Morgunblaðið - 14.12.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 14.12.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundum umhverfis- og skipulags- ráðs og borgarráðs Reykjavíkur ný- lega var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra-Breiðholts. Þar er lagt til að gerð verði göngu- brú yfir Breiðholtsbraut ásamt við- eigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Göngubrúnni er ætlað að bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjól- andi vegfarenda á leið milli hverf- anna. Deiliskipulagstillagan, sem unnin er af Landmótun sf., tekur til svæðis milli Efra-Breiðholts og Seljahverfis, vestan við bensínstöð við Suðurfell 4. Tekur deiliskipulagið til göngubrúar yfir Breiðholtsbraut og göngu- og hjólatengingar í nágrenninu. Áætlað er að brúin verði 78 metra löng og hæð undir brúna frá götu verði a.m.k. 5,2 metrar. Tæpur kílómetri er milli undir- ganga undir Breiðholtsbraut og er göngubrúnni ætlað að bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda á milli hverfanna. Eftir er að hanna stíga í nágrenni við væntanlega göngubrú og verður lögð áhersla á að varðveita sem best gróðurbelti sem stígarnir munu liggja um. Gönguleiðin að brúnni skal vera þriggja metra breið og vera fær göngu- og hjólreiðafólki á öllum aldri. Gönguleiðin skal liggja allt frá Engjaseli/Seljabraut og um skógar- belti meðfram Breiðholtsbraut, yfir Breiðholtsbraut og norður fyrir bensínstöð Skeljungs við Suðurfell. Stígurinn tengist síðan núverandi stíg við Norðurfell og Æsufell. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem stígar mætast frá Æsufelli og Norðurfelli. Þar verði heimilað að koma fyrir bekkjum, upplýsinga- skiltum og drykkjarpósti. Ekki er talið að uppbygging sam- kvæmt deiliskipulagi hafi neikvæð umhverfisáhrif. Fyrirhuguð göngu- brú muni aftur á móti hafa jákvæð áhrif á íbúa hverfisins og öryggi veg- farenda. Sjá má tillöguna á vef Reykjavík- urborgar. Hún liggur einnig frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Athugasemda- frestur er til og með 23. janúar 2017. Brú yfir Breiðholtsbraut  Ætlað að bæta öryggi gangandi og hjólandi fólks Mynd/Landmótun sf Breiðholtsbraut Myndin sýnir hvar göngubrúin nýja verður staðsett. Horft er í norðurátt, niður Breiðholtsbraut. Göngubrúin verður 78 metra löng. Nýja göngubrúin Hér er horft til suðurs, upp Breiðholtsbrautina. Um 30% af þeim vörum sem verða seldar fyrir þessi áramót á flug- eldamarkaði Slysavarna- félagsins Lands- bjargar verða ekki fáanleg á sama tíma að ári. Það er vegna þess að þá þurfa Íslendingar að fara eftir kröfum ESB um að allir flugeldar sem hér verða seldir uppfylli svokallaða CE- stöðlun. Í þessu felst að ekki má lengur selja þær tertur og bombur sem til- heyra fjórða og kraftmesta flokkn- um sem Landsbjörg hefur á boð- stólum. Í þeim flokki er 21 mismunandi tegund af tertum og bombum sem seldar eru undir yfir- heitinu Bardagar og risatertur og kosta 30-73 þúsund krónur. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við mbl.is í gær að Lands- björg hefði undirbúið sig fyrir þess- ar breytingar um hríð og að aðrar kraftminni vörur myndu koma í staðinn. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvort þessum breyt- ingum myndi fylgja tekjutap, það myndi liggja fyrir þegar reynsla væri komin á nýju vörurnar. Hætta að selja þá öflugustu  Breytingar munu verða á flugeldasölu Áramót Breytt fyrirkomulag. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þeir sem ætla að senda pakka með Póstinum þurfa nú að skrá pakkann, það er að fylla út fylgibréf, á netinu áður en komið er með hann á póst- hús. Þeir sem ekki gera það heldur láta skrá pakkann á pósthúsinu þurfa að greiða aukalega 250 krónur fyrir það. „Við sendum fjölpóst á öll heimili þar sem þetta var kynnt,“ sagði Anna Katrín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins. Hún sagði að þessi breyt- ing hefði einnig verið auglýst í út- varpi og kynnt á netinu. Auk þess er þetta vel auglýst á pósthúsunum. „Áður en þetta fyrirkomulag var tekið upp þá handskrifaði fólk fylgi- bréfin, nú slær það upplýsingarnar inn í tölvu. Þetta tekur sama tíma og hættan á villum er minni. Áður þurftu starfsmenn okkar að lesa úr alls konar rithöndum og stundum voru gerðar villur þegar upplýsing- arnar voru slegnar inn,“ sagði Anna. En hvers vegna þarf að borga 250 krónur ef starfsmaður Póstsins skráir pakkann? „Það er til að hvetja fólk til að skrá þetta sjálft. Þetta er eins og önnur þjónustugjöld. Þeir sem nýta sér þjónustuna greiða fyrir hana,“ sagði Anna. Spurð um hvort sendingar- kostnaður hafi lækkað við þessa breytingu sagði Anna að hann hefði að minnsta kosti ekki hækkað eftir að þessi gjöld voru sett á, eins og hann hefði ella þurft að gera. Pósthúsin á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri verða opin um helgar alla daga til jóla. Opið er frá 9-19 á virkum dögum. Auk þess hafa verið opnuð jólapósthús í Kringlunni og Smáralind og verða þau opin fram á Þorláksmessu. Anna sagði að lengdur afgreiðslutími hafi verið auglýstur á netinu og einnig í út- varpi. Fylla þarf út fylgibréfin  Pósturinn rukkar aukalega 250 kr. hafi fólk ekki fyllt út fylgibréf með pökkunum áður en það lætur senda þá Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 L Á G M Ú L A 8 S Í M I 5 3 0 2 8 0 0 Jóla dagar            32“ kr. 64.900.- 40“ kr. 89.900.- 49“ kr. 119.900,- 55“ kr. 149.900.- K5505 Verð frá 44.900,- X-CM35-K Litlar græjur með stórum hljómi. kr. 19.900,- Ótrúlegur hljómur í þessum Blue Tooth hátalara frá Veho   !"!  # $ %&'!( %& ) *  "!+) ,& - )( Leikir frá kr. 4.490,-kr. 59.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.