Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 26
bjuggum í 40 fermetra stúdíóíbúð
og barnsfaðir minn vann myrkr-
anna á milli til að sjá fyrir okkur
sem þýddi að við vorum „tekjuhá“
samkvæmt kerfinu, sem er fyndið
því við rétt náðum endum saman.
Mér leið bara eins og kerfið væri
að gefa okkur fingurinn. Ég treysti
mér alls ekki út á vinnumarkað-
inn, ekki bara vegna gigtarinnar
heldur hafði ég ekki náð að vinna
úr því að hafa misst Andreu. Ég
fékk engan stuðning eða eftir-
fylgni og ég hafði ekki efni á sál-
fræðingi. Það hélt enginn utan um
mig og mér finnst það ömurlegt
þegar ég hugsa til þess í dag. Það
fara ekki allir beinu menntabraut-
ina og ég skil ekki af hverju kerfið
hjálpar ekki fólki í svona stöðu.“
Auðveldara að hætta í námi en
að skulda LÍN
„Þegar Alexandra komst inn hjá
dagmömmu fann ég háskólabrú í
HR sem var nýbúið að samþykkja
sem lánshæft nám og ég missti
mig af gleði. Þarna gat ég ekki
bara menntað mig heldur lærði ég
loksins hvernig maður á að læra og
svo kynntist ég fullt af góðu fólki
sem var í nákvæmlega sömu spor-
um og ég, hafði tekið hliðarspor
og vildi komast aftur á rétta braut.
Ég útskrifaðist í janúar 2013 og
það var ein besta stund lífs mín,“
segir Valdís sem komst svo inn í
hjúkrun.
„Þegar ég byrjaði í háskólanum
vorum við barnsfaðir minn ný-
skilin svo dóttir mín var hjá mér
aðra hverja viku. Það fannst mér
hræðilega erfitt því ég upplifði svo
ofboðslega sterka sorg í hvert sinn
sem ég þurfti að kveðja hana, mér
leið alltaf eins og ég væri að sjá
hana í síðasta sinn. Þetta reif svo
í sárin yfir því að hafa misst And-
reu að ég var bara ekki alveg með
sjálfri mér þennan fyrsta vetur í há-
skólanum. Á sama tíma var ég að
standa alveg á eigin fótum í fyrsta
sinn og sem betur fer þá stóð vel á
hjá mömmu þennan vetur því náms-
lánin dugðu bara alls ekki fyrir út-
gjöldunum. Ég endaði á því að falla
í klásusnum, með 0,5 stigum í einu
fagi, sem voru ekki bara vonbrigði
heldur skuldaði ég þá líka bank-
anum námslánin. Ég fór að vinna
um sumarið en var stöðugt veik og
áfram söfnuðust þá upp skuldirnar.
Þarna var ég alveg að gefast upp á
því að fara stöðugt í hringi og lenda
alltaf aftur á byrjunarreit, því um
leið og ein greiðsla dregst þá kem-
ur kvíðinn og skuldin verður stærri
og á endanum sérðu ekki tilgang-
inn með því að halda áfram í námi
og fara ekki bara að vinna.“
Kann að vera útsjónarsöm
Þegar Valdís sá fram á að eiga ekki
fyrir skólagjöldum og bókum til að
taka klásusinn aftur var henni bent
á Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.
„Mér fannst skrítið að hugsa til
þess að ég þyrfti ölmusu því ég
á ekkert erfitt, mig langar bara í
betra líf. Mér fannst að ég þyrfti
að vera komin á götuna til að geta
þegið hjálp. En það hvernig við
lítum út segir ekki alla söguna.
Ég var komin á algjöra endastöð
og sá ekki fram á að geta átt fyrir
mánaðarlegum útgjöldum, hvað þá
munaði á borð við bækur og skóla-
gjöld. Ég fékk ekki krónu í viðbót
hjá bankanum, var búin með alla
dagpeninga frá Tryggingastofn-
un, búin að reyna að komast að hjá
Virk starfsendurhæfingu, en fékk
ekki aðstoð því ég mætti á hjóli
svo þau töldu mig ekki geta verið
veika. Mamma var búin að hjálpa
mér eins og hún gat en það sem ég
á henni mest að þakka er að hún
kenndi mér að vera útsjónarsöm.
Ég á fallegt heimili í dag en þar er
allt úr Góða hirðinum, ég kaupi
mér notuð föt og er góð í að redda
mér.“
Lifir fyrir daginn í dag
Valdís sótti um menntunarstyrk
hjá Mæðrastyrksnefnd og fékk
hann. „Ég grét og grét, bara af
gleði og spennufalli. Þær borg-
uðu fyrir mig skólagjöldin og all-
ar bækur og svo um jólin fékk ég
matargjöf sem bjargaði okkur al-
veg. Ég flaug í gegnum klásusinn
og er núna komin á annað ár, þökk
sé þeim því þær eru enn að styðja
mig. Ég er þeim óendanlega þakk-
lát. Ég lifi á námslánum í dag og á
ekkert þegar öll gjöld mánaðarins
hafa verið greidd og það er ekki
nokkur leið fyrir mig að safna
einni krónu til að getað eignast
eitthvað í framtíðinni. Námslán-
in eru 180 þúsund krónur á mán-
uði, leigan í stúdentagörðunum
er 100 þúsund og svo borga ég 50
þúsund á mánuði í að greiða niður
gamlar skuldir. Þá er ekki mikið
eftir til að lifa og borga leikskóla.
Bensínið er svakalega dýrt en þar
sem við búum í Fossvogi hentar
strætókerfið okkur ekki til að kom-
ast leiðar okkar. Þegar barnabæt-
urnar koma getum við leyft okkur
eitthvað aðeins meira og þær gera
það að verkum að Alexandra get-
ur stundað fótbolta. Þetta er bara
dæmi sem gengur ekki upp. En
ég lifi fyrir daginn í dag og eina
markmiðið mitt er að klára þetta
nám svo ég geti unnið við það sem
mig langar til að gera og verið góð
fyrirmynd fyrir dóttur mína.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Mér fannst skrítið að hugsa til þess að ég þyrfti ölmusu því ég á ekkert erfitt, mig
langar bara í betra líf.
26 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015