Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 18
sem les kost á að ræða allt milli himins og jarðar við börnin, líka erfiða hluti eins og veikindi, fátækt eða dauðann. „Já, við eigum að ræða við börn um lífið og skáld- skapurinn getur verið leið til þess,“ segir Guðrún. „Þessi bók gerist til dæmis í stríðinu þegar fólk upplifði það að togarar voru skotnir niður og börn misstu foreldra sína. Ég man eftir hræðilegum forsíðum með myndum af látnum mönnunum og þetta var hrylli- lega sorglegt. En við eigum að ræða þessa hluti við börnin, líka til að þau viti hvernig lífið var á Íslandi hér áður fyrr. Ég hafði alltaf þá prívat kenningu að öll vandamál barna gætu ekki verið leyst hjá tveimur manneskjum, hvað þá einni. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki hægt að leggja það á tvær manneskjur, hvað þá eina, að eiga að móta barn. Þess vegna er til dæmis svo ómetanlegt að alast upp með afa sínum og ömmu, og ég var svo heppin að hafa þau á heimilinu mínu.“ „Varðandi fátæktina þá er sannleikurinn sá að allt of margir sem búa ekki við góðan kost á Íslandi og það er ekki hlúð nægilega að því fólki. Það er ekkert andstyggilegra en að börn búi við fátækt og það mun eng- inn nokkurntíma fá mig til að sjá fátækt í rómantísku ljósi. Mér finnst fátækt ljót og andstyggileg. Þess vegna reyndi ég líka í bókunum mínum að gefa börnunum vænt- ingar um að lífið gæti verið betra. Ég varð svo glöð þegar Jónas Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, áttaði sig á þessu í bókunum mínum og hrósaði mér fyrir. Það sem mig langaði til að gera með bókunum var að opna glugga þar sem börn gætu leitað fyrir sér að öðrum kostum. Því við eigum að gefa börnum væntingar.“ Vildi ekki lifa ljótu lífi „Ég var sjálf mjög ung þegar ég ákvað að ég skyldi ekki lifa eins og foreldrar mínir og mín fjölskylda. Við vorum auðvitað ósköp fátæk. Við bjuggum í 60 fermetra húsi í Hafn- arfirði, mamma, pabbi, amma og afi og tíu systkini. Húsnæðið var ótrúlega lítið og þröngt og pabbi ves- lingurinn var alltaf úti á sjó svo við sáum hann nú mest lítið. Mér fannst þetta alveg frá því að ég var smákrakki hundleiðinlegt og erfitt, alveg eins og Heiðu í fyrstu bókinni, og ég var mjög ung þegar ég fór að rækta garð í kringum húsið. Á þessum tíma fannst Hafnfirðingum bara allt í lagi að í görðum væri ekkert nema njóli og möl. Ég fann snemma fyrir sterkri löngun eftir ein- hverju fallegra og ég ætlaði aldeilis ekki að lifa ljótu lífi. Og sem betur fer hefur mér bara nokkurnveginn tekist það. Ég var mjög ung þegar ég gerði mér ljóst að það er hægt að gera margt fallegt við lífið, jafnvel þó maður sé fátækur. Til dæmis með því bara að kveikja á einu kerti og það gerði ég líka miskunnarlaust.“ Sögurnar kenna okkur á lífið „Það er svo óskaplega margt sem við getum bent börnum á með sögum frá gamla tímanum í stað þess að ýta undir taumlausa löngun í efnisleg gæði á kostnað annarra og betri hluta,“ segir Guðrún og rifjar upp jólin í litla húsi stóru fjölskyldunnar sinnar í Hafnarfirði. „Ég man eftir fyrstu jólagjöfunum sem ég gaf þegar ég var svona átta ára. Maður átti auðvitað aldrei grænt gatasett en mér hafði einhvernvegin tekist að safna heilum fjórtán krónum. Þá átti ég þegar tvö syst kini og það þriðja var á leiðinni. Ég keypti kross til að hafa um hálsinn fyrir systur mína og vasahníf handa bróður mínum og hann varð svo hamingjusamur. En maður fékk eiginlega engar jólagjafir. Mamma og pabbi gáfu okkur oftast ný og falleg föt, ekkert óþarfa glingur. Það var gaman að fá ný föt því flest föt voru endurgerð úr gömlu flíkum sem hafði verið vent,“ segir Guðrún og tekur að sér að útskýra orðið vent þegar hún sér undrunarsvipinn á blaðamanni. „Sögnina að venda hugsa ég að fæstir þekki í dag en það þýðir einfaldlega að fötunum hafði verið snúið við og þau saumuð upp á nýtt frá röngunni. Í gamla daga var auðvitað annarri hverri flík vent.“ Það vill enginn vera gamall „Það er svo margt hægt að gera gott sem fólki dettur stundum ekki í hug, sérstak- lega núna um jólin. Til dæmis á einhver frænka sem býr ein út í bæ ekkert að vera ein á jólunum. Það er fullt af fólki sem á að vera búið að bjóða henni heim og sinna henni. Við eigum að vera dugleg að gefa með okkur. Ég lærði þetta af pabba því hann var óskaplega duglegur við að gefa nágrönnunum nýjan fisk þegar hann kom heim því það voru nú flestir fátækir þarna í Hafnarfirðinum í gamla daga. Hann kom líka með stóra bala af appelsínum og epl- um úr siglingum fyrir jólin sem við börnin sáum minnst af, það fór mest til nágranna,“ segir Guð- rún og brosir að minningunni. Hún ætlar að eyða þessum jólum í faðmi sinnar stóru fjölskyldu. „Það vilja allir verða gamlir en það vill eng- inn vera gamall,“ segir Guðrún sem fagnaði nýlega átt- ræðisafmæli. „Þessu stórafmæli fylgir aðallega undrun yfir því að þetta hafi liðið svona hratt en það er auðvitað voðalega gaman að fá að lifa lengi og ég þakka fyrir það hvað ég hef verið afskaplega hraust. Ég hef ótrúlega mikið að gera. Ég les og ég hugsa og ég er að reyna að skrifa. Svo þarf að reka heimilið þó það sé ekki stórt. Ég er mikil lánsmanneskja því ég á fögur yndisleg börn og tengdabörn og 14 barnabörn og þrjú langömmubörn. Það er ekki hægt að biðja um meira en það.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það er svo óskaplega margt sem við getum bent börnum á með sögum frá gamla tímanum í stað þess að ýta undir taumlausa löngun í efnisleg gæði á kostnað annarra og betri hluta. „Börn láta ekki plata sig og þau finna þegar mömmu og pabba leiðist en verða svo óskaplega hamingjusöm þegar mömmu og pabba finnst gaman. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt og það hefur glatt mig óskaplega þegar ég hef fengið þakkir fyrir fallegu stundina á jóladagsmorgun þegar fjölskyldan lá saman og las nýju bókina.“ Ljósmynd/Hari Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 72 59 3 Kanarí Tenerife Frá kr. 74.900 Kanarí & Tenerife Los Tilos Frá kr. 74.900 Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. janúar í 9 nætur. Tamaimo Tropical m/allt innifalið! Frá kr. 113.900 Netverð á mann frá kr. 118.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 5. janúar í 8 nætur. La Siesta m/hálft fæði innifalið! Frá kr. 108.900 Netverð á mann frá kr. 108.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 140.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 5. janúar í 8 nætur. Parquesol Frá kr. 80.900 Netverð á mann frá kr. 80.900 m.v. 4 fullorðna í smáhýsi. Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna í smáhýsi. 4. janúar í 9 nætur. Roque Nublo Frá kr. 76.900 Netverð á mann frá kr. 76.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. janúar í 9 nætur. SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ 18 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.