Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 22
GLEÐILEGA HÁTIÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Tilfinningaríkur dagur fyrir Stjörnustríðslúða É g er Star Wars lúði. Viður-kenni það fúslega. Þó ekki svona lúði sem veit allt um allt í myndunum, svona hvað hin og þessi vélmenni heita eða rað- númer á geimflaugum. Er meira svona tilfinningarík- ur Störnustríðslúði. Langar til dæmis óstjórnlega mikið í alvöru geislasverð. Ímyndið ykkur til dæmis að sneiða með því brauð og fá það „instant“ ristað. Já og að geta sótt sjónvarpsfjarstýr- inguna með mætt- inum. Ég væri líka til í það. En nú er ég kominn út fyrir efn- ið sem er auð- v itað Star Wars The Force Awa- kens. Hún var einmitt frumsýnd í síðustu viku – eins og það hafi farið fram hjá nokkrum manni. Allavega! Eftir að hafa leitt internet ið hjá mér í tvo daga til að forðast „spoi- lera“, sat ég með fiðring í magan- um, opinmynnt- ur og spenntur. Svo byr juðu herlegheitin og ég held að ég hafi varla lokað munn- inum allan tímann ekki einu sinni til að tyggja poppið. Þetta var rosalegt. Besta bíóupplifun mín í mörg ár. Sennilega bara frá því að ég sá Return of The Jedi í Nýja bíói þarna áttatíu og eitthvað lítið og örlög mín sem aðdáenda voru innsigluð. En fölskvalaus gleðin var ekkert auðvitað ekkert örugg. Ekki eftir meðferð George Lucas á þessu sköpunarverki sínu. Með þessum þremur hræðilegu barnamyndum þarna um árið. En honum hefur sem betur fer verið sparkað og hann J.J. okkar í félagi við hann Lawrence gamla Kasdan reisir hér bálkinn upp úr öskustónni. Því myndin er ógeðslega flott frá byrjun til enda. Hröð og meira að segja nokkuð ofbeldisfull. Fer þó aldrei yfir neitt strik. Ríg- heldur bara allan tímann og fyrir lúða eins og mig var myndin fullkomin blanda af nostalgíu og bjartsýni um framhaldið. Hellingur af skemmtilegum vísunum í gömlu myndirnar og nóg að hlakka til næstu árin. Án þess að fara nákvæm- lega í söguþráð- inn og het j - urnar, svona til að forðast að eyðileggja fyrir þeim sem eru að spara myndina til jóla, var auðvi- tað gaman að sjá allt gamla settið á sínum stað. Með Harr- ison Ford fremstan í flokki – og það besta var að hann virtist bara langa að vera þarna. Ólíkt síðustu skrefum fyrri þríleiksins þar sem hann virðist engjast um við flutn- ing sumra línanna sinna. En sem betur fer og þrátt fyrir góða takta þeirra gömlu eru það þó nýju hetj- urnar sem voru lang mest spenn- andi. Kylo Ren er flottur með þetta furðulega geislasverð sitt. Breysk- ur og alveg einstaklega reiður ung- ur maður sem var alveg frábært. Það var hins vegar hin unga Daisy Ridley sem gjörsamlega stal sen- unni sem hin kraftmikla Ray. Þar er komin hetja nýja bálksins og tím- anna tákn að það skuli vera kven- hetja. Ljómandi alveg. Auðvitað voru smá plottholur hér og þar, eins og gengur. Fýlu- pokar gætu svo haldið því fram að með öllum þessum vísunum í gömlu lummurnar hafi of mikið verið gert til þess að lúðar eins og ég færum glaðir heim. En það bæt- ir bara upplifunina fyrir innvígða og þeir sem ekki hafa pælt mikið í fræðunum fatta nákvæmlega ekk- ert. Svo það skiptir ekki máli. Það eina sem ég veit er að mér fannst myndin stórkostleg og ég ætla aftur. Prófa jafn hana vel í þrí- vídd – þótt það sé auðvitað guð- last. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is  Star Wars The Force Awakens J.J. Abrams Öllum kvikyndahúsum Kylo Ren er flottur með þetta furðulega geislasverð sitt. Breyskur og alveg einstaklega reiður ungur maður. 22 bíó Helgin 22.-27. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.