Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 51
„Ég er að vísa í eitthvað sem er angra og trufla okkur í lífinu. Við sitjum samt áfram en alltaf einhverjar áhyggjur og söknuður í hausnum. Ekki það að mér líði eitthvað illa, því ég er mjög hamingjusamur maður,“ segir Rúnar Þórisson. Ljósmynd/Hari  TónlisT RúnaR ÞóRisson sendiR fRá séR plöTuna ólundaRdýR Sannir rokkarar þagna aldrei Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson gaf út frá sér plötuna Ólundardýr í byrjun nóvem- ber. Rúnar er enginn nýgræð- ingur í tónlistarbransanum. Hann var gítarleikari í ísfirsku hljómsveitinni Grafík sem sló í gegn á níunda áratugnum og eftir að sveitin lagði upp laupana hefur Rúnar gefið út sitt eigið efni og er Ólundadýr hans þriðja breiðskífa. Hann segir að sköpunargleðin sé alltaf í miklum mæli hjá honum og ennþá er þetta það sem honum finnst skemmti- legast að gera. é g er búinn að vera nokkuð lengi í þessu,“ segir Rúnar Þórisson tónlistarmaður. „Auðvitað fyrst með hljómsveitinni Grafík en svo fór ég í klassíkina og hætti í rokkinu í nokkuð mörg ár. Síðustu tíu árin hefur það hins vegar ekki látið mig í friði,“ segir hann. „Taugin er voðalega sterk. Þetta er öðruvísi en í klassík- inni þegar maður er að túlka verk annarra. Það er öðruvísi sköpun að vera að semja þetta sjálfur, bæði texta og lög,“ segir hann. „Það lætur mér mjög vel. Sköpunin er alltaf undirliggjandi hjá mér, en ég vinn efnið samt mikið í skorpum. Ég er ekki með lagabanka eða lög á lager. Ég sem í rauninni ekk- ert umfram það sem kemur út frá mér,“ segir Rúnar. „Þetta virkar hreinlega þannig að ég ákveð að gera plötu og sem þá mjög mark- visst lög og texta fyrir þá plötu. Þannig vinn ég þetta í grófum dráttum,“ segir hann. „Á þessari nýju plötu, Ólundar- dýr, er undirliggjandi í öllum textum hjá mér umhyggja og vissar áhyggjur um hvað verða vill. Þetta tengist ákveðinni hugsun og tilfinn- ingum sem kvikna með árunum, ekki síst þegar maður eignast börn og barnabörn. Hvað verða vill hjá þeim sem og öllum öðrum sem erfa þessa jörð,“ segir Rúnar. „Þetta kemur sterkt upp í huga mér þegar kemur að textum og öðru. Ég er að vísa í eitthvað sem er angra og trufla okkur. Við siglum áfram í lífinu en alltaf með undirliggjandi áhyggjur, trega og söknuð í hausn- um. Ekki það að mér líði eitthvað illa, því ég er mjög hamingjusamur maður,“ segir hann. Rúnar er umkringdur góðu tón- listarfólki í fjölskyldunni. Dætur hans báðar hafa verið áberandi í tónlistinni. Margrét, dóttir hans, er söngkona í hljómsveitinni Him- brimi og Lára Rúnarsdóttir er þekkt stærð í íslensku tónlistarlífi. Tengdasynir Rúnars eru svo báðir tónlistarmenn svo það er auðvelt að fá alla til þess að spila inn á plötu með tengdaföðurnum. „Ég nýt auðvitað góðs af þessu,“ segir Rúnar. „Ég hugsa oft um að segja við þau öll, að þau þurfi ekkert að vera með í þessu. Þau megi alveg segja nei,“ segir hann. „Ég veit samt ekki hvort þau mundu gera það. Þetta er auðvitað sérstakt en einnig mjög skemmtilegt.” „Ég verð með útgáfutónleika 15. janúar á Rosenberg og á Akureyri í febrúar. Svo hef ég haft mjög gam- an af því að koma fram á hátíðum eins og Aldrei fór ég suður, Secret Solstice, Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves og Listahá- tíð,“ segir hann. „Við spiluðum síðast á Airwaves í nóvember og þar fengum við alveg glimrandi móttökur svo manni var nánast brugðið við lófaklapp og hróp á milli laga. Þetta hættir aldrei að vera skemmtilegt. Maður er ekki fyrr búinn með eitt verkefni þegar maður er byrjaður að hugsa það næsta. Svo er ég að kenna á gítar og var að gefa út námsefni í gítar- kennslu og það er ákveðin sköpun í því líka. Maður heldur áfram á meðan það er gaman. Sannir rokk- arar þagna aldrei,“ segir Rúnar Þórisson gítarleikari. Platan Ólundardýr fæst í öllum helstu hljómplötuverslunum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is Full búð af nýjum og spennandi vörum. HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Íslensk skartgripahönnun menning 51 Helgin 22.-27. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.