Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 10
Ein mesta uppgötvun hennar var eitt árið þegar hún frétti af því að seldar væru for- soðnar kartöflur enda spar- aði það fjöl- skyldunni tíma. Hláturmild og réttsýn B-manneskja Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna heitra umræðna um stöðu kirkjunnar og aukinna úrsagna úr henni. Hún er sögð halda ró sinni hvað sem á dynur, hafa mikinn húmor fyrir sjálfri sér en í henni sé ekki arða af popúlisma. A gnes M. Sigurðardóttir er fædd á Ísafirði 19. október 1954. Hún er dóttir prests- hjónanna á staðnum, Sigurðar Krist- jánssonar sóknarprests og prófasts í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrétar Hagalínsdóttur ljósmóður. Systkinin eru fjögur og það var oft glatt á hjalla á heimilinu, mikil tónlist og stundaði Agnes nám í píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 1963 til 1975. Að sögn æskuvin- konu var Agnes mikill grallaraspói í innsta hring en lét ekki mikið fyrir sér fara í fjölmenni. „Efst í minningunni er hláturmildi sem oft smitaði út frá sér í góð hlátursköst viðstaddra. Með góðan húmor fyrir sjálfri sér, lífinu og samferðafólki,“ segir hún. „Skapmikil, ákveðin og alvörugefin, með ríka rétt- lætiskennd og samkennd.“ Þegar Agnes var sautján ára gömul, árið 1971, ákvað hún að verða prestur. Prestastéttin hafði frá upphafi verið karlastétt og það var ekki fyrr en þrem- ur árum síðar að fyrsta konan vígðist sem prestur á Íslandi. Helsta fyrirmynd Agnesar var faðir hennar, Sigurður Kristjánsson prófastur. Frá barnsaldri hafði hún fylgst af miklum áhuga með störfum föður síns. Skrifstofan hans var á æskuheimilinu og athafnir fóru gjarnan fram í stofunni á prestsetrinu á Ísafirði. Allt þetta þótti henni mjög spennandi. Þegar Agnes færði ákvörð- un sína í tal við föður sinn var hann ekki sérstaklega hrifinn og spurði hvort hún væri alveg viss um áhugann á prests- starfinu. Það kom ekki síst til af því að starfinu fylgir oft álag, sem dæmi má nefna að veita þarf sálusorgun við erfið- ar aðstæður í lífi fólks. Þá er vinnutím- inn óhefðbundinn og fellur ekki vel að fjölskyldulífi. Agnes hóf nám í guðfræði árið 1975. Þann 13. febrúar 1977 pré- dikaði hún í Ísafjarðarkirkju við messu hjá föður sínum. Eftir það sannfærðist faðir hennar um að ákvörðun Agnesar væri rétt, að sögn ættingja. Agnes var ráðin æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar strax að námi loknu og gegndi því starfi til ársins 1986. Hún var vígð prestsvígslu til þessarar þjónustu 20. septem- ber 1981 og þjónaði samhliða starfi sínu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Árið 1986 var hún skipuð sóknarprestur á Hvanneyri. Hún gegndi því embætti til ársins 1994 þegar hún flutti sig til Bolungarvíkur sem hún þjónaði til ársins 2012. Sóknarbörn hennar þar bera henni vel söguna en taka þó fram að hún hafi kannski ekki verið allra. „Helsti styrkleiki Agnesar er hversu heiðarleg og vönduð hún er,“ segir vinkona og fyrrverandi sóknar- barn úr Bolungarvík. „Það sem aftur háir henni ofur- lítið er að hún er alveg laus við að vera „people pleaser“ og því ekki arða til í henni af nokkrum einasta popúl- isma. Það mögulega stendur henni aðeins fyrir þrifum í biskupsstarfinu. Hún anar ekki að nokkrum hlut heldur íhugar allt vandlega og kemur hreint fram.“ Árið 2012 var Agnes valin til að gegna embætti bisk- ups Íslands. Hún var vígð biskupsvígslu í Hallgríms- kirkju 24. júní 2012 og var fyrsta konan í sögu þjóðkirkj- unnar til að taka biskupsvígslu, en undan henni höfðu 110 karlar gegnt embætti og hefur síðan, eðli málsins samkvæmt, verið töluvert á milli tannanna á fólki. Ekki eru þó allir sammála um að hún eigi það skilið. „Agnes er brautryðjandi og fyrirmynd bæði karla og kvenna. Sem ung kona í hópi eldri karla þurfti hún yfirleitt að hafa meira fyrir hlutunum. Starf prestsins fór hún létt með en verja þurfti tíma í að sanna tilverurétt sinn, ekki síst í upphafi. Viðhorfin hafa vonandi breyst eitthvað á þeim 40 árum síðan hún hóf nám í guðfræði,“ segir einn viðmælenda. „Agnes er mjög fórnfús og líf hennar hefur að mestu leyti snúist um þjónustu í þágu sóknarbarna sinna og nú síðustu árin í þágu landsmanna allra. Það hefur oft verið á kostnað fjölskyldulífs en á móti kemur að hún var sjálf alin upp á heimili prestsins í gamla tímanum þar sem starf prestsins var númer eitt en fjöl- skyldan kom þar á eftir. Staða prestsfjölskyldunnar hef- ur verið Agnesi hugleikin. Á fyrsta áratug aldarinnar tók hún til að mynda námsleyfi frá störfum og vann að verkefni um prestfjölskyldur.“ Agnes og fyrrverandi maður hennar, Hannes Bald- ursson, eiga þrjú börn og sonur hennar segir að starf hennar hafi sett sitt mark á fjölskyldulífið, en skipulags- gáfa hennar og lausnamiðuð hugsun hafi þó valdið því að málin hafi alltaf bjargast og tekur dæmi af jólahaldi því til sönnunar. „Agnes er mjög praktísk í hugsun. Eðli máls samkvæmt er annatími hjá prestum um jól og þegar við bættist að fyrrum eiginmaður Agnesar spilaði á orgel í kirkjunni þurfti að skipuleggja jólahald fjölskyldunnar vel. Ein mesta uppgötvun hennar var eitt árið þegar hún frétti af því að seldar væru forsoðnar kartöflur enda sparaði það fjölskyldunni tíma.“ Öllum sem rætt er við ber saman um að Agnes sé afskaplega réttsýn, hafi góða kímnigáfu, haldi ró sinni hvað sem á dynur. „Helsti galli hennar er hvað hún gefur sér lítinn tíma fyrir sjálfa sig,“ segir náinn ættingi. „Hún er B-manneskja sem kemur miklu í verk, enda vinnur hún oft fram á nótt. Þrátt fyrir hvað hún er skipu- lögð er hún þó oftar en ekki á síðustu stundu. Hún er ákveðin og treystir fólki en er ekki tilætlunarsöm. Eitt sem er alveg á hreinu að hún lætur engan vaða yfir sig.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Agnes sigurðArdóttir Fædd á Ísafirði 19. október 1954 Foreldrar: Sigurður Kristjánsson, sóknar- prestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrét Hagalínsdóttir ljós- móðir Fyrrverandi maki: Hannes Baldursson tónlistar- maður Börn: Sigurður, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Kviku Margrét, hagfræðingur og söngkona Baldur sálfræðingur Nám: 2006-2007 Háskóli Íslands, guðfræðideild. 1981 Cand. theol. frá HÍ. 1977-1978 Nám í Tónskóla Þjóð- kirkjunnar 1975-1976 Nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur 1975 Stúdent frá MÍ. 1963-1975 Nám í Tónlistarskóla Ísafjarðar Starfsferill: Biskup Íslands frá 2012 Frá 2005 Prófastur í Vest- fjarðaprófastsdæmi 1999-2005 Prófastur í Ísafjarð- arprófastsdæmi Frá 1994 Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 1986-1994 Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli 1982-1986 Þjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 1981-1986 Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Vígð til þess embættis 20. september 1981. 10 nærmynd Helgin 22.-27. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.