Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 215
MINNINGABROT FRÁ KRÓKNUM
II
Frœg sjóferð
Kristinn briem kaupmaður, ávallt kallaður Briem, átti þrjá
syni, Pál, Björn og Gunnlaug. Páll var þeirra elstur og jafnan
kallaður Palli Briem og kemur hér við sögu. Briem átti bát
sem var af heppilegri stærð fyrir stráka sem voru naumast
komnir á fermingaraldur, en voru fullir af athafnaþrá. Palli réð
mikið fyrir þessum bát og hann var mikið notaður til siglinga
og veiðiferða fram í Al. Að sjálfsögðu þurfti Palli að hafa há-
seta, en sjálfur var hann formaður, enda elstur af þeim strákum
er með honum sóttu sjóinn. Aldrei var farið í róður í tvísýnu
veðri.
Eitt sinn var þó brugðið frá þeim vana og farið á sjó með
línu, að mig minnir með sex stokka. Veðrið var í raun mjög
gott, logn, en svarta þoka, sjórinn sléttur og hreyfði hvergi
báru. Palli var á báðum áttum. Hvað átti að gera? Það var
búið að beita. Jú, best að fara og hafa með sér áttavita! Pálmi
á Stöðinni lánaði honum áttavita, en hásetar voru að þessu
sinni við Georg bróðir minn. Lagt var frá landi úr fjörunni
fyrir neðan Briem. Palli sat afturí með áttavitann á hnjánum
og réði stefnunni. Halda átti beint í austur og byrja að leggja
línuna frá bátalegunni og austur í Al. Hvergi sást til lands.
Eftir nokkra stund taldi Palli að nú skyldi kasta stjóranum,
hvað og var gert. Palli gaf fyrirmæli um í hvaða stefnu ætti að
róa og var línan lögð samkvæmt því. Er línan var á enda var
síðari stjóranum hent fyrir borð, en línunni ekki sleppt.
Ákveðið var að liggja við stjóra þar eð ekki væri viðlit að
finna þann fyrri. Lágum við nú yfir all lengi eða þar til formað-
urinn taldi að nú skyldum við draga okkur til baka. Þokan
hélst stöðugt jafn svört.Var línan nú dregin inn. Nokkur fiskur
var á fyrst í stað, en fór þverrandi eftir því sem nálgaðist fyrra
stjórann. Á síðasta stokknum var enginn fiskur.
213