Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 8
Salurinn í Herkastalanum er orðinn of lítill fyrir jólaboðið og verður það því haldið í ráðhúsi Reykjavíkur í ár. Ljósmynd/Hari  Jólahald Jólamatur hersins hugsanlega í síðasta sinn í bænum Það veit enginn ennþá hvert við förum, það kemur bara í ljós. Ég veit svo sem ekkert hvort jólamaturinn á næsta ári verður í miðbænum, en Hjálpræðisherinn mun allavega halda þessum sið áfram eins og hann hefur gert í áraraðir, hvar sem það verður. Flóttamenn fjölmenna í jólamat Hjálpræðishersins Hjálpræðisherinn býður að vanda þeim sem vilja í jólamat á aðfangadagskvöld. Fjöldi þeirra sem nýtir sér boðið eykst ár frá ári, rúmlega 200 eru skráðir í ár og veislan rúmast ekki lengur í Herkastalanum heldur verður í Tjarnarsal Ráðhússins. Flóttamenn verða sífellt stærri hluti þeirra sem mæta og í ár verða þeir um 50 talsins. s umir hafa mætt á hverju að-fangadagskvöldi árum saman, en meirihlutinn er fólk sem hefur aldrei komið áður og síðustu ár hefur hælisleitendum og flóttamönn- um verið að fjölga mikið,“ segir Hjör- dís Kristinsdóttir, ritari á skrifstofu Hjálpræðishersins, spurð um sam- setningu gesta í árlegum jólakvöld- verði Hersins á aðfangadagskvöld. „Þeir koma þá með börnin sín með sér og það er ánægjulegt að fá börn með í gleðskapinn.“ Lengst af var boðið til borðs í sal Hjálpræðishersins við Kirkjustræti, en hann er nú orðinn of lítill og eru þetta önnur jólin sem borðhaldið fer fram annars staðar. Í fyrra var það á Tapashúsinu en í ár verður það í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Öll vinna í kringum samkomuna er unnin í sjálfboðavinnu og mörg fyrir- tæki styrkja Herinn til matarkaupa. „Við höfum þurft að kaupa eitthvað af matnum, en fyrirtæki hafa verið dug- leg að styrkja okkur og það eru tveir kokkar sem sjá um að elda fyrir okkur í sjálfboðavinnu, auk þess sem margir koma að því að pakka inn jólagjöfum, leggja á borð og skreyta og ganga svo frá á eftir, allt í sjálfboðavinnu.“ Auk matarins er boðið upp á tón- listaratriði, jólapökkum útdeilt og gengið í kringum jólatré. „Þetta er alveg hefðbundið jólahald,“ segir Hjördís. „Jólin snúast um fleira en það að borða.“ Eins og fram hefur komið í fréttum er Hjálpræðisherinn að selja hús sitt við Kirkjustræti og hyggur á flutning úr miðbænum, þetta gætu því verið síðustu jólin sem jólamaturinn verður í miðborginni, en Hjördís segir þó allt- of snemmt að segja til um það. „Það veit enginn ennþá hvert við förum, það kemur bara í ljós. Ég veit svo sem ekkert hvort jólamaturinn á næsta ári verður í miðbænum, en Hjálpræðis- herinn mun allavega halda þessum sið áfram eins og hann hefur gert í ára- raðir, hvar sem það verður.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Fulltrúar Rauða krossins í Kópavogi og Mæðra- styrksnefndar Kópavogs með Ármanni Kr. Ólafs- syni bæjarstjóra.  Kópavogur Jafnréttis- og mannréttindaráð Viðurkenningar til RK og Mæðrastyrksnefndar Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hlutu viðurkenningu jafn- réttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópa- vogs, afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs fyrir helgi. Félagasamtökunum var þakkað fyrir starf sitt við athöfnina „Samhugur, for- dómaleysi og mannvirðing ein- kennir allt starf Mæðrastyrks- nefndar í Kópavogi og framlag Rauða Krossins til að rjúfa félagslega einangrun, efla sam- kennd og virðingu fyrir mann- legu lífi innan bæjarfélagsins er ómetanlegt,“ bæjarstjóri. Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs hefur starfað síðan á sjöunda áratugnum. Við nefnd- ina starfa að jafnaði 12 konur sem allar gefa vinnu sína. For- maður nefndarinnar er Anna Kristinsdóttir. Rauði krossinn í Kópavogi er sérdeild innan Rauða kross Íslands, stofnuð árið 1958. Formaður hennar er David Dominic Lynch og deildarstjóri er Silja Ingólfs- dóttir. 8 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015 NÝ LÍNA AF DÚNPARKA REYKJAVÍK AUSTURSTRÆT 5 / ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • WWW.ICEWEAR.IS HILMAR | DÚNPARKI Kr. 47.500 ICEWEAR GJAFABRÉF Frábær jólagjöf sem fellur aldrei úr gildi! HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.