Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 34
Um 100 manns tóku þátt í Kirkjuhlaupi Hauka í fyrra og von er á álíka fjölda í ár. Séra Kjartan Jónsson, prestur í Ástjarnar- kirkju, hefur hlaupið með stuttri hugvekju og tekur svo á móti þátttakendum að hlaupi loknu með rjúkandi heitu kaffi, kakói og smákökum. Lósmynd/Sigurjón Pétursson Hafragrautur í hátíðarbúningi Að morgni aðfangadags er spenningurinn yfirleitt farinn að segja til sín. Á meðan sumir eru spenntir fyrir gjöfunum eru aðrir kannski spenntari fyrir matnum. Hver sem ástæðan er, það er alltaf tilvalið að byrja daginn á staðgóðum morgunverði, og hvað er betra er hafragrautur í hátíðarbúningi? Innihald: 1 bolli mjólk ½ bolli vatn ½ bolli hafrar 1 epli, smátt skorið ½ bolli hnetur eða möndlur að eigin vali 1 msk rúsínur 1 msk trönuber Kanill, eftir smekk Örlítið múskat Örlítill negull Aðferð: n Hitið mjólk og vatn að suðu- marki. Bætið við höfrum og hrærið. n Látið malla í nokkrar mínútur á lágum hita. n Bætið við epli, hnetum, möndlum og kryddi og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. n Berið grautinn fram heitan. Mynd/Shutterstock  KirKjuhlaup hafnfirðingar á hlaupum á annan í jólum Hlaupa í friði og spekt V ið skokkum í friði og spekt og þó svo að hlaupaleiðin sé um 14 kílómetrar er þetta hlaup sem flestir ráða við,“ segir Anton Magnússon, meðlim- ur í Skokkhópi Hauka. Á hlaupa- leiðinni er komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarð- ar og samkvæmt hefðinni er bank- að á hverjar kirkjudyr. „Þannig látum við vita af okkur og að við komum í friði og spekt. Á hverjum stað bíðum við eftir hópnum og höldum svo áfram í sameiningu.“ Allir eru velkomnir og segir Anton að hver og einn geti hagað hlaupa- leiðinni eftir sínu höfði. „Afar auð- velt er að stytta hlaupaleiðina að vild, sérstaklega áður en hlaup- ið er að Garðakirkju.“ Þó svo að Garðakirkja tilheyri ekki Hafnar- firði lengur er hún hluti af hlaupa- leiðinni því kirkjan er sú fyrsta sem Hafnfirðingar sóttu. Kirkjuhlaupið hefst klukkan 10 á annan í jólum og lagt er af stað frá Ástjarnarkirkju. Hlaupið hefst á léttri hlaupamessu þar sem séra Kjartan Jónsson heldur stutta hug- vekju áður en lagt er af stað í hlaup- ið sjálft. „Hann er skemmtilegur og tilkippilegur í allt sprell og það hef- ur verið afar ánægjulegt að skipu- leggja hlaupið með honum í gegn- um árin,“ segir Anton. Í hlaupinu er meðal annars komið við í Kaþólsku kirkjunni, Fríkirkjunni, Klaustrinu og Hafnarfjarðarkirkju. Hlaupið endar í Ástjarnarkirkju þar sem hlaupararnir leggja til smákökur og annað góðgæti, auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó. „Það er svo ljúft eftir mesta átið að ná sér í smá hreyfingu, og fá sér svo smá hressingu á eftir,“ segir Anton. Kirkjuhlaup á annan í jólum er skemmtileg og friðsæl hefð sem skapast hefur í Hafnarfirði. Hlaupið hefst á stuttri hug- vekju í Ástjarnarkirkju og þaðan er skokkað um Hafnarfjörð og nágrenni og bankað upp á hjá helstu kirkjum bæjarins. Skokk- hópur Hauka stendur fyrir viðburðinum og eru allir velkomnir. Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Gullkryddið Liðir - bólgur CURCUMIN Allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik! CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga 2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi. • Liðamót • Bólgur • Gigt • Hjarta- og æðakerfi V E R T 12 GÓÐ BÓK Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Helgin 22.-27. desember 201534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.