Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 198
SKAGFIRÐINGABÓK
ana 1. og 3. mars voru samæfingar. Þá stjórnaði Magnús á
Frostastöðum en Björn á Krithóli aðstoðaði með undirleik.
Síðari hluta þessa vettar skiptust þau á um að stjórna, Magnús
og Ingibjörg. Hinn 25. mars var sungið í Bifröst á Sauðárkróki
í sæluviku. Þessari söngskemmtun stjórnaði Ingibjörg Stein-
grímsdóttir og einsöngvari var Friðbjörn G. Jónsson, Guðrún
Hannesdóttir lék undir. Þá er ógetið samsöngs og dansleiks í Héð-
insminni 7. maí, og sungið var í Héðinsminni fyrir kvenfélags-
konur 12. júní. Magnús á Frostastcðum stjórnaði í bæði skiptin.
Veturinn 1966-67 var starfið mmna í sniðum en oft áður.
Fáar samæfingar framan af vetri, en fjölgaði verulega er kom
fram á útmánuði 1967. Þau tóku að sér að stjórna kórnum,
eins og veturinn áður, Magnús á Frostastöðum og Ingibjörg
Steingrímsdóttir. Samæfingar urðu 16. Kaffikvöld var í Héð-
insminni 11. mars, síðan voru söngskemmtanir á tveimur stöð-
um, í Bifröst á Sauðárkróki í sæluviku 11. apríl og á Hofsósi 7.
maí. Sameiginleg söngæfing í Héðinsminni 28. maí hjá Feyki,
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Karlakór Sauðárkróks.
Loks söng Feykir á útihátíð á Sauðárkróki 17. júní undir stjórn
Magnúsar á Frostastöðum.
Veturinn 1967-68: Enn urðu nokkur þáttaskil haustið 1967.
Magnús á Frostastöðum og Ingibjörg Steingrímsdóttir, sem
stjórnað höfðu kórnum næstliðin tvö ár, höfðu nú látið af því
starfi. Það má raunar leiða að því nokkrar líkur að hefðu þau
ekki tekið að sér að stjórna kórnum um miðjan vetur 1966,
hefði kórstarf fallið niður, a.m.k. einhvern tíma, ef ekki að
fullu. En nú skipast mál á þann veg að Arni Ingimundarson á
Akureyri var ráðinn söngstjóri og hann stjórnaði kórnum þetta
8. starfsár, veturinn 1967—68. Samæfingar urðu þó ekki nema
fimm fram í febrúarbyrjun, og því lítið fleiri æfingar þetta
starfsár en árið áður, eða 18 talsins. Á hinn bóginn meira um
opinberar söngskemmtanir en oft áður. Sungið var á Hofsósi
24. mars og í sæluviku í Bifröst á Sauðárkróki 26. mars. I
Miðgarði var söngskemmtun 5. apríl. Síðan voru samsöngvar
196