Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
ar ég var krakki og í framhaldi af því
fékk ég mikinn áhuga á náttúrufræði
og fuglarnir urðu ofan á með tím-
anum. Þeir sem fara að stúdera
fugla fá líka áhuga á öðru úti í nátt-
úrunni, gróðrinum, jarðfræðinni og
öllu mögulegu öðru, enda eru fugl-
arnir hluti af náttúruheildinni. Það
er full ástæða til að hvetja foreldra
til að kynna fugla fyrir börnum sín-
um og veita þeim innsýn í náttúruna
og leyfa þeim að upplifa öll undur
náttúrunnar með fuglaskoðun.“
Jóhann Óli tekur fram að fugla-
skoðun fylgi mikið félagslíf.
„Fólk fer saman í ferðir, styttri
og lengri, og þeir sem eru að taka
myndir af fuglum, sem er einn angi á
fuglaskoðun, fara líka saman í hóp-
um til að ljósmynda. Fólki hefur
fjölgað gríðarlega sem leggur sig
eftir því að taka fuglamyndir, eftir
að stafræna byltingin kom til sög-
unnar,“ segir Jóhann Óli og bætir
við að Fuglavernd bjóði bæði upp á
sérstakar ferðir til fuglaljósmynd-
unar og einnig ljósmyndanámskeið
fyrir þá sem vilja læra að taka
myndir af fuglum, því fugla-
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Sífellt fleiri hafa áhuga á fugl-um og fuglaskoðun, viðmerkjum það á fjölgun í fé-laginu og fleiri sækja líka
viðburði hjá okkur, hvort sem það
eru fuglaskoðunarferðir eða annað,“
segir Jóhann Óli Hilmarsson, fugla-
fræðingur hjá Fuglavernd, en hann
er líka höfundur nýútkominnar bók-
ar, Væri ég fuglinn frjáls, sem er
fræðslurit um fuglaskoðun. Bókina
skrifaði hann fyrir krakka en hún
nýtist fólki á öllum aldri sem er að
stíga fyrstu skref sín í áhugamálum
sem tengjast fuglum.
„Fuglavernd leggur upp úr því
að kynna fugla fyrir börnum og við
gáfum út kennslubók fyrir leikskóla
fyrir fáeinum árum, sem tveir leik-
skólakennarar skrifuðu. Það er um
að gera að hamra járnið meðan heitt
er því krakkar hafa mjög gaman af
fuglum. Þessi áhugi þeirra lifir hjá
mörgum þeirra fram á fullorðinsár.
Fuglaskoðun á fullt erindi við yngra
fólk og í Bretlandi er fuglaskoðun til
dæmis mjög gömul og sterk hefð,
þar stundar fólk þetta á öllum aldri,
frá smábörnum upp í farlama gamal-
menni. Fuglaskoðun er mjög vinsæl
hjá eftirlaunafólki í Bretlandi.“
Margir safna fuglabeinum
Þegar Jóhann Óli er spurður
hvað sé svona heillandi við fugla-
skoðun segir hann það vera úti-
veruna, ferðalögin og að kynnast
náttúrunni.
„Fólk sökkvir sér oft í náttúru-
vernd og umhverfismál í framhaldi
af áhuga á fuglum. Fuglaskoðun er
líka mjög áhugaverð fyrir safnara,
fólk er þá að safna fuglategundum,
að sjá ákveðna fugla, því sumir eru
mjög sjaldgæfir og mikið þarf að
hafa fyrir því að finna þá. Sumir eru
með fuglalista með sér, sem ýmist
eru Íslandslistar eða heimslistar eða
annars konar listar, og haka svo við
þegar þeir finna og sjá nýja fugla. Þá
eru menn ýmist í keppni við sjálfa
sig eða félaga sína,“ segir Jóhann Óli
og bætir við að í nýju bókinni komi
hann inn á hversu gaman geti líka
verið að safna einhverju sem tengist
fuglum, eins og fjöðrum, beinagrind-
um, hauskúpum eða ælum.
„Ég safnaði slíku þegar ég var
strákur og safnaði reyndar líka eggj-
um, eins og ýmsir aðrir sem voru að
stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun,
en þessi siður hefur sem betur fer
lagst af, því að sjálfsögðu má ekki
taka egg úr hreiðrum.“
Gaman að fara saman í ferðir
Jóhann Óli segist hafa verið
mikill fuglaáhugamaður alveg frá
því hann var um fermingaraldur.
„Fósturfaðir minn og amma
mín þekktu vel fugla og þau sýndu
mér oft hreiður og fugla, en við vor-
um með annan fótinn í sveitinni þeg-
Fuglaskoðun fylgir mikið
félagslíf og skemmtun
„Þeir sem fara að stúdera fugla fá líka áhuga á öðru úti í náttúrunni, gróðrinum, jarðfræðinni og öllu mögu-
legu öðru, enda eru fuglarnir hluti af náttúruheildinni. Það er full ástæða til að hvetja foreldra til að kynna
fugla fyrir börnum sínum og veita þeim innsýn í náttúruna og leyfa þeim að upplifa öll undur náttúrunnar
með fuglaskoðun,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, höfundur nýrrar bókar um fuglaskoðun.
Ljósmynd/Halla Hreggviðsdóttir
Jóhann Óli Við fuglaljósmyndun.
Branduglur Ein af fallegu myndunum hans Jóhanns Óla í bókinni. Pysjusleppingar Þær eru ævintýr.
Þeir hafa safnað í sarpinn á langri
ævi og kynnst mörgu fólki, þeir Þórð-
ur Tómasson í Skógum og séra
Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrrverandi
prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Bókaútgáfan Sæmundur býður til
útgáfuhófs í Safnaðarheimili
Grensáskirkju við Háaleitisbraut í
Reykjavík í kvöld, miðvikudag, kl. 20-
22. Þar verður fagnað útgáfu tveggja
nýrra bóka þessara miklu meistara.
Þórður sendir frá sér bókina Mjólk í
mat, en þar gerir hann grein fyrir
verkmenningu og þjóðháttum sem
tengjast mjólkuriðnaði gamla bænda-
samfélagsins. Sváfnir sendir frá sér
bókina Á meðan straumarnir sungu,
sem geymir endurminningar frá fyrri
hluta ævi hans. Sváfnir segir þar frá
bernskuárum í Fljótshlíðinni og
námsárum við MA og syðra. En mest
fjallar hann um Öræfi, Suðursveit og
Mýrar, þar sem hann þjónaði sem
prestur um miðja tuttugustu öld.
Höfundar lesa upp úr bókunum og
árita. Guðmundur S. Brynjólfsson,
djákni og rithöfundur, stýrir sam-
komunni. Allir velkomnir og kaffiveit-
ingar verða í boði Sæmundar.
Upplestur úr nýjum bókum
Fagnað með
Þórði og Sváfni
Morgunblaðið/Rax
Lyklavöld Þórður var frumkvöðull að
stofnun Byggðasafnsins í Skógum.
Að þekkja uppruna sinn skiptir flest
fólk miklu máli, enda bregður aðeins
fjórðungi til fósturs. Sjálfsmynd okkar
er jú að hluta komin frá fólkinu okkar,
ekki aðeins þeim sem við ölumst upp
hjá heldur ekki síður þeim sem við er-
um blóðskyld. Ýmsu verður velt upp
sem tengist þessu málefni á síðasta
fræðslufundi ársins hjá Íslenskri
erfðagreiningu á morgun fimmtudag
15. desember, kl. 17.00-18.30.
Yfirskrift fundarins er: Skiptir upp-
runinn máli, eða er það leitin að hon-
um? Nokkur erindi verða flutt, Kári
Stefánsson: Örsögur um leit, Brynja
Dan Gunnarsdóttir: Leitin að upprun-
anum, Agnar Helgason: Saga Hans
Jónatans rakin úr erfðaefni afkom-
enda hans, og Ásdís Halla Bragadóttir
segir frá átakanlegri fjölskyldusögu
sinni í bókinni Tvísaga, móðir, dóttir,
feður, en sagan er uppgjör við fortíð-
ina og hjálpaði Ásdísi að skilja upp-
runa sinn, en í leit að faðerninu kynnt-
ist hún móður sinni upp á nýtt. Allir
eru velkomnir að Sturlugötu 8 í Vatns-
mýrinni, og kaffiveitingar verða frá
klukkan 16.30.
Fræðslufundur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Skiptir uppruninn máli – eða
er það leitin að honum?
Morgunblaðið/Ásdís
Leit að faðerni Ásdís Halla ætlar að fjalla um flókin fjölskyldumál sín.