Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 2

Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 FISKIBOLLUR ÝSA Í RASPI 2 fyrir 1 Kaupir 1 kg - færð 2 kg Gamaldags hakkbollur - farsbollur JÓLASÍLDIN er komin 1.790 kr./kg Vegna öryggisbrests sem kom upp í Tetra-fjar- skiptakerfi embættis ríkislögreglustjóra og slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að ráðast í endurnýjun á og fjárfesta í nýjum tal- stöðvum sem eru dulkóðaðar, þannig að útilokað er að brjóta sér leið inn í kerfið. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Skógarhlíð í Reykjavík í gær, þar sem flestar stofnanir sem koma að leit og björgun eru til húsa, var Guðmundur Freyr Jónsson, aðstoðar- tæknistjóri Tetra, önnum kafinn við að taka á móti sendingu með nýju talstöðvunum. Útilokað verður að brjóta sér leið inn í fjarskiptakerfið Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar og dulkóðaðar talstöðvar teknar upp Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er ekki endilega aðstaðan sjálf heldur staðsetningin og aðbúnaður- inn sem við höfum fyrst og fremst verið að benda á,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, um aðstöðu fyrir hælisleitendur í Víðinesi og Arnarholti. „Bæði vantar innviði á þessum stöðum og bæta þyrfti samgöngur því í dag er þetta ekki spurning um það hvað fólk hefur þarna fyrir stafni heldur frekar hvað það hefur ekki fyrir stafni. Það mætti huga betur að sameiginlegu rými á stöðunum og hafa eitthvað fyrir fólk að gera, ein- hverja iðju. Þá þyrfti að auka að- gengi að almennri heilsugæslu og huga betur að andlegri líðan hælis- leitenda og hafa aðgengilegri úrræði fyrir þá sem þau þurfa,“ segir Atli. Hafa áratugalanga reynslu Hann segist telja heppilegra að sveitarfélögin sinni því verkefni að annast þá sem hingað sækja hæli fremur en Útlendingastofnun og vís- ar þar til reynslu sveitarfélaganna. „Félagsþjónusta sveitarfélaganna hefur áratuga reynslu af því að ann- ast fólk sem er í viðkvæmri stöðu, en þjónusta Útlendingastofnunar hefur verið byggð upp á allra síðustu árum og stofnunin er ekki með sömu þekk- ingu og dýpt þó að starfsfólk hennar sé að gera allt sitt besta.“ Segir staðsetninguna og að- búnaðinn vera vandamálið  Telur sveitarfélög vera heppilegri en Útlendingastofnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðines Þar eru litlir innviðir og takmarkaðar samgöngur. „Allir eru að stinga saman nefjum og taka stöðuna,“ segir Logi Már Ein- arsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegar stjórnar- myndunarviðræður í kjölfar þess að Píratar skiluðu stjórnarmyndunar- umboðinu til forseta Íslands á mánu- daginn. „Þingstörfin einfalda ekki viðræður á milli flokka en það gæti verið áhugavert að sjá hvernig þing- menn einstakra flokka vinna saman í þingnefndum og hvort það leiði til einhvers.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarna Benediktsson, formann flokksins, hafa fullt umboð frá þing- flokknum til að ræða við formenn ann- arra stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Þingmenn flokksins einbeita sér að þingstörfum enda nauðsynlegt að ljúka stóru þing- málunum fyrir jól og til þess þurfa menn að halda vel á spöðunum en ljóst er eftir þessar yfirferðir að menn þurfa að vanda sig enn frekar til að ná málamiðlunum í þeim málum sem standa út af í viðræðum flokkanna.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknar, sagði í fréttum RÚV í gær- kvöldi að niðurstöður kosninganna væru ákall um samstarf Sjálfstæð- isflokks og VG. Hann væri tilbúinn til að koma að slíku samstarfi. Allir flokk- ar að tala saman  Þingmenn einbeiti sér að þingstörfum Útlit er fyrir áframhaldandi lægðagang fyrir og um helgina með tilheyrandi veðra- og hita- brigðum. Kemur það fram í hug- leiðingu veður- fræðings á vef Veðurstofu Ís- lands. Á sama stað er varað við stormi á austan- verðu landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst suðaustanlands. Stormurinn fylgir nýrri lægð sem kemur upp að suðaustur- ströndinni og gengur yfir landið. Henni fylgir rigning. Vestantil verður hægari vestlæg átt og kald- ara loft, jafnvel slydda. Suðlæg átt verður um helgina með rigningu og heldur mildara veðri í bili. Lægðirnar hringsóla áfram suður í hafi Blástur Útlit er fyr- ir rok og rigningu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hluti landeigenda Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit vill að máli Landverndar og Fjöreggs þar sem gerð er krafa um friðlýsingu lands þeirra í þeim til- gangi að koma í veg fyrir línulagnir Landsnets verði vísað frá dómi. Fimm eigendur rúmlega 67% lands Reykjahlíð krefjast þess að fá að gæta hagsmuna sinna í héraðsdóms- máli sem umhverfissamtökin höfðuðu gegn ríkinu í síðasta mánuði. Í þeim tilgangi hafa þeir lagt fram svokallaða meðalgöngustefnu. Í málinu sem landeigendur vilja komast inn í gera Landvernd og Fjör- egg þær kröfur á hendur ríkinu að það ljúki endanlega friðlýsingu ákveðinna landsvæða. Landeigendur vekja athygli á því að í stefnunni sé ekki að finna lýsingu á því hvort frið- lýsingin hefði í för með sér takmark- anir á framkvæmda- eða nýtingar- heimildum landeigenda á landi sínu eða hvernig friðlýsingunni skuli hátt- að að öðru leyti. Gegn hagsmunum landeigenda Í meðalgöngustefnunni segir að Landvernd og Fjöregg hafi ekki sýnt fram á að þau eigi lögvarinna hags- muna að gæta en gangi á hinn bóginn gegn bæði stjórnarskrárvörðum, beinum eignarrétti landeigenda og stjórnsýslureglum með kröfum sínum og málarekstri. Sömu umhverfissamtök hafa kært framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna til handa Landsneti til að leggja há- spennulínur um þeirra land, á leiðinni milli Þeistareykjavirkjunar og Kröflu. Taka þeir fram í stefnunni að langflestir landeigendur hafi sam- þykkt umrædda línulögn. Fulltrúar þeirra hafi staðið að ákvörðunum með Landsneti um val á besta línustæðinu út frá náttúruverndarsjónarmiði. Hafi allur sá undirbúningur, vinna og framkvæmd verið til fyrirmyndar. Landeigendur segja að það hafi komið á óvart þegar Landsvernd kærði línustæðið og krafðist annars stæðis. „Ef sú kröfugerð nær fram að ganga myndi það hafa í för með sér nýtt línustæði og þar með tvöfalt jarð- rask með afleiddu aukatjóni á jarð- myndunum á svæðinu.“ Landsnet hefur ekki getað hafið framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni vegna þess að minnihluti landeigenda hefur neitað að afhenda landið sem Landsnet hefur fengið heimild til að taka eignarnámi. Þeir landeigendur sem vilja komast inn í mál Land- verndar eiga ekki aðild að því deilu- máli. Mótmæla friðlýsingarkröfu  Eigendur 67% lands Reykjahlíðar vilja fá að gæta hagsmuna sinna í máli Land- verndar gegn ríkinu  Segjast hafa staðið að ákvörðun Landsnets um línuleið Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kröflulína Landsnet og landeig- endur völdu línuleiðina saman. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.