heimisfélagar. Þar voru sungin tvö
lög, Hlíðin mín fríða og Kveðja. Þetta var í síðasta skipti sem
Árni á Víðimel stjórnaði Feyki.
Eftir þetta varð nokkurt hlé á starfinu, eða til 1. mars. Að vísu
var æfing 6. febrúar, en þá æfði Björn á Krithóli kórinn. Dag-
195