Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016FRÉTTIR
VIÐSKIPTAFERÐALÖG
Það getur verið í meira lagi snúið að
pakka rétt fyrir viðskiptaferðalagið.
Miklu skiptir að pakka sem minnstu
og helst láta allt rúmast í handfar-
angrinum. Þannig má skjótast í gegn-
um flugvellina og rjúka með lestum og
strætisvögnum beinustu leið á fundi
eða upp á hótel.
En um leið verður að passa að fatn-
aðurinn, og þá jakkafötin alveg sér-
staklega, haldist fallegur. Ekki dugar
að taka upp úr töskunum krumpaðar
skyrtur og jakka sem þarf svo að bisa
við að reyna að pressa uppi á hótel-
herbergi áður en haldið er á fyrsta
fundinn.
Margir grípa til þess ráðs að fjár-
festa í jakkafatapoka þar sem má láta
vinnufötin liggja slétt og lágmarka
fellingarnar. Gallinn við þannig poka
er að þeir eru fyrirferðarmiklir og
þarf helst að halda á þeim alla leið á
áfangastað; í besta falli koma þeir með
ól sem má slengja yfir aðra öxlina.
Taskan frá
Vocier leysir
vandann með
einstaklega
sniðugri hönn-
un. Má lýsa
töskunni þann-
ig að í miðjunni er kjarni þar sem
skóm og skyrtum er komið fyrir. Eins
konar jakkafatapoka er síðan vafið ut-
an um þennan kjarna, og útkoman er
taska sem er nokkurn veginn svipuð í
laginu og aðrar handfarangurstöskur,
með hjólum og handfangi.
Kaupa má sérhannaða tösku undir
snyrtivörurnar (með glæru plasti á
annarri hliðinni, fyrir öryggisleitina),
og hægt er að taka snyrtivörurnar úr
töskunni án þess að vefja jakkafata-
pokanum utan af kjarnanum. Þýðir
þetta að ekki þarf að standa í heilmik-
illi pökkunaraðgerð til að komast í
gegnum röntgenvélar flugvallanna.
Í útdraganlegu handfanginu er líka
lítill vasi sem rúmar vegabréf og far-
síma.
Best af öllu er svo kannski að task-
an er einstaklega snotur og fæst í slit-
sterku svörtu gerviefni, svörtu leðri og
brúnu.
Vocier-taska með snyrtivörupoka
kostar tæpa 800 dali hjá www.vocier-
.com ai@mbl.is
Úthugsuð taska fyrir þá
sem ferðast með jakkaföt
Það verður aldeilis nóg að gera í
versluninni hjá Gísla Sigurbergs-
syni í desember. Jólaösin er þó
bara byrjunin segir hann og að
það verði áhugavert að sjá áhrifin
af komu Costco.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Að takast á við risana á mat-
vörumarkaðnum alla daga.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Námskeið í verkefnastjórnun
og leiðtogafærni sem dr. Haukur
Ingi Jónasson og dr. Helgi Þór
Ingason kenndu veturinn 2012-
3013. Var mjög skemmtilegt og
gagnlegt.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif hvernig þú starfar?
Mamma og pabbi. Mamma mín
féll frá 7. desember 2009 og var
einstök kona sem vann alla tíð í
búðinni með okkur. Mamma og
pabbi kenndu mér þolinmæði-
,vinnusemi, heiðarleika, og að
sníða sér stakk eftir vexti, trúa á
konseptið og hafa kjark og úthald
til að fylgja því eftir, og að forðast
skuldsetningu.
Hvernig heldurðu við þekkingu
þinni?
Hlusta á viðskiptavini og fylgist
með hvað aðrar búðir eru að gera .
Gott og náið samstarf við starfs-
fólk og birgja skiptir líka miklu
máli.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég spila golf, skíða, hjóla og
mæti 3-5 sinnum í viku í Hress lík-
amsrækt. Fer einu sinni í viku í
yoga sem er ótrúlega gott fyrir lík-
ama og sál.
Ef þú þyrftir að finna þér nýjan
starfa, hvert væri drauma-
starfið?
Færi í eitthvað allt annað, eins
og útivinnu á sumrin; kannski
garðyrkju.
Ef þú fengir að bæta við þig
nýrri gráðu, hvað myndirðu
læra?
Íslensku. Góð íslenskukunnátta
er nauðsynleg.
Hverjir eru helstu kostirnir og
gallarnir við rekstrarumhverfið?
Gallar: Það að eitt fyrirtæki er
með yfir 60% markaðshlutdeild,
og hefur vald yfir markaðnum sem
er ekki gott fyrir okkur. Kostir:
skemmtilegt og krefjandi um-
hverfi sem heldur okkur á tánum.
Ef þú værir einráður í einn dag,
hvaða lögum myndirðu breyta?
Ég myndi fikta aðeins í skatta-
lögunum.
SVIPMYND Gísli Þór Sigurbergsson verslunarmaður og verðlagsstjóri í Fjarðarkaupum
Lærðu vinnusemi og heiðar-
leika af pabba og mömmu
Morgunblaðið/Ófeigur
Gísli hefur tamið sér að fara vikulega í jóga til að næra líkama og sál.
NÁM: Kláraði grunnskóla 1991;
lauk stúdentsprófi frá Flensborg-
arskólanum 1986 og prófi í við-
skiptafræði frá HÍ 1995.
SÖRF: Hef verið viðloðandi starf-
semi Fjarðarkaupa allt frá stofnun.
Mitt fyrsta verk var að ganga með
dreifimiða í hús í Hafnarfirði og
Garðabæ þar sem tilkynnt var um
opnun nýrrar verslunar að Trönu-
hrauni 8 þar sem búðin var fyrst til
húsa. Ég vann líka í búðinni með
námi og stundum á sumrin. For-
eldrar mínir hvöttu mig reyndar til
að prófa eitthvað annað. Vann í ál-
verinu eitt sumar, blikksmiðju og
eitthvað fleira. Verið fastráðinn frá
1995.
ÁHUGAMÁL: Helsta áhugamál
mitt er fjölskyldan, við ferðumst
mikið saman innanlands enda bú-
um við í fallegu landi. Við eigum
sumarhús í Úthlíð og reynum að
vera þar saman eins mikið og við
getum. Ég spila golf með góðum
vinum og konan og Kamilla eru al-
veg að fá bakterínu. Svo förum við
saman á skíði, fjölskyldan.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Makinn er
Hafdís Sigursteinsdottir hjúkr-
unarfræðingur og börnin þrjú:
Ingibjörg fædd 1993, Magdalena
fædd 1998 og Kamilla fædd 2004.
HIN HLIÐIN
Spennandi
en um leið
ógnvekjandi
lesning
Mögnuð bók