Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Vefþjóðviljinn fjallar um þauorð Birgittu Jónsdóttur á Eyjunni, eftir að stjórnarmynd- unarviðræður hennar runnu út í sandinn, að nú fari þingið með völdin og „fyrir þingræðisfólk eins og okkur Pírata eru það frábærar fréttir“.    Vefþjóðviljinnsegir: „Til- raunir hennar til stjórnarmyndunar snerust um að mynda ríkisstjórn svo þingið skiptist í stjórn og stjórnarand- stöðu. Þegar tilraunirnar mistak- ast finnst henni það sýna að þá fari „þingið með völdin“ og það sé frábært. Ef tilraunir hennar hefðu tekist hefði þingið misst völdin, samkvæmt orðum Birgittu.    Í frétt Eyjunnar segir einnig aðBirgitta hafi ekki viljað benda á neinn flokk sem hefði orðið til þess að viðræðurnar hefðu farið út um þúfur. Hún gaf þá skýringu „að flokkarnir hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag um að slíkt yrði ekki gert.“    Leiðtogar stjórnmálaflokkahittast í marga daga til að ræða frekar mikilvægt mál, stjórnarmyndun, samkvæmt um- boði frá forseta Íslands. Þeir koma sér svo saman á lokuðum fundi um að landsmenn megi ekki fá að vita ástæður þess að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn.    Þetta eru þeir sem tala mest umgagnsæi og ný vinnubrögð.    Það er alveg frábært að okkurhafi mistekist ætlunarverkið. En við náðum þó samkomulagi um að segja landsmönnum ekki frá því hvers vegna okkur mistókst.“ Birgitta Jónsdóttir Gagnsæi og þing- ræði í boði Pírata STAKSTEINAR Heildarvísitala þorsks í nýafstöðnu haustralli Haf- rannsóknastofnunar lækkaði talsvert frá árunum 2014 og 2015 og er nú svipuð og árið 2013. Hluta lækkunarinnar má rekja til lítils árgangs frá 2013 og að meðalþyngd sumra árganga hefur minnkað frá fyrra ári. Líklegt er að lækkunin sé að mestu vegna mæliskekkju líkt og var í vorralli milli ár- anna 2013 og 2014, segir í frétt frá Hafrannsókna- stofnun. Haustrall fór nú fram í 20. sinn og er helsta markmið þess að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum. Vísitala ársgamals þorsks, árgangur 2015, í vor- ralli 2016 benti til þess að árgangurinn væri stór og var það staðfest í haustrallinu nú. Vísitala tveggja ára þorsks, þ.e. árgangsins frá 2014, er einnig há. Vísitölur þriggja til sex ára þorsks, ár- ganganna frá 2010-2013 eru hins vegar lágar. Fyrstu vísbendingar um árganginn frá 2016 gefa til kynna að hann sé undir meðalstærð. Minna af loðnu í fæðunni Heildarmagn fæðu í mögum allra lengdarflokka þorsks var það minnsta síðan mælingar hófust 1996. Síðan 2012 hefur magn loðnu í þorskmögum verið mun minna en á tímabilinu 1996-2010. Líkt og undanfarin ár var mest af loðnu í þorskmögum út af vestanverðu Norðurlandi. Af annarri fæðu má nefna ísrækju, rækju, ljósátu, síld og kol- munna. Meðalþyngd jókst hjá 3, 4 og 6 ára þorski en minnkaði í öðrum aldursflokkum frá fyrra ári. Hjá flestum aldursflokkum er hún yfir meðaltali rann- sóknartímans. Mest fékkst af þorski djúpt norð- vestur, norður og austur af landinu, líkt og undan- farin ár. Ýsan á erfitt uppdráttar Stofnvísitala ýsu lækkaði frá 2015 og er nú svip- uð og árin 1996-2000. Á árunum 2001-2006 hækk- aði hún í kjölfar góðrar nýliðunar, en fór ört lækk- andi næstu fjögur árin þar á eftir. Lækkunina í ár má rekja til lítilla árganga frá 2008-2013, þ.e. stærri en 40 cm. Lengdardreifing sýnir að ýsa minni en 40 cm er undir meðaltali í fjölda. Vísitala árgangsins frá 2014 er nú undir með- altali sem er töluverð breyting á fyrra mati en hann hefur verið talinn frekar stór bæði sam- kvæmt vorralli og fyrri haustmælingum. Vísitöl- urnar benda til að árgangar 2015 og 2016 séu und- ir meðalstærð. Meðalþyngd eftir aldri hefur aukist umtalsvert síðan 2010. Heildarvísitala gullkarfa í haustmælingunni hefur hækkað jafnt og þétt síðan 2001, sem er svipuð þróun og stofnmælingu botnfiska í mars. Vísitölur síðustu þriggja ára eru þær hæstu frá 1996. Heildarvísitala djúpkarfa hækkaði árin 2014 og 2015 en lækkaði aftur 2016. aij@mbl.is Talsverð lækkun vísitölu þorsks  Vísbendingar um að árgangurinn frá 2016 sé undir meðalstærð  Stórir þorsk- árgangar 2014 og 2015  Ýsan hefur enn ekki náð sér á strik  Gullkarfi sterkur Heildarvísitala þorsks St of nv ís ita la Heimild: Hafró 800 600 400 200 0 1985 Mars Október 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Mælingar vor og haust Heildarvísitala þorsks í vorralli 1985-2016 og haustralli 1996-2016. Fögnummeð Þórði og Sváfni Bókaútgáfan Sæmundur býður þér í útgáfuhóf í Safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík miðvikudaginn 14. desember klukkan 20–22 Þar fögnum við útgáfu nýrra bóka: Þórður Tómasson:Mjólk í mat Sváfnir Sveinbjarnarson: Ámeðan straumarnir sungu Höfundar lesa upp og árita bækur Bækur á tilboðsverði Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni stýrir samkomunni Kaffiveitingar í boði Sæmundar Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Veður víða um heim 13.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 8 léttskýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló -6 léttskýjað Kaupmannahöfn 5 þoka Stokkhólmur 1 rigning Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 3 þoka Brussel 7 þoka Dublin 10 skúrir Glasgow 7 skýjað London 12 þoka París 8 heiðskírt Amsterdam 6 þoka Hamborg 6 þoka Berlín 2 heiðskírt Vín -1 léttskýjað Moskva -13 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 7 þoka Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -20 léttskýjað Montreal -4 alskýjað New York 2 skýjað Chicago -8 þoka Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:01 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:46 14:36 DJÚPIVOGUR 10:54 14:51 Að tillögu for- sætisráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands að veita tíu góðgerðar- samtökum alls 50 milljónir króna í styrk í tilefni jóla. Styrkurinn deilist jafnt niður á fé- lögin og fær því hvert félag 5 milljóna króna styrk. Góðgerðarfélögin sem veittur verður styrkur eru Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar, Mæðrastyrks- nefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálpræðisherinn á Ís- landi, Hjálparstarf kirkjunnar, Sam- hjálp-félagasamtök, Rauði kross Ís- lands, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Tíu góðgerðarsam- tök fá 5 milljónir hver frá ríkinu Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.