Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á næstunni verður ráðist í endur- bætur á dráttarbrautum á Slipp- svæðinu í Reykjavík. Stjórn Faxa- flóahafna tók ákvörðun um þetta á síðasta fundi sínum, enda er hafnar- stjórn „fylgjandi því að starfsemi slippsins haldi áfram á komandi ár- um,“ eins og segir í samþykkt stjórnarinnar. Fram kemur í minnisblaði Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra að við umfjöllun og samþykkt deili- skipulags fyrir Vesturbugt á árunum 2003-2006 hafi forsendur verið þær að miða skyldi við að slippastarfsemi og upptökur skipa á svæðinu yrðu af- lagðar. Rekstur dráttarbrauta og slippa á svæðinu samrýmdist ekki blandaðri byggð og uppbyggingu íbúðarbyggðar. Við breytingar á deiliskipulagi Vestur- bugtar er nú aftur á móti miðað við að þar geti allt eins verið áfram ein- hver takmörkuð upptökustarfsemi. „Við byggingu Marina hótelsins eru skipaupptökur og dráttarbrautir gott markaðsmál fyrir hótelreksturinn og ekki annað séð en að starfsemin falli öllum í geð. Samstarf á milli aðila er gott og sambúðin farsæl,“ segir Jón. Margir hafa aldrei áður séð skip á þurru landi Erlendir ferðamenn hafa sýnt þessari starfsemi mikinn áhuga og myndað enda hafa margir þeirra aldrei áður séð skip á þurru landi. Faxaflóahafnir sf. eiga tvær dráttarbrautir á Slippsvæðinu. Dráttarbrautirnar, ásamt lóðinni þar sem brautirnar standa, eru í dag leigðar Stálsmiðjunni til upptöku og viðgerða á skipum. Þær eru einu mannvirkin til upptökuþjónustu og viðgerða við skip hér í Reykjavík. Á þessu svæði hafa frá því að hafnar- gerð hófst í Reykjavík fyrir einni öld verið stundaðar upptökur og við- gerðir á skipum og þar er til staðar samfelld saga þessarar atvinnu- greinar, segir í minnisblaði Jóns Þor- valdssonar. Fram kemur í minnisblaðinu að fyrir tveimur árum hafi Stálsmiðjan farið að kvarta um að á sporbrautir væri farið að setjast efni þannig að sleði N-brautar væri hættur að geta runnið út á enda spora og undir skip í upptökum. Fá þyrfti dráttarbáta hafnarinnar til að draga sleða niður á ytri hluta brautar og dæluskip eða dýpkunargröfu þyrfti til að hreinsa þetta efni burt. „Það var vitað að þessi skýring á tregðu sleða væri ekki alveg rétt. Sleði væri að festast á teinum af öðrum orsökum og þetta yrði að skoða með köfurum,“ segir Jón. Komið er að ákvörðun um aðgerðir á brautum til úrbóta. Til skoðunar er ákveðinn hluti af undirstöðum braut- ar sem eru timburmannvirki á ysta hluta hennar. Aðrir hlutar upptöku- mannvirkja sýna sig að vera í góðu ástandi. Steyptir miðjubitar sem byggðir voru á árinu 1995 og eru meginburðarvirki á undirstöðum brautar, upptökusleði og spilbúnaður. Allt eru þetta mannvirki sem munu duga um lengri tíma. Timburmann- virkin eru frá árunum 1920 til 1955 og eru hluti af fyrstu brautum á þess- um stað. Niðurstaða er sú að fara verður í þessar aðgerðir til styrkingar á undirstöðum brauta. Heppilegasti tími til framkvæmda er tímabilið desember-janúar, segir Jón. Hörðnun steypu er þá í febrúar- mánuði og full afnot af N-braut möguleg síðari hluta febrúarmán- aðar. Á þessum tíma eru engar slipptökur bókaðar og viðgerðatími því besta tímasetning fyrir rekstr- araðilann, Stálsmiðjuna. Við yfirferð á sporum með köf- urum frá Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. hafa spor verið tjökkuð upp til bráðabirgða og nú eru öll spor orðin rétt í hæð og vagn rennur eftir spor- um. Viðgerð verður framkvæmd þannig að steypt verður undir spor- bita á ákveðnum stöðum eða í heild þar sem vart er við sig á bitum og styrktir með því sporbitar, nýttur burður timburstaura þar sem þeir eru heillegir og timburmannvirki var- in frekari skemmdum. Spilin eru í góðu lagi Að sögn Jóns Þorvaldssonar var svokölluð norðurbraut byggð á árinu 1956 og er spilbúnaður Slippsins frá sama tíma. Hann er talinn vera í góðu lagi og hefur verið skipt um dráttarvíra með reglulegu millibili. Búnaðurinn sem dregur upp brautirnar er í spilhúsum sem standa við Spilhúsastíg fyrir framan Hótel Marina. Slippurinn starfar áfram  Stjórn Faxaflóahafna ákveður að ráðast í endurbætur á dráttarbrautum á Slippsvæðinu í Reykjavík  Vill að starfsemi Slippsins haldi áfram á komandi árum  Aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Slippurinn í Reykjavík Á árunum 2003-2006 voru uppi áform um að hætta slippstarfsemi og byggja á svæðinu. Nú hefur verið horfið frá þeim áformum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinsæll Slippurinn býr yfir aðdráttarafli fyrir ferðamenn og lífgar upp á gömlu höfnina og hótelstarfsemina. Jón Þorvaldsson Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT MASTER DCI 125 L2H2 árg. 2013, ekinn 40-47 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.888.000+ vsk. Raðnr. 255425 VW GOLF GTE PLUG IN HYBRID sýningarbíll ekinn 1500 km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.480.000 kr. Raðnr. 255561 M.BENZ C 220D AVANTGARDE nýskr. 09/2015, ekinn 8 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, sem nýr!Verð 6.690.000 kr. Raðnr. 255217 BMW 535D XDRIVE F10 nýskr. 04/2015, ekinn 36 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, hlaðinn búnaði! Verð aðeins 9.990.000 kr. Raðnr. 255003 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, diesel, sjálfskiptur S-line alla leið! Verð 7.390.000 kr. Raðnr. 254356 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is NÝIR OGNÝLEGIR BÍLARTIL AFHENDINGAR STRAX!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.