Skagfirðingabók - 01.01.2004, Qupperneq 200
SKAGFIRÐINGABÓK
hljóðfærakaup. Hneig sú umræða raunar öll í eina átt, talið
nauðsynlegt að kórinn eignaðist hljóðfæri. Þá væri og mikil-
vægt að í hinu nýja félagsheimili yrði hljóðfæri. Þetta hvort
tveggja gæti að sjálfsögðu farið saman, því í náinni framtíð
myndi kórinn æfa í húsinu. Akveðið var að kaupa píanó af
Knúti H. Ólafssyni, sem nokkru áður hafði flutt frá Reykjavík
hingað norður í Skagafjörð og var búsettur í Flatatungu.
Kaupverðið var 18.000 kr. Kórfélagar og söngstjóri lögðu fram
300 kr. hver, afgangurinn fjármagnaður með lántöku.
Feykir gekk í Heklu, Samband norðlenskra karlakóra, 1962, og
tók þátt í söngmótum sambandsins. Ingibjörg Steingrímsdótt-
ir var ráðin til að þjálfa kórana innan sambandsins starfsárið 1964-
65, og þjálfaði hún Feykisfélaga í febrúar og mars það ár.
Þau fáu ár sem kórinn starfaði urðu samæfingar alls 277 tals-
ins. Boðað var til raddæfinga milli samæfinga, auk þess sem stund-
um var raddæft eftir að menn mættu á samæfingar. Raddæft
var í Hjarðarhaga, á Flugumýri, Víðimel og í Héðinsminni.
Kaffikvöld eða árshátíð var haldin flest árin. Var þá einatt
eitthvað til skemmtunar annað en söngur. Spilakvöld voru að
jafnaði haldin árlega, allt upp í þrjú á hverjum vetri. Þá var
spilað, kórinn söng nokkur lög og loks var dansað. Voru þetta
nokkuð fjölsóttar samkomur og vinsælar.
Sungið var á eftirtöldum stöðum utan héraðs og innan:
Héðinsminni 6 sinnum, Sauðárkróki 11 sinnum, Hofsósi 5
sinnum, Miðgarði 3 sinnum, Húnaveri 2 sinnum, Reykjum í
Tungusveit 2 sinnum, Hólum í Hjaltadal 2 sinnum, Siglufirði
2 sinnum, Víðihlíð 1 sinni, Reykjum í Hrútafirði 1 sinni,
Blönduósi 1 sinni, Dalvík 1 sinni, Skjólbrekku 1 sinni og
Ljósvetningabúð 1 sinni. Þá var sungið á samkomum er aðrir
héldu, t.d. sungið þrisvar á Sauðárkróki 17. júní og einu sinni
á Sauðárkróki 1. desember.
Ekki er vitað hvaða söngmenn voru í Feyki hvert ár, utan eitt,
starfsárið 1963—64, en eftirtaldir menn sungu í Feyki f lengri
eða skemmri tíma og er þeim raðað í raddir eftir bestu vitund:
198