Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 34
Um 100 manns tóku þátt í Kirkjuhlaupi Hauka í fyrra og von er á álíka fjölda í ár. Séra Kjartan Jónsson, prestur í Ástjarnar- kirkju, hefur hlaupið með stuttri hugvekju og tekur svo á móti þátttakendum að hlaupi loknu með rjúkandi heitu kaffi, kakói og smákökum. Lósmynd/Sigurjón Pétursson Hafragrautur í hátíðarbúningi Að morgni aðfangadags er spenningurinn yfirleitt farinn að segja til sín. Á meðan sumir eru spenntir fyrir gjöfunum eru aðrir kannski spenntari fyrir matnum. Hver sem ástæðan er, það er alltaf tilvalið að byrja daginn á staðgóðum morgunverði, og hvað er betra er hafragrautur í hátíðarbúningi? Innihald: 1 bolli mjólk ½ bolli vatn ½ bolli hafrar 1 epli, smátt skorið ½ bolli hnetur eða möndlur að eigin vali 1 msk rúsínur 1 msk trönuber Kanill, eftir smekk Örlítið múskat Örlítill negull Aðferð: n Hitið mjólk og vatn að suðu- marki. Bætið við höfrum og hrærið. n Látið malla í nokkrar mínútur á lágum hita. n Bætið við epli, hnetum, möndlum og kryddi og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. n Berið grautinn fram heitan. Mynd/Shutterstock  KirKjuhlaup hafnfirðingar á hlaupum á annan í jólum Hlaupa í friði og spekt V ið skokkum í friði og spekt og þó svo að hlaupaleiðin sé um 14 kílómetrar er þetta hlaup sem flestir ráða við,“ segir Anton Magnússon, meðlim- ur í Skokkhópi Hauka. Á hlaupa- leiðinni er komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarð- ar og samkvæmt hefðinni er bank- að á hverjar kirkjudyr. „Þannig látum við vita af okkur og að við komum í friði og spekt. Á hverjum stað bíðum við eftir hópnum og höldum svo áfram í sameiningu.“ Allir eru velkomnir og segir Anton að hver og einn geti hagað hlaupa- leiðinni eftir sínu höfði. „Afar auð- velt er að stytta hlaupaleiðina að vild, sérstaklega áður en hlaup- ið er að Garðakirkju.“ Þó svo að Garðakirkja tilheyri ekki Hafnar- firði lengur er hún hluti af hlaupa- leiðinni því kirkjan er sú fyrsta sem Hafnfirðingar sóttu. Kirkjuhlaupið hefst klukkan 10 á annan í jólum og lagt er af stað frá Ástjarnarkirkju. Hlaupið hefst á léttri hlaupamessu þar sem séra Kjartan Jónsson heldur stutta hug- vekju áður en lagt er af stað í hlaup- ið sjálft. „Hann er skemmtilegur og tilkippilegur í allt sprell og það hef- ur verið afar ánægjulegt að skipu- leggja hlaupið með honum í gegn- um árin,“ segir Anton. Í hlaupinu er meðal annars komið við í Kaþólsku kirkjunni, Fríkirkjunni, Klaustrinu og Hafnarfjarðarkirkju. Hlaupið endar í Ástjarnarkirkju þar sem hlaupararnir leggja til smákökur og annað góðgæti, auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó. „Það er svo ljúft eftir mesta átið að ná sér í smá hreyfingu, og fá sér svo smá hressingu á eftir,“ segir Anton. Kirkjuhlaup á annan í jólum er skemmtileg og friðsæl hefð sem skapast hefur í Hafnarfirði. Hlaupið hefst á stuttri hug- vekju í Ástjarnarkirkju og þaðan er skokkað um Hafnarfjörð og nágrenni og bankað upp á hjá helstu kirkjum bæjarins. Skokk- hópur Hauka stendur fyrir viðburðinum og eru allir velkomnir. Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Gullkryddið Liðir - bólgur CURCUMIN Allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik! CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga 2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi. • Liðamót • Bólgur • Gigt • Hjarta- og æðakerfi V E R T 12 GÓÐ BÓK Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Helgin 22.-27. desember 201534

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.