Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 4
Jólagjöf grillmeistarans
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
Opið alla daga til jóla
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
• Orka 18,7 KW = 64.000 BTU
• 4 brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• Tvöfalt einangrað lok m. mæli
• Postulínsemaleruð efri grind
• Rafkveikja fyrir alla brennara
• Gashella
• Auðveld þrif
Landmann gasgrill
Avalon 4ra brennara
Er frá Þýskalandi
FULLT VERÐ
139.900
119.900
18,7
KW
Vikan sem Var
Krýndu vitlausa
fegurðardrottningu
Milljónir fylgdust með í beinni útsend-
ingu þegar ungfrú Kólumbía var fyrir
mistök krýnd Ungfrú heimur. Í ljós kom
að kynnirinn las vitlaust nafn upp og
það var ungfrú Filippseyjar, Pia Alonzo
Wurtzbach, sem var réttkjörin fegursta
kona heims.
8ára bann bíður þeirra Sepp Blatter, forseta FIFA, og Michel
Platini, forseta UEFA. Þetta er niður-
staða siðanefndar Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins vegna mútumála þeim
tengdum.
1.250milljóna fjárveiting
til Landspítalans var samþykkt í
ríkisstjórn fyrir helgi. Þar af fara 250
milljónir í viðhald.
Ósáttir Englendingar
Fjölmiðlar í Bretlandi eru ósáttir við
Íslendingar fái fleiri miða á leiki sína
á EM í Frakklandi næsta sumar en
stórþjóðin England. KSÍ fær yfir 30
þúsund miða á leiki Íslands og því
geta um tíu prósent þjóðarinnar farið
á leik. Á hinn bóginn fá Englendingar
aðeins einn miða á fyrir hverja 2.254
þegna sína.
Slegist um miða á Bieber
Miðar á tónleika Justins Bieber í
Kórnum í september á næsta ári
seldust upp á hálftíma. Talsverð
óánægja var með framkvæmd
miðasölunnar og töldu ýmsir
sig hlunnfarna. Meðal annars
heyrðust raddir þess efnis að
ógilda ætti miðasöluna. Alls
voru 19 þúsund miðar í boði.
Sena hyggst reyna að halda
aukatónleika.
Veður Þorláksmessa aðfangadagur jóladagur
N-átt, StrekkiNgur NorðaNlaNdS.
Víð SNjór eða éljagaNgur.
HöfuðBorgarSVæðið: HægLÁTT og
EITTHvAð vErðUr UM éL.
Na-átt og kólNaNdi Veður.
él NorðaN- og auStaNlaNdS.
HöfuðBorgarSVæðið: Að MESTU
éLJALAUST, En KALdUr gJóSTUr.
froStHörkur, eN Hægur ViNdur
og úrkomulauSt.
HöfuðBorgarSVæðið: HægvIðrI og
FroST 10-15 STIg UndIr KvöLd.
köldustu jól frá 1968?
Með éljum á Þorláksmessu gerir föl sunnan-
og suðvestanlands þar sem fyrir eru gamlir
og harðir kaflar. Snjóar meira fyrir norðan
og austan og þar verður skafrenningur. Á
aðfangadag kólnar heldur um leið og pólloft
sýnir sig úr norðvestri. él víða, einkum
norðantil, en S-lands birtir upp.
Það er síðan á jóladag, í hægviðri,
að frostið kemur til með að bíta af
alvöru og það fram á annan í jólum.
Margar spár hafar reyndar ýkt
verulega mesta frostið, en sennilega
þarf að fara aftur til jóla 1968 til að
finna viðlíka kulda þessa daga.
-0
-3 -2
-0
-4
-4
-7 -8
-6
-6
-13
-10 -12
-16
-15
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Þ etta er í fyrsta sinn síðan lónið opnaði árið 1999 sem því er lokað. „Tilgangur með stækkun lónssvæðisins, sem við vinnum nú að, er fyrst
og fremst að styrkja upplifun gesta. Búningsskápum
verður ekki fjölgað í þessari lotu,“ segir Grím ur Sæ
mundsen, for stjóri Bláa Lóns ins. „Við lokum á þess
um tíma til að raska sem minnst okkar starfsemi, en
á móti kemur að veðuróvissan er mest á þessum tíma.
Það er sama hversu góður undirbúningurinn er, við
þurfum að búa okkur undir að veðrið muni ekki leika
við okkur. En við erum bjartsýn á að þetta gangi vel.“
lokunin á ekki að koma ferðamönnum í opna
skjöldu
Veitingastaðir og verslun Bláa Lónsins verða einnig
lokuð á tímabilinu, auk þess sem lokað verður fyrir
bókanir á gistingu í Lækningalind Bláa Lóns
ins á meðan á lokuninni stendur. „Við höfum
undirbúið þessa lokun mjög vel og lokunin
ætti því ekki að koma ferðamönnum á óvart.
En þá daga sem lokunin stendur yfir verður
hins vegar hægt að bóka Betri stofu aðgang í
lón Lækningalindar þar sem tekið verður
á móti gestum, en þar er takmarkað
framboð,“ segir Grímur.
tæplega milljón heimsóknir í ár
Stefnt er að því að opna endurnýjað og stærra lón
þann 22. janúar 2016. Baðlónið mun stækka um helm
ing, aukið aðgengi verður að hvíta kísilmaskanum,
auk þess sem nýtt spasvæði og veitingasvæði mun
opna, ásamt betri aðstöðu fyrir gesti. Framkvæmdir
við nýtt upplifunarsvæði og byggingu lúxus hótels
standa einnig yfir og áætlað er að þeim framkvæmd
um ljúki vorið 2017. Hótelið verður líklega fyrsta
fimm stjörnu hótelið hér á landi, en stjörnufjöldinn er
þó óstaðfestur enn um sinn.
„Það er okkur ekki mikið kappsmál en þetta verður
vissulega fyrsta hótelið sem er sérstaklega byggt frá
grunni sem lúxushótel,“ segir Grímur. Rúmlega 60
herbergi verða á hótelinu og mun gistiþjónustan verða
hluti af þeirri upplifun að heimsækja Bláa Lónið.
Hótelgestir munu því geta farið í lónið oft
á dag, kjósi þeir það. Heimsóknum í lónið hef
ur fjölgað gríðarlega á þeim rúmum 15 árum
frá því lónið opnaði. „Fjöldi heimsókna var
318.500 á fyrsta heila starfsárinu okkar árið
2000 og í ár gerum við ráð fyrir að heildar
fjöldi heimsókna verði um 900.000.“ Það
styttist því í að heildarfjöldi heimsókna
fari yfir eina milljón á ári.
erla maría markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
ferðaÞjónusta tæp milljón heimsótti Bláa lónið í ár
Bláa lónið stækkað
um helming í janúar
Bláa Lónið verður lokað gestum frá 5. janúar til og með 21. janúar 2016 vegna framkvæmda við
stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis. Lónið verður einnig tæmt og hreinsað. Samhliða
stækkuninni er unnið að byggingu lúxushótels sem mun opna árið 2017. Hótelið er hugsað sem
hluti af upplifuninni sem fylgir heimsókn í lónið. gestum Bláa lónsins fjölgar ört og styttist í að
heimsóknarfjöldi yfir árið nái einni milljón.
Bláa lónið mun stækka umtalsvert á næstu tveimur árum. Í lok janúar 2016 opnar ný og endurbætt baðaðstaða og vorið 2017
mun lúxushótel opna á svæðinu. Teikning/Basalt teikningar
Innifalið í STAndArd: Heimsóknargjald og aðgangur að Bláa Lóninu.
Innifalið í CoMForT: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu,
afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali og húðvörupakki.
Innifalið í PrEMIUM: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu,
afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali, húðvörupakki,
afnot af baðsloppi, inniskór, frátekið borð og freyðivín á LAVA.
Innifalið í LUxUry: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu,
afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali, húðvörupakki,
afnot af baðsloppi, inniskór, frátekið borð og freyðivín á LAVA og
aðgangur í Betri stofu.
Hvað kostar að fara í Bláa lónið?
Sumartími 1. júní - 31. ágúst: Vetrartími: 1. september - 31. maí
Standard: 7.300 kr. 5.100 kr.
Comfort: 9.400 kr. 7.300 kr.
Premium: 11.600 kr. 9.400 kr.
Luxury: 28.300 kr. 23.950 kr.
grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa Lónsins og formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar.
4 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015