Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Spænskir púslmeistarar lögðu saman krafta sína til að leggja stærsta púsluspil í heimi í vikunni. Í púsluspilinu, sem nú er til sýnis í bænum Algec- iras á suðurhluta Spánar, eru 40.320 púsl en púsluspilið, sem er 2x7 metrar að stærð, skartar þekktum teiknimyndahetjum úr smiðju Disney. Alls tók það púslmeistarana 46 klukkustundir, 23 mínútur og 15 sekúndur að raða púsluspilinu saman. AFP Stærsta púsluspil heims Spánn Enginn ísraelskur embættismaður mun eiga fund með Margot Wallström, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, þegar hún heimsækir Pal- estínu síðar í vikunni. Talsmaður Wallström sagði AFP að ráð- herrann hefði viljað hitta emb- ættismenn bæði Palestínumanna og Ísraela að máli. Ekki hafi hins vegar reynst gerlegt að heimsækja Ísrael. Wallström sagði við sænsku fréttastofuna TT að Ísraelsmenn hefðu ekki viljað taka á móti henni. Hún mun m.a. eiga fund með Mahmud Abbas, forseta Palestínnumanna, og Riad al-Malki utanríkisráðherra í ferð- inni. Í byrjun ársins hvatti Wallström til rannsóknar á drápum ísr- aelskra hermanna á palestínskum vígamönnum og að Ísraelsmenn yrðu að hætta aftökum án dóms og laga. Í kjölfarið lýsti Tzipi Hotovely, utanríkisráðherra Ísr- aels, því yfir að Wallström væri ekki lengur velkomin til landsins. Ísraelar hundsa Wallström Margot Wallström Samkomulag náðist í gær um að leyfa íbúum og uppeisnarmönnum í austurhluta sýrlensku borgarinnar Aleppo að yfirgefa borgina. Sýr- lenski stjórnarherinn hefur náð borgarhlutan- um að mestu á sitt vald. Talsmaður samtaka uppreisnarmanna sagði að Rússar og Tyrkir hefðu beitt sér fyrir sam- komulagi við Sýrlandsstjórn um að leyfa fólki að yfirgefa borgarhlutann. Vitalí Tsjurkin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði í gærkvöldi að sýrlenski stjórnarher- inn hefði hætt aðgerðum í Aleppo svo uppreisn- armenn og fjölskyldur þeirra gætu yfirgefið borgina. Fréttamenn AFP-fréttastofunnar og óháð eftirlitssamtök staðfestu að sprengju- gnýrinn hefði hljóðnað um miðjan dag. „Mergurinn málsins er – ef allt gengur eftir – að þetta þýðir að átökum í austurhluta Aleppo er lokið,“ sagði Tsjurkin. Bandaríkjastjórn hvatti til þess að alþjóð- legir eftirlitsmenn yrðu sendir til Aleppo til að fylgjast með því að þetta samkomulag yrði virt. Fyrr í gær bárust fréttir af því að herflokkar hliðhollir sýrlenskum stjórnvöldum hefðu farið inn í íbúðarhús í austurhluta Aleppo og drepið alla sem þar voru inni, þar á meðal konur og börn. Samantha Power, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á neyðar- fundi öryggisráðs SÞ í gær að eftirlitsmenn þyrftu að fylgjast með því að fólk fengi að fara óáreitt. „Það óttast, með réttu, að eiga á hættu að skotið verði á það eða það flutt í fangabúðir Assads Sýrlandsforseta,“ sagði Power. Rupert Colville, talsmaður mannréttinda- fulltrúa SÞ, sagði í gær að mannréttindaskrif- stofa samtakanna hefði fengið trúverðugar upplýsingar um að að minnsta kosti 82 óbreytt- ir borgarar hefðu verið skotnir til bana í aust- urhluta Aleppo í gær, þar á meðal konur og börn. Talsmaður Sýrlandshers sagði hins vegar við breska ríkisútvarpið BBC að fullyrðingar um dráp á óbreyttum borgurum væru rangar og tilhæfulausar. Í sama streng tók Tsjurkin í gærkvöldi. Bretar og Frakkar fóru í gær fram á neyðar- fund í öryggisráði SÞ um ástandið í Aleppo og var fundurinn haldinn síðdegis. Bresk stjórn- völd ítrekuðu í gær þá kröfu að Assad viki úr embætti forseta Sýrlands. Vísaði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Breta, til þeirrar „villimannslegu grimmdar“ sem Assad hefði sýnt sýrlensku þjóðinni. Fall Aleppo yrði mesti ósigur sem uppreisn- armenn hafa beðið frá því borgarastríð hófst í Sýrlandi 2011. Yfir 300 þúsund manns hafa lát- ið lífið og milljónir manna hafa flúið heimili sín. Rússar hófu loftárásir á síðasta ári til stuðn- ings stjórnarhernum en Bandaríkjamenn hafa stutt uppreisnarmenn. Rússar segja að bardögum í Aleppo sé lokið eftir fjögurra ára átök  Uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa borgina  Bretar krefjast afsagnar Assads Sýrlandsforseta AFP Á flótta Íbúar í Bustan al-Qasr hverfi í Aleppo á flótta í gær. Sýrlenski stjórnarherinn náði hverfinu og sex öðrum hverfum úr höndum uppreisnarmanna, sem hafa ráðið þar í fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.