Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 207
AF MARXÚSI ÞORLEIFSSYNI HEYRNLEYSINGJA
Páll Pálsson, fyrsti heyrnleysingjakennari hér á landi,10 mælti
eftirfarandi orð á Alþingi árið 1871 í umræðum um að kennsla
heyrnar- og málleysingja yrði eftirleiðis á Islandi:
„Hvað er heyrnar- og málleysingi?" Það er maður gæddur
öllum sömu sálargáfum og aðrir menn, en sem vantar mál-
færið, af því hann heyrir ekki. Lengi framan af var þetta
eigi viðurkennt; ýmsar ... þjóðir álitu þá bjána eða hálf-
vita, sem engum andlegum framförum gætu tekið ... á
dögum keisaranna fóru þó Rómverjar að gefa því gaum,
að þessir menn voru ekki hálfvitum líkir, því þeir gátu
gjört sig svo skiljanlega með hinum fjörmiklu bending-
um.. .að þeir urðu eins konar leikarar á torgum þeirra.* 11
í bókinni Heyrnarlausir á íslandi. Sögulegt yfirlit er sagt að
Danmörk hafi verið fyrsta landið í heiminum sem setti lög um
skólaskyldu fyrir heyrnarlaus börn árið 1817.12 Nokkru fyrr,
árið 1807, var stofnaður sérstakur skóli í Kaupmannahöfn fyrir
slík börn, „Det kongelige D0vstumme Institut i K0benhavn“
(Hinn konunglegi skóli fyrir heyrnarlausa í Kaupmannahöfn).
I þeim skóla hlaut Markús Þorleifsson sína undirstöðumenntun
líkt og þónokkur önnur heyrnarlaus íslensk börn. Skólavistin
hefur öruggiega reynst mörgum þeirra erfið, eins og við er að
búast um börr; sem send höfðu verið burt frá ættingjum sínum
og fósturjörc til lands sem var gjörólíkt því sem þau höfðu
vanist frá uppvexti sínum. Því til staðfestingar má nefna að á
árunum ] 820-67 gengu 24 íslensk börn í þennan skóla, og
létust 8 þeirra meðan á skólagöngu stóð, svo sem kemur fram
hér síðar.
10 Sjá nánar: Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson: Heymarlausir d
Islandi. Sögu/egtyfirlit, bls. 50-63.
11 Tídindi frá Alþingi íslendinga. 13. þing 1871, Fyrri partur, bls. 187.
12 Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson: Heymarlausir d íslandi.
Sögulegt yfirlit, bls. 31—32.
205