Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 22.12.2015, Blaðsíða 28
28 jólabækur pólitíkusa Helgin 22.-27. desember 2015 Hundadagar syndara og munaðarleysingja Þ að er hefð fyrir því að gefa bækur í jólagjöf og er þá yfirleitt reynt að finna þá bók sem hæfir viðtakandum best. Stjórnmálamenn fá væntanlega bækur eins og aðrir og Fréttatíminn setti saman lítinn lista yfir þær bækur sem henta þóttu í pakka nokk- urra áberandi pólitíkusa. Tekið skal fram að bækurnar voru eingöngu valdar út frá titlum þeirra, ekki skal lagður nokkur dómur á það hvort efni þeirra henti endilega viðkomandi lesanda. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Birgitta Jónsdóttir Skrítin skógardís í skóginum ógurlega Birgitta stendur utan og ofan við heim óarga- dýranna í alþingisskóg- inum og virðist á köflum ekki skilja sjálf hvernig í ósköpunum hún lenti þar. Skógardísir kunna þó ýmis ráð til að láta til sín taka og það hefur Birgittu tekist sé miðað við síaukið fylgi Pírata í skoðanakönnunum. Katrín Jakobsdóttir Flekklaus Þrátt fyrir að fylgi VG fari hraðminnkandi nýtur Katrín alltaf jafn mikillar aðdáunar og trausts kjósenda, þeir vilja helst fá hana sem forseta. Henni hefur tekist að halda ímynd heiðarlegu og flekklausu konunnar í stjórnmálunum í gegnum þykkt og þunnt. Þessi bók gæti sem best verið um hana miðað við titilinn. Árni Páll Árnason Munaðarleysinginn Árni Páll er eiginlega munaðarlaus í eigin flokki, það vill enginn kannast við að hafa getið hann sem formann. Það ætti að vera huggun í því að lesa um hörmungar annarra munaðarleysingja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Erfið samskipti Sigmundur Davíð opnar varla svo munninn að hann kvarti ekki undan ofsóknum og loftárásum fjölmiðla, og eiginlega allra annarra, í sinn garð. Þessi bók ætti að fræða hann um það að samskipti eru tvístefnugata: eins og þér komið fram við aðra mun endurspeglast í framkomu þeirra við yður. Ólöf Nordal Krakka- skrattar Tveir albanskir drengir sem vísað var úr landi skóku samfélagið nýlega og gerðu innanríkisráð- herra skyndilega að einni hötuðustu konu landsins. Er ekki eðlilegt að álíta að hún hafi í laumi hugsað þeim þegjandi þörfina? Bjarni Benediktsson Syndarinn Fjármálaráðherra lenti í eldlínunni í haust þegar upp komst að hann hafði skráð sig á stefnumóta- síðuna Ashley Madison undir notandanafninu icehot1. Það ætti því að gleðja hann að upp úr jólapakkanum kæmi bók með titli sem hann gæti samsamað sig. Dagur B. Eggertsson Viltu vera vinur minn? Dagur B. er stundum kallaður skemmtana- stjóri borgarinnar og þykir hætta til að fórna hagsmunum borgarbúa til að styggja ekki háttsetta – les fjársterka – „vini“ borgarinnar. Hann gæti sem hægast gengið um í samkvæmum fjárfesta og verktaka með þennan bókartitil á hraðbergi. Vigdís Hauksdóttir Mamma klikk! Val þessa titils handa formanni fjárlaganefndar þarfnast varla mikilla út- skýringa. Eins og mamma sem er klikkuð úr frekju veður Vigdís yfir þá sem henni þykja undir sig settir og trúir því staðfastlega að hennar vilji sé sá eini sem skiptir máli. Kvartanir „barnanna“ eru bara væl og jafnvel einelti. Illugi Gunnarsson Hundadagar Illugi varð undir í RÚV- málinu og á sannkall- aða hundadaga innan ríkisstjórnarinnar nú um stundir. Hundadagar eru líka takmarkaðir að fjölda til, sem gæti gefið honum vísbendingu um hvert stefnir í ráðherradómi hans. Össur Skarphéðinsson Eiturbyrlarinn ljúfi Össur er meistari í því að senda pólitískum andstæðingum eitraðar pillur, ekki síst í Facebook- færslum sínum, en hann gerir það gjarnan undir því yfirskyni að það sé húmor og allt í góðu. Pill- urnar eru þó jafneitraðar fyrir því og ljúfmennskan dregur ekkert úr eitur- magninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.