Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 7

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 7ATVINNULÍF Plastviðgerðir Rafgeymar Dælur Varahlutir Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta Hlíðarenda | 602 Akureyri | 462 3700 | baldurhalldorsson.is Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is Skipstjórastólar Olíuhreinsikerfi Rafalar Rúðuþurrkur Pawel flutti til Bolungarvíkur fyrir átta árum þegar hann var sextán ára, þar sem faðir hans starfaði sem sjómaður og for- eldrar hans og systir búa enn. Eftir að hafa klárað grunnnámið í Menntaskólanum á Ísafirði fór hann í Iðnskólann í Hafnarfirði, þar sem hann lærði til renni- smiðs. Lífið á Íslandi segist hann kunna vel við. „Ég er mjög glaður hérna, fólkið er gott og það er bara frábært að vera hérna.“ Í starfi sínu hjá Össuri hefur Pawel umsjón með smíði á ýmis- konar íhlutum fyrir gervilima- framleiðslu fyrirtækisins. Tækja- kosturinn er háþróaður og Pawel segir að það sé stór hluti af starf- inu að tileinka sér nýja hluti. „Ég hef gaman af því að læra á tölvu- kerfi og tölvustýringar,“ segir Pawel og hann sér ekki eftir því að hafa lagt rennismíðina fyrir sig, þótt hann viðurkenni að það hafi verið hálfgerð tilviljun. Össur framleiðir gervilimi fyrir fólk sem til að mynda hefur lent í alvarlegum slysum. Pawel segir það sérstaklega ánægjulegt að starfa hjá slíku fyrirtæki. „Það sem við gerum hérna er mikil- vægt.“ Bardagamaður eftir vinnu Pawel æfði box þegar hann bjó á Vestfjörðum og þegar hann flutti til borgarinnar fór hann að æfa hjá Mjölni og er kominn í keppnislið félagsins í blönduðum bardagaíþróttum. „Ég er núna að sækja um íslenskan ríkisborgara- rétt til að eiga möguleika á að keppa fyrir Ísland,“ segir Pawel, sem hefur keppt í hnefaleikum með góðum árangri sem fæst ekki án áreynslu. „Ég reyni að æfa tvisvar á dag, fyrir vinnu og eftir vinnu, sex daga í viku.“ Hann segir íþróttina ólíka öllu öðru. „Þegar ég er kominn í búrið er ég bara rólegur. Ég hætti að hugsa um allt annað.“ Strategí- una segir hann leika stórt hlut- verk. Hver hreyfing þurfi að vera úthugsuð. En hvað segir fjölskyldan? „Mamma skilur þetta ekki, pabbi getur kannski fylgst með.“ Hann segir það þó ekki koma að sök og er staðráðinn í að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópu- mótinu í MMA. Hann fær mikinn stuðning frá félögum sínum í Mjölni, sem hann segir eins og eina stóra fjölskyldu. Bardagamaður eftir vinnu Pawel Uscilowski starfar sem rennismiður hjá Össuri. Hann flutti til landsins frá Póllandi og dreymir um að fá ríkis- borgararétt til að geta keppt fyrir hönd Íslands í blönduðum bardaga- íþróttum. Ljósmynd/skjáskot af mbl.is. Pawel segir það sérstaklega ánægjulegt að starfa hjá Össuri. „Það sem við gerum hérna er mikilvægt.“ Össur hefur unnið sér sess sem eitt af flaggskipum íslensks at- vinnulífs. Frá stofnun árið 1971 hefur velgengni fyrirtækisins ver- ið lyginni líkust og hefur það tekið yfir fjölmörg erlend fyrirtæki í gegnum tíðina. Nú starfa um 2.800 manns hjá fyrirtækinu, sem er með starfsstöðvar í 20 löndum og er í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu á stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Á síð- asta ári skilaði félagið 6,6 milljörðum í hagnað og seldi vörur fyrir 483 milljónir dollara, eða 62,9 milljarða. Sigurganga í 45 ár FYLGSTU MEÐ FAGFÓLKINU Á MBL.IS NÝSKÖPUN Íslenska sprotafyrirtækið Data- smoothie hlaut á þriðjudag verðlaun Market Research Society í Bret- landi. Árlega verðlaunar MRS fram- úrskarandi fyrirtæki og þykja verð- launin þau virtustu í breska markaðsrannsóknaiðnaðinum. Hlaut Datasmoothie ASC/MRS Techno- logy Effectiveness Award. Í maí á síðasta ári birti Við- skiptaMogginn viðtal við Geir Freysson, framkvæmdastjóra Data- smoothie, en fyrirtækið hafði þá ný- lega flutt höfuðstöðvar sínar til Bretlands og meðal annars gert samstarfssamning við alþjóðlega viðhorfsmælingafélagið YouGov. Datasmoothie þróar forrit sem auðveldar greiningu gagna og birt- ingu niðurstaðna. „Okkar markmið er að gera hverjum sem er, óháð tæknikunnáttu, kleift að segja sögu með gögnum á vefnum,“ segir Geir og bætir við að verðlaunin séu mikill heiður fyrir fyrirtækið. „Þetta eru hálfgerð Óskarsverðlaun í markaðs- rannsóknum,“ segir hann. ai@mbl.is Geir Freysson er framkvæmdastjóri hugbúnaðarsprotans Datasmoothie. Sproti hlýtur markaðs- verðlaun ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.