Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 206
SKAGFIRÐINGABÓK
Siglufirði 1878—1880 og á Syðsta-Mói í Flókadal 1880-1883, en
síðast húsmaður í Grafargerði á Höfðaströnd, ókvæntur.6
9. Friðbjöm, f. 10. nóvember 1856 á Klóni, d. 10. júlí 1882 á
Okrum í Fljótum. — Samkvæmt manntali frá 1870 var hann þá
skráður sem fósturbam hjónanna í Móskógum, Jóns Jónssonar
(bróður Helgu) og Helgu Guðlaugsdóttur konu hans7 Vinnumaður
hjá Jóni bróður sínum á Bakka á Bökkum 1877—1881 og hjá Önnu
systur sinni á Syðsta-Mói í Flókadal 1881—1882, en síðast á
Ökrum, ókvæntur.
I opinberum heimildum er lítið minnst á Markús Þorleifsson
sem vonlegt er. I Skagfirzkum œviskrám er hans getið í einni
setningu: „Markús, f. 1851. — Var mállaus og sendur utan.“8 I
Prestsþjónustubók Fellsprestakalls segir að Markús hafi verið
sendur úr landi árið 1863. I athugasemdum segir í sömu bók:
„Fór af hreppnum á stofnun heyrnar- og mállausra í Kaup-
mannahöfn."9 I sömu heimild er Markús skráður „niðursetn-
ingur“. Niðursetningur var það sama og sveitarómagi, það er
að segja persóna sem hreppsyfirvöld þurftu að ala önn fyrir og
setja niður á einhverjum bæ, þar sem þetta fólk eða aðstand-
endur þess gat sjálft ekki séð því farborða. Voru niðursetningar
boðnir „niður“ á hreppsþingum og oftast vistaðir hjá lægst-
bjóðanda, með meðgjöf frá hreppnum. Eftir að Helga leysti
upp bú sitt á Klóni og fór í vinnumennsku til bróður síns að
Móskógum hefur sonur hennar, Markús, þá 10 ára, verið
sendur „á hreppinn" — eins og það var kallað. Tveimur árum
síðar, 1863, hverfur hann úr skagfirskum heimildum sem og úr
þeim firði þar sem hann var borinn og barnfæddur, þá 12 ára
settur á skip sem siglt var til framandi lands — Danmerkur.
6 Sagnablöd hin nýju, bls. 125.
7 HSk. Manncal í Skagafirði 1870. Barðssókn. [Afrit].
8 Skagfirzkar œviskrár 1850-1890 I, bls. 281.
9 HSk. Ministerialbók {Prestsþjónustubók] Fellsprestakalls 1840-1895. {Afrit].
204