Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 199
KARLAKÓRINN FEYKIR
á Siglufirði 28. apríl, á Reykjum í Tungusveit 2. maí og á
Dalvík 5. maí. Starfinu lauk síðan þetta starfsár á söngmóti
Heklu, Sambands norðlenskra karlakóra, sem haldið var á
Húsavík og Skjólbrekku 22. júní og í Miðgarði 23- júní 1968.
Á söngæfingu í Héðinsminni 28. mars var hreppsbúum gefinn
kostur á að hlusta á kórinn án gjaldtöku. Aðsókn góð.
Veturinn 1968—69: Æfingar hófust með seinna móti þetta
haust eða ekki fyrr en 9- desember. Fimm samæfingar firá 9-
18. desember, en síðan varð hlé þar til 6. febrúar. Samæfingar
urðu 23. Kaffikvöld haldið í Héðinsminni 18. mars. Söng-
skemmtanir haldnar á eftirtöldum stöðum: Héðinsminni 28.
febrúar, Sauðárkróki 1. mars og í sæluviku 15. apríl, en þá var
sungið bæði á sjúkrahúsinu og í Bifröst. Sungið var á Hólum
2. mars, Miðgarði 6. mars og Hofsósi 1. maí. Starfslok urðu
svo eftir söngskemmtun og dansleik á Siglufirði 9- maí 1969-
Veturinn 1969—70: Nokkru eftir aðalfund Feykis 2. nóvem-
ber var boðað til annars fundar 24. nóvember, á þann fund
kom einnig stjórn Heimis. Rætt var um sameiningu kóranna,
en þó engin ákvörðun tekin. Á hinn bóginn virtist nokkuð
ljóst, a.m.k. er leið á starfsárið, að kórarnir myndu sameinast
fyrr eða síðar. Samæfingar urðu alls 34. Sameiginlegt kaffi-
kvöld kóranna var í Miðgarði 31. janúar. Samsöngur beggja
kóranna í sæluviku á Sauðárkróki 7. apríl. Þá fóru kórarnir í
söngferð austur í Suður-Þingeyjarsýslu 26. apríl og var sungið
bæði í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð. Undirtektir ágætar.
Heimferðin aftur á móti erfið og leiðinleg vegna veðurs og
ófærðar. Þann 2. maí var sungið á Reykjum í Hrútafirði og
Víðihlíð. Starfsárinu lauk svo með samsöng og dansleik í Mið-
garði 9- maí, þar komu saman kórarnir Feykir og Heimir og
söngfélagið Harpan.
Ekki hefur hér að framan verið getið um fjárhag kórsins, né
heldur skráðir reikningar starfsáranna. Afkoman flest árin við-
unandi, nær alltaf örlítill hagnaður.
Fljótlega eftir að starfið hófst (1961) var farið að ræða um
197