Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 8
Salurinn í Herkastalanum er orðinn of lítill fyrir jólaboðið og verður það því haldið í ráðhúsi Reykjavíkur í ár. Ljósmynd/Hari
Jólahald Jólamatur hersins hugsanlega í síðasta sinn í bænum
Það veit enginn
ennþá hvert við
förum, það kemur
bara í ljós. Ég veit
svo sem ekkert
hvort jólamaturinn
á næsta ári verður
í miðbænum, en
Hjálpræðisherinn
mun allavega halda
þessum sið áfram
eins og hann hefur
gert í áraraðir, hvar
sem það verður.
Flóttamenn fjölmenna í
jólamat Hjálpræðishersins
Hjálpræðisherinn býður að vanda þeim sem vilja í jólamat á aðfangadagskvöld. Fjöldi þeirra
sem nýtir sér boðið eykst ár frá ári, rúmlega 200 eru skráðir í ár og veislan rúmast ekki lengur í
Herkastalanum heldur verður í Tjarnarsal Ráðhússins. Flóttamenn verða sífellt stærri hluti þeirra
sem mæta og í ár verða þeir um 50 talsins.
s umir hafa mætt á hverju að-fangadagskvöldi árum saman, en meirihlutinn er fólk sem
hefur aldrei komið áður og síðustu ár
hefur hælisleitendum og flóttamönn-
um verið að fjölga mikið,“ segir Hjör-
dís Kristinsdóttir, ritari á skrifstofu
Hjálpræðishersins, spurð um sam-
setningu gesta í árlegum jólakvöld-
verði Hersins á aðfangadagskvöld.
„Þeir koma þá með börnin sín með sér
og það er ánægjulegt að fá börn með í
gleðskapinn.“
Lengst af var boðið til borðs í sal
Hjálpræðishersins við Kirkjustræti,
en hann er nú orðinn of lítill og eru
þetta önnur jólin sem borðhaldið fer
fram annars staðar. Í fyrra var það
á Tapashúsinu en í ár verður það í
Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík.
Öll vinna í kringum samkomuna er
unnin í sjálfboðavinnu og mörg fyrir-
tæki styrkja Herinn til matarkaupa.
„Við höfum þurft að kaupa eitthvað af
matnum, en fyrirtæki hafa verið dug-
leg að styrkja okkur og það eru tveir
kokkar sem sjá um að elda fyrir okkur
í sjálfboðavinnu, auk þess sem margir
koma að því að pakka inn jólagjöfum,
leggja á borð og skreyta og ganga svo
frá á eftir, allt í sjálfboðavinnu.“
Auk matarins er boðið upp á tón-
listaratriði, jólapökkum útdeilt og
gengið í kringum jólatré. „Þetta er
alveg hefðbundið jólahald,“ segir
Hjördís. „Jólin snúast um fleira en það
að borða.“
Eins og fram hefur komið í fréttum
er Hjálpræðisherinn að selja hús sitt
við Kirkjustræti og hyggur á flutning
úr miðbænum, þetta gætu því verið
síðustu jólin sem jólamaturinn verður
í miðborginni, en Hjördís segir þó allt-
of snemmt að segja til um það. „Það
veit enginn ennþá hvert við förum,
það kemur bara í ljós. Ég veit svo sem
ekkert hvort jólamaturinn á næsta ári
verður í miðbænum, en Hjálpræðis-
herinn mun allavega halda þessum sið
áfram eins og hann hefur gert í ára-
raðir, hvar sem það verður.“
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Fulltrúar Rauða krossins í Kópavogi og Mæðra-
styrksnefndar Kópavogs með Ármanni Kr. Ólafs-
syni bæjarstjóra.
Kópavogur Jafnréttis- og mannréttindaráð
Viðurkenningar til RK og Mæðrastyrksnefndar
Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi
og Rauði krossinn í Kópavogi
hlutu viðurkenningu jafn-
réttis- og mannréttindaráðs
Kópavogs árið 2015. Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópa-
vogs, afhenti viðurkenninguna
í bæjarstjórnarsal Kópavogs
fyrir helgi. Félagasamtökunum
var þakkað fyrir starf sitt við
athöfnina „Samhugur, for-
dómaleysi og mannvirðing ein-
kennir allt starf Mæðrastyrks-
nefndar í Kópavogi og framlag
Rauða Krossins til að rjúfa
félagslega einangrun, efla sam-
kennd og virðingu fyrir mann-
legu lífi innan bæjarfélagsins
er ómetanlegt,“ bæjarstjóri.
Mæðrastyrksnefnd Kópa-
vogs hefur starfað síðan á
sjöunda áratugnum. Við nefnd-
ina starfa að jafnaði 12 konur
sem allar gefa vinnu sína. For-
maður nefndarinnar er Anna
Kristinsdóttir. Rauði krossinn
í Kópavogi er sérdeild innan
Rauða kross Íslands, stofnuð
árið 1958. Formaður hennar
er David Dominic Lynch og
deildarstjóri er Silja Ingólfs-
dóttir.
8 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015
NÝ LÍNA AF DÚNPARKA
REYKJAVÍK AUSTURSTRÆT 5 / ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4
GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • WWW.ICEWEAR.IS
HILMAR | DÚNPARKI
Kr. 47.500
ICEWEAR GJAFABRÉF
Frábær jólagjöf sem fellur aldrei úr gildi!
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is