Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 204
SKAGFIRÐINGABÓK
ili hefiir verið erfitt fyrir Helgu að halda áfram búskap. Sam-
kvæmt manntali frá árslokum 1860 bjó hún á Klóni ásamt
fimm börnum sínum og vinnumanni.2 Ari síðar brá Helga búi
og fór í húsmennsku til skyldmenna sinna að Móskógum á
Bökkum með yngstu börn sín. Helga varð ekki langlíf fremur
en eiginmaður hennar. Hún lést úr landfarsótt 3. júlí 1869, þá
54 ára í Móskógum. Börn þeirra Þorleifs og Helgu voru:
1. Andvana meybarn, f. 1. september 1842 á Arnarstöðum.
2. Anna Sigríður, f. 27. október 1843 á Arnarstöðum, d. 2. maí
1922 í Wynyard í Saskatchewan. — Gift fyrr Árna Bjarnasyni
bónda á Hvanneyri í Siglufirði og á Syðsta-Mói í Flókadal,
síðar Guðlaugi Kristjánssyni bónda í Garðarbyggð í Norður-
Dakota.3
3-Jón, f. 22. janúar 1845 á Arnarstöðum, d. 23. febrúar 1914
í Litlu-Brekku á Höfðaströnd. — Bóndi m.a. á Bakka á Bökkum
og í Minna-Felli í Sléttuhlíð. Kvæntur Önnu Jóhannsdóttur
frá Mýrakoti á Höfðaströnd.4
4. Björn, f. 29- júní 1846 á Arnarstöðum, d. 23. febrúar 1847
á sama stað.
5. Ingibjörg, f. 25. janúar 1848 á Arnarstöðum, d. 23- október
1848 á sama stað.
6. Bóthildur, f. 27. júní 1849 á Arnarstöðum, d. 27. maí 1889
á Stafnshóli í Deildardal. - Eftir lát föður síns ólst hún upp hjá
föðursystur sinni í Gröf á Höfðaströnd. Gift Sigurjóni Jónas-
syni bónda í Grafargerði.5
7. Markús, f. 27. júlí 1851 á Arnarstöðum, d. 19- nóvember 1918
í Ringsted í Danmörku, sá sem hér verður frá sagt.
8. Þorleifur, f. 13- júlí 1853 á Klóni, drukknaði í Kolkuósi 24.
janúar 1889- — Vinnumaður hjá Önnu systur sinni á Hvanneyri í
2 HSk. Manntal í Skagafirði 1860. Fellssókn. [Afrit].
3 Skagfirzkar œviskrár 1850-1890, VI, bls. 4—5.
4 Skagfirzkar œviskrár 1890—1910, IV, bls. 140—141.
5 Skagfirzkar œviskrár 1890-1910, IV, bls. 202—203.
202