Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 20
„Ég fæ í sjálfu sér alveg frelsi til að breyta hlutum í okkar uppfærslu ef mér finnst það hjálpa verkinu. Þetta er aðeins stað- fært en þó ekki mikið því verkið er ekki staðbundið. Þessi veruleiki er alveg jafn skýr hér og í Svíþjóð, eða annarsstaðar.“ Ljós- mynd/Hari Ef maður efast ekki, vex maður ekki Þjóðleikhúsið frumsýnir um hátíðirnar nýtt sænskt leikverk í Kassanum. Verkið, Um það bil, er ekki ádeiluverk. Það fjallar um fólk – fast inni í kerfi sem ekki er hægt að breyta. Það fjallar um okkur sem neytendur, hvernig við skilgreinum hugmyndir okkar og samskipti út frá lögmálum hagfræðinnar. Hvort sem það er ást eða vinátta þá hefur allt sitt virði, alla dreymir um að komast áfram í kerfinu eða standa fyrir utan það. Una Þorleifs- dóttir, leikstjóri verksins, segir það frelsi fyrir leikstjóra að hafa höfundinn ekki á staðnum. Þ að er verið að fjalla um stöðu okkar í samfélaginu,“ segir Una Þorleifsdóttir, leikstjóri ˜ [um það bil]. „Hvernig við skil- greinum okkur út frá fjárhagsleg- um sjónarmiðum, og hagkerfinu og stöðu okkar innan þess. Hvern- ig flestir draumar okkar eru skil- greindir af lögmálum þess. Löngun okkar til þess að komast áfram er knúin áfram af peningum, eða því að eiga eitthvað. Halda að það sé betra að eiga peninga og hafa efni á því að kaupa td. lífrænan mat,“ segir hún. „Það kostar peninga að vera fyrir utan kerfið. Það er dýrara að kaupa lífrænt og föt sem eru ekki framleidd í þrælaverksmiðjum. Þetta snýst svolítið um það. Þetta eru fimm meginpersónur og verkið fjallar um þeirra drauma og þrár innan kerfisins og hvernig kerfið hefur áhrif á líf þeirra og ákvarð- anatöku,“ segir Una. Með aðal- hlutverkin í sýningunni fara þau Þröstur Leó Gunnarsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíus- son, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir. Hagfræðihugtök í samskiptum fólks Leikritið ˜ [um það bil] varð til eftir að Dramaten leikhúsið í Stokkhólmi bað Jonas Hassen Khemiri um að skrifa nýtt leikrit fyrir húsið. Leik- ritið átti að fjalla um Frankenstein – ófreskjuna sem Mary Shelly gerði ódauðlega. En skrifin leiddu Khem- iri í aðra átt, í stað þess að skrifa um Frankenstein beindi Khemiri sjónum sínum að öðru manngerðu skrímsli (líkt og Khemiri orðar það): kapítalismanum – fyrirbæri sem við höfum skapað sjálf, er bæði mennskt og ómennskt og löngu sloppið úr höndum skapara sinna. „Hugsanir mínar flökkuðu frá ófreskjunni til efnahagsins. Peningar geta virkað sem rúllustigi upp þjóðfélagsstig- ann. En þeir geta líka verið martröð þegar þú átt ekki peninga og fellur á botninn,“ segir Kehmiri. „Höfundurinn er ekki endilega að fjalla um þennan efnisheim á nei- kvæðan hátt,“ segir Una. „Hann er meira að varpa ljósi á hvernig þetta virkar, og hvernig kerfið hefur áhrif á okkar daglega líf. Án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Kerfið hefur áhrif á ástina meðal annars,“ segir hún. „Hvort við erum frjáls. Eitthvað sem við höldum að við höfum sjálf áhrif á. Kannski erum við það ekki,“ segir hún. „Við tölum um virði einhvers. Virð frelsisins, ástarinnar og sambandsins. Upplif- anir og hvað við viljum fá frá hvort öðru, og hvað við fáum í staðinn. Við notum hagfræðihugtök þegar við tölum um samskipti við annað fólk,“ segir Una. „Tölum um tilboð og virði og slíkt. Ég tel að þetta verk sé eitthvað sem allir geta tengt við. Þetta er er rannsókn á aðstæðum og endurspegla persónurnar ólík sjón- armið, allt frá því að vilja viðhalda því sem er til þess að rífa það niður til að skapa nýjar útópíur.“ Aðrir betri í því að leika Una leikstýrði og var meðhöfundur að verkinu Konan við 1000 gráður á síðasta leikári og hlaut sýningin Grímuverðlaunin sem leikrit árs- ins. Einnig leikstýrði hún verkinu Harmsaga við Þjóðleikhúsið. Hún starfar sem lektor við sviðslista- deildabraut LHÍ og útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004. Hún segir að heildarmyndin heilli sig meira en að standa á sviðinu Ég fattaði sem unglingur að ég hafði engan áhuga á því að standa á sviðinu. Mér fannst bara aðrir miklu betri í því, en ég. Ég hafði miklu meiri áhuga á stóru myndinni. sem leikari. „Það stóð aldrei til hjá mér að verða leikkona,“ segir hún. „Kannski er það í fyrsta lagi vegna þess að sýni- leiki leikstjóra er mjög lítill. Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir vinnu þeirra og í hverju hún felst. Maður sér stjörnurnar á sviðinu og það er ekkert óeðlilegt þegar maður er ungur að það sé það sem mann langar að gera. Önnur vinna að sýning- unni er nánast ósýnileg,“ segir Una. „Ég var, eins og flestir aðrir, í leiklistar- hópum sem barn. Ég fattaði sem ungling- ur að ég hafði engan áhuga á því að standa á sviðinu,“ segir hún. „Mér fannst bara aðrir miklu betri í því, en ég. Ég hafði miklu meiri áhuga á stóru myndinni, á fagurfræðinni og sviðsetningunni. Sem leikari verður maður að hafa svo gífur- lega áhuga á því að leika. Að búa til aðra persónu og að geta umturnað sjálfum sér. Svo er ég ekkert rosalega góð í því þykjast vera önnur en ég er, svo það voru allskonar hlutir sem spiluðu inn í þessa ákvörðun,“ segir Una. „Þetta var alveg rétt val á sínum tíma, fyrir mig. Ég kom heim 2004 og fékk þá starf sem stunda- kennari hjá LHÍ,“ segir hún. „Ég var sjálf á tímamótum. Hafði verið að gera mikið af gjörningum og vídeólist og þess háttar. Annarskonar sviðslistum en hefðbundnu leikhúsi og hafði ekkert sérstakan áhuga á að fara að vinna innan þess. Ég fór svo að leikstýra hjá Nemendaleikhúsinu 2010, og með þeirri vinnu kviknaði aftur á þeim áhuga að takast á við þetta form,“ segir Una. „Textann, sviðsetninguna og leikara- vinnuna. Það er eðlilegt sem listamaður að áhugi manns breytist með tímanum, að maður þroskist og vilji ögra sjálfum sér.“ Frelsi leikstjórans ˜ [um það bil] var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á síðasta ári og hefur notið fádæma vinsælda en jafnframt vakið um- tal og deilur. Það hefur nú þegar verið sett upp í Thalia leikhúsinu í Hamburg, Borg- arleikhúsinu í Nürnberg og er væntanlegt á svið í Schaubühne í Berlín og Þjóðleik- húsinu í Osló. Uppsetning Þjóðleikhúss- ins á verkinu er sú fyrsta á Norðurlöndun- um fyrir utan frumuppfærsluna í Svíþjóð. „Ég fór til Stokkhólms og sá verkið þar og hitti Khemiri,“ segir Una. „Ég fæ í sjálfu sér alveg frelsi til að breyta hlutum í okk- ar uppfærslu ef mér finnst það hjálpa verk- inu. Þetta er aðeins staðfært en þó ekki mikið því verkið er ekki staðbundið,“ seg- ir hún. „Þessi veruleiki er alveg jafn skýr hér og í Svíþjóð, eða annarsstaðar. Þetta er þó allt öðru vísi uppsetning en í Sví- þjóð. Við leikum okkur öðruvísi með form leikhússins heldur en þau gerðu. Ég átti samtal við höfundinn um hvað hann var að hugsa, og hans upplifun og svo reyni ég að vinna með það,“ segir Una. „Það sem mér finnst áhugavert í þessu er að vinna að þessu án höfundarins. Ég hef unnið í mörgum frumuppfærslum og hef því unnið mjög náið með höfundum verkanna,“ segir hún. „Þetta er öðruvísi því höfundurinn er ekki á landinu og hann gaf mér leyfi til þess að gera það sem ég vil, í sjálfu sér. Ef það er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að breyta þá er það bara í góðu lagi. Höfundurinn er fjarlægari og á einhvern hátt er það mikið frelsi fyrir mig,“ segir hún. Sýningarnar lærdómsferli „Við erum búin að vera í tæpar tíu vikur að æfa þetta verk og eftir frumsýning- una verður gott að geta verið með börn- unum mínum og mætt aftur í vinnuna í Listaháskólanum,“ segir Una þegar hún er spurð út í lífið eftir frumsýningu. „Mað- ur sleppir tökunum á generalprufunni og eftir frumsýningu tekur við smá þung- lyndi, en vinnu að sýningunni er ekki lokið fyrir mér fyrr en því ferli er lokið- Þessi efi snýr ekki að viðtökum eða gagn- rýni, snýst frekar um sjálfa mig, ef maður efast ekki, þá vex maður ekki,“ segir hún. „Þá verður maður ekki betri. Það er mik- ið lærdómsferli að koma aftur á sýning- arnar og sjá það sem maður hefur verið að gera í öðru ljósi. Aðallega fyrir mann sjálfan. Sem listamaður vil ég auðvitað að fólki finnist það sem ég er að gera áhuga- vert. Að maður hafi áhrif og eigi í samtali við áhorfendur. Þess vegna er maður að þessu,“ segir hún. „Ég lít ekki á gagnrýni sem gagnrýni á mína persónu. Þetta snýst meira um mann sjálfan og manns eigin efa. Maður er alltaf að læra og endurmeta það sem maður gerir. Það væri eitthvað rangt að koma á verkið eftir einhvern tíma og finnast ekkert að því. Þá hefur maður ekki vaxið og lært af ferlinu,“ segir Una Þorleifsdóttir leikstjóri. ˜ [um það bil] verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins 29. desember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. 20 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.