Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
til íhugunar
fyrir hvern dag ársins
366 íhuganir, ýmist saltar
eða sætar, sem skilja eftir
mismunandi eftirkeim
hjá lesandanum.
Hér er íhugað um viðfangsefni
daglegs lífs eins og kvíða, reiði,
samskipti, tilgang, gleði, þakklæti,
trú og efa, kærleika og ást.
SKÁLHOLTSÚTGÁFAN kirkjuhusid.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íbúðalánasjóði (ÍLS) hefur gengið
vel að selja fasteignir sínar það
sem af er árinu. Salan er í fullu
samræmi við áætlanir, að sögn
Ágústs Kr. Björnssonar, forstöðu-
manns fullnustueigna hjá ÍLS. Í
byrjun ársins var gert ráð fyrir að
selja 900 eignir á árinu. Hinn 8.
desember síðastliðinn var búið að
selja 859 eignir.
Íbúðalánasjóður átti 1.348 eignir
hinn 1. janúar síðastliðinn. Það
sem af er árinu hafa 207 nýjar
fullnustueignir bæst í eignasafnið,
samkvæmt skriflegu svari frá
Ágústi. Hinn 8. desember sl. átti
ÍLS því samtals 696 eignir.
Góð sala á Suðurnesjum
„Góð sala hefur verið á flestum
markaðssvæðum og í einstökum
landshlutum. Áberandi að fast-
eignamarkaður á Suðurnesjum
hefur verið góður og mikil sala
eigna hefur verið þar. Þá hefur
sala eigna ÍLS gengið vel á flestum
svæðum landsins.
Salan hefur verið jöfnum hönd-
um úr öllu eignasafninu, jafnt eign-
ir í góðu ástandi sem eldri eignir
sem þarfnast viðhalds,“ segir í
svari Ágústs.
Mikill meirihluti fasteignasala
vinnur fyrir ÍLS að sölu eigna á
grundvelli samstarfssamnings ÍLS
við Félag fasteignasala. Samning-
urinn kveður m.a. á um að fé-
lagsmenn Félags fasteignasala hafi
umsjón með sölu eigna ÍLS.
Reynslan af þessu samstarfi er
góð, að sögn ÍLS. Þannig hafa fast-
eignasölurnar selt 2.532 eignir ÍLS
frá upphafi ársins 2008 til 8. des-
ember sl. Eignir þessar dreifast
um allt landið.
Kaupendur þeirra hafa aðallega
verið einstaklingar og fjölskyldur
sem kaupa eignirnar til búsetu.
Það er um 78% seldra eigna ÍLS á
þessu tímabili.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
skiptingu eignanna eftir tegundum
byggt á upplýsingum úr fasteigna-
skrá.
Búinn að selja 859
fasteignir á árinu
Sala eigna Íbúðalánasjóðs gengur vel Átti 1.348 eignir í
byrjun ársins 207 bættust við á árinu Á nú 696 eignir
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignir Eignasafn Íbúðalánasjóðs hefur minnkað mikið á árinu 2016.
Sala fasteigna í eigu sjóðsins hefur gengið samkvæmt áætlun.
Íbúðir Íbúðalánasjóðs eftir landshluta og tegund eigna
8. desember 2016
Einbýli Fjölbýli Ómerkt Parhús Raðhús Tvíbýli Samtals
Höfuðborgarsvæðið 6 37 2 12 57
Norðurland eystra 27 9 1 2 10 49
Norðurland vestra 8 2 1 3 14
Reykjavík 1 49 2 3 9 64
Suðurland 40 20 8 16 20 24 128
Suðurnes 61 31 8 22 19 12 153
Vestfirðir 26 2 5 11 44
Vesturland 32 28 2 21 4 16 103
Samtals 230 200 21 65 71 109 696
Heimild: Íbúðalánasjóður
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef sú túlkun veiðiréttarhafa stenst,
að lax sem er sleppt eftir veiði skuli
teljast í hvert sinn sem hann veiðist
með í veiðitölum, mun innsti hluti
Ísafjarðardjúps lokast fyrir sjókvía-
eldi á laxi af norskum uppruna. Mun
það hafa áhrif á áform Hraðfrysti-
hússins - Gunnvarar (HG) sem er
með sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi og
hefur fengið starfsleyfi til mikillar
aukningar, meðal annars á hinu um-
deilda svæði.
Landssamband veiðifélaga hef-
ur kært til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála útgáfu
starfsleyfis sem Umhverfisstofnun
veitti Háafelli ehf., dótturfélagi HG, í
lok október sl. Í leyfinu felst að HG
getur aukið mjög sjókvíaeldi sitt í
Ísafjarðardjúpi, framleitt 6.800 tonn
af regnbogasilungi og 200 tonn af
þorski. Ósk fyrirtækisins um að ala
lax í stað silungs er jafnframt til
meðferðar hjá leyfisveitendum.
Þegar Umhverfisstofnun kynnti
áform sín um að veita starfsleyfi fyrir
starfseminni gerðu einstaklingar og
félög sem tengjast veiðiréttareig-
endum og laxveiðimönnum athuga-
semdir við að sjókvíarnar væru vel
innan 15 km frá ósum laxveiðiáa með
yfir 500 laxa meðalveiði og samrýmd-
ist því ekki reglugerð. Langadalsá og
Hvannadalsá renna út um sama ós,
utarlega í Ísafirði sem er innsti fjörð-
ur Djúpsins. Samanlögð meðalveiði í
þessum ám er 503 laxar síðustu 10 ár.
Umhverfisstofnun svaraði athuga-
semdinni þannig í greinargerð með
starfsleyfinu að hluti af veiðinni væri
lax sem sleppt hefur verið og nefnd
talan 160 laxar í hvorri á. Því væri
meðalveiði í ánum undir 500 fiska
markinu.
Út fyrir sitt starfssvið
Landssamband veiðifélaga (LV)
telur það ekki hlutverk Umhverfis-
stofnunar að endurskoða veiðitölur
Veiðimálastofnunar. „Furðu er lýst á
að Umhverfisstofnun hafi tekið upp á
því að lækka veiðitölur úr ánum ein-
hliða með þeim rökum að þar sem
veiðimenn sleppi 0 - 160 fiskum verði
að draga 0 - 160 fiska frá veiðitölum
og þannig sé meðalveiði undir 500
fiskum. Stofnunin sé farin langt út
fyrir sitt starfssvið með þessari ótrú-
legu túlkun að fiskar sem séu veiddir
og sleppt, teljist nú ekki veiddir leng-
ur,“ segir í fréttatilkynningu LV um
kæruna. Sambandið gerir einnig
ýmsar athugasemdir við rökstuðning
stofnunarinnar og skort á rann-
sóknum um áhrif ákvarðana hennar.
Deilt um taln-
ingu á laxi sem
er sleppt aftur
Kæra veiðifélaga getur lokað innsta
hluta Ísafjarðardjúps fyrir eldi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Græðgi HG elur þorsk og regnbogasilung í kvíum í Ísafjarðardjúpi. Þorsk-
urinn sækir grimmt í sílið sem gefið er á jötuna í kvíum í Álftafirði.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er einfaldlega ekki búið að
ljúka fjármögnuninni. Hún átti að
klárast í haust en seinkar fram á
vorið,“ segir Davíð Stefánsson,
ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi,
en eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær hefur gildistöku
samnings við Faxaflóahafnir um
lóð undir sólarkísilverksmiðjuna á
Grundartanga verið frestað til 20.
janúar nk. Átti samningurinn að
taka gildi á morgun, 15. desember,
en Silicor fór fram á frestun.
„Þetta er ekki búið fyrr en það
er búið, það þarf að ljúka allri
fjármögnun á sama tíma, bæði
lánsfé og eigin fé,“ segir Davíð en
eftir er að ljúka eiginfjárhlut-
anum, sem er um 40% fjármögn-
unarinnar. Svonefndur skilmála-
samningur var gerður við Þróun-
arbanka Þýskalands um öflun
lánsfjár og verður gengið frá hon-
um þegar Silicor hefur safnað
nægu eigin fé.
Spurður hvaða ástæða sé fyrir
töfum á fjármögnun segir Davíð
ekkert eitt atriði skýra það. Um
viðamikla fjárfestingu sé að ræða
og verkið hafi tafist af ýmsum
ástæðum. Heildarfjárfesting Sili-
cor er upp á um 900 milljónir doll-
ara, eða um 100 milljarða króna.
Davíð segir að viðræður verði
teknar upp við Faxaflóahafnir á
nýju ári og þá skýrist fljótlega
hvort ástæða sé til að fara fram á
frekari frestun samnings um lóð-
ina. Þá er eftir að ljúka samn-
ingum við Landsvirkjun um kaup á
raforku. Silicor hefur gert samn-
ing við Orku náttúrunnar um kaup
á 40 MW.
Fjármögnun tefst til vors
Grundartangi Svona gæti sólarkísilverksmiðja Silicor Materials litið út.
Silicor vinnur að
öflun eigin fjár fyrir
sólarkísilverksmiðju
Teikning/Silicor Materials