Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 29
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Steingrímur hélt áfram að þýða ljóð austanmanna, eftir að Austurljóð kom út. Fyrir kom að hann gaukaði að mér þýðingum sínum og bað mig að þýða þær upp á nýtt. Ekki var það vegna þess að ég stæði honum framar í þeirri grein, heldur af hinu að hann vildi sjá viðfangsefni sitt á þessu sviði með annarra augum; það gaf honum meiri vídd, fannst honum. Ég hafði heyrt þá sögu að héraðsdómarar í Reykjavík hefðu, a.m.k. á árum áður haft það til siðs að smala útigangs- mönnum austur á Litla-Hraun á haustin, þegar kólna tók í veðri og hleypa þeim aftur út í guðs græna náttúruna með hlýnandi veðri að vori. Þegar ég spurði Steingrím Gauta út í þetta, brosti hann sínu blíðasta og sagði: „Auðvitað gerðum við það, ekki gátum við látið bless- aða mennina krókna.“ Þetta var sem sagt ákveðin gerð ræktun- arstarfsemi, sem Steingrími Gauta var svo töm. Það er ekki úr vegi að ljúka þessum fátæklegu minningar- orðum með kvæði eftir kín- verska skáldið Wang Wei, sem Steingrímur Gautur þýddi svo- felldum orðum: Við stígum af baki. Ég býð þér í staupinu og spyr hvert þú sért að fara. Þú segir að það sé óyndi í þér; að þú sért á leið suður undir Djúpu- fjöll, að vera þar í vetur, að það sé best að drífa sig. Ég spyr einskis frekar en horfi upp í loftið, á hvít skýin, sem teygja sig svo langt sem augað eygir. Þeim Guðrúnu, Einari Gauta og Sindra, sem og öðrum ástvin- um Steingríms Gauta votta ég samúð mína, um leið og ég óska honum góðrar ferðar um þær slóðir, þar sem svörin gróa á kræklóttum trjám. Pjetur Hafstein Lárusson. „Þetta veit enginn – nema kannski hann Steingrímur Gaut- ur,“ var oft haft á orði í fjöl- skyldu okkar. Steingrímur var ekki bara hafsjór þekkingar, heldur var honum einnig gefin einstök gáfa til að skýra og fræða. Hæfileikar sem koma glögglega fram í þýð- ingum hans á austurlenskum kvæðum og Bubba kóngi. Það er raunar lýsandi að Steingrímur skyldi vera ástríðufullur þýðandi því þar nutu hæfileikar hans og mannkostir sín svo augljóslega; hæverska, áhugi og virðing fyrir viðhorfum annarra og ekki síst frumleg og skapandi hugsun. Steingrímur iðkaði samræður af sama listfengi, hlustaði einatt af athygli, fús til að íhuga ólík sjónarmið. Og svo komu honum í hug óvænt tengsl úr bókmenntum, heimspeki eða sögu, nýtt sjón- arhorn sem engum hafði hug- kvæmst, fleyg ummæli eða hreinlega einhver spuni. Stund- um var brosað gegnum tárin með Steingrími en það var líka grátið af hlátri. Þetta gerði hann að einstökum vini. traustum og hlýjum. Ófáar ánægjustundir áttum við á heimili Steingríms og Guð- rúnar og alltaf fórum við ríkari af fundi þeirra. Steingrímur var mikill útivist- armaður og náttúruunnandi og naut sín í óbyggðum í góðra vina hópi. Fjölmargar minningar eig- um við um fjallgöngur, þar sem Steingrímur var í essinu sínu. Eftirminnileg er ganga á Skjald- breið þar sem Steingrímur leit- aðist við að fanga fegurð og stemningu augnabliksins með því að setja saman hæku um Snæfellsjökul baðaðan sumar- birtu. Oft kom hann auga á spaugilegar hliðar mannlífsins en í öllum dómum var hann yf- irvegaður og sanngjarn. Það var aðal Steingríms að hann umgekkst alla sem jafn- ingja; leika og lærða, börn og fullorðna. Í gönguhópi okkar komu sam- an vinir víða að og varð hann ein helsta uppeldisstöð barnanna. Allir lögðust á eitt við að skemmta og fræða á löngum göngum. Margir í þessum hópi voru ákveðnir og sjálfstæðir og oft þurfti að taka af skarið þegar einn vildi halda í austur, annar í vestur og sá þriðji í suður. Þá kom sér vel að hafa dómara í hópnum og var Steingrímur sjálfsagður leiðangursstjóri. Hann leiddi hópinn en sá líka til þess að allir skiluðu sér á leiðar- enda. Oft drógust börnin aftur úr og þá var Steingrímur þeim samferða. Á slíkum stundum gafst færi á að fá svör við öllu milli himins og jarðar og áður en nokkur vissi af var öll þreyta á bak og burt. Ef spurninga- brunnur var þurrausinn gaf Steingrímur ímyndunaraflinu stundum lausan tauminn og sagði sögur á borð við þá þegar hann lenti í eldgosi á Heklu og sat ofan á hraunstróknum og sá yfir allt Ísland. Í tjaldbúðunum var Steingrímur líka skemmti- legastur af öllum, óborganlegur söng- og sögumaður. Hann átti grænan svissneskan herbakpoka og upp úr honum dró hann kjör- gripi. Hverjum og einum fylgdi saga og fúnksjón. Þegar dagur var að kveldi kominn klæddist Steingrímur hvítum jógafötum í tjaldbúðum. Án fyrirvara átti hann það til að rjúfa öræfakyrrðina með söngv- um sem hann hafði lært í barn- æsku hjá nunnunum í Hólmin- um: „Á himnum hjá Jesú mun ég hvít klæði fá og á gullhörpur slá.“ Síðan gekk hann út í nátt- leysið og íhugaði. Auður, Ingvar og systkinin Kristín og Haukur. Ýmsir vegir okkar liggja til Steingríms Gauts, einkum þó vegir ættartengsla, sem eru margvísleg og náin. Tengdamóð- ir hans var matmóðir nafna hans og frænda, Steingríms Pálsson- ar, föður og tengdaföður okkar, eftir komu hans til framhalds- náms í Kaupmannahöfn um miðja síðustu öld. Þessi kona var Margrét Jensdóttir sem þar bjó ásamt manni sínum, Einari Bjarnasyni, síðar prófessor í ættfræði við Háskóla Íslands, en hann var jafnskyldur Steingrími Pálssyni og Steingrímur Gautur. Einar og Margrét áttu semsagt Guðrúnu sem varð eiginkona Steingríms Gauts. Til að ljúka þessum ættfræðiinngangi skal það sagt að Kaupmannahafnar- árin leiddu til ævilangrar stór- fjölskylduvináttu. Þegar sam- dráttur hófst með okkur hjónum urðu Steingrímur og Guðrún því fljótlega mikilvæg varða á okkar sameiginlega vegi. Hæst bar þar laufabrauðsskurð og annað jóla- hald. Þar ríkti gleði og kátína, en líka umræða sem einkenndist af því að þetta fólk var að norð- an, að það var vel menntað úr góðum skólum og hafði lesið klassískar bækur. Steingrímur var enda lög- fræðingur af bestu gerð. Hann hafði hið minnsta jafnmikinn áhuga á garðinum sínum og lög- fræði, sem og djúpri speki að austan, ásamt ljóðum frá Japan sem hann svo þýddi yfir í ís- lensku þegar árin færðust yfir. Steingrímur sameinaði í lífi sínu lífsspeki, gáfur og naumhyggju á þann hátt að til eftirbreytni er. Og svo þökkum við honum fyrir að hafa opnað Borgardóm á sunnudegi, vorið 1989. Þar gifti hann okkur og hefur fylgst með okkur síðan. Guðirnir gripu til sinna ráða og sendu páfann til Íslands og hann messaði þennan sama dag í nágrenni Borgardóms. Við þökkum bæði Steingrími og páfanum. Báðir farnir, en lifa vel í okkar huga. Haukur Hjaltason, Þóra Steingrímsdóttir. Sverrir tengda- pabbi er fallinn frá eftir nokkuð erfið veikindi síðustu vik- ur og mánuði. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum 1983 eft- ir að við Óskar felldum hugi sam- an. Mér var tekið opnum örmum og fljótlega tókst með okkur tengdaforeldrunum vinátta með ótal samverustundum, ferðalög- um meðal annars á æskuslóðir þeirra fyrir vestan. Fyrsta ferðin með þeim var áður en eldri sonur okkar fæddist árið 1988 og er ógleymanlegt þegar við gengum saman á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða, í fyrsta skipti og horfðum yfir landnám forfeðr- anna í Arnarfirði og Dýrafirði. Jó- hanna og Sverrir voru ræktarsöm um fólkið sitt og voru til staðar ef á þurfti að halda eða til að fá góð ráð við uppeldi barnanna eða ann- að. Sverris tengdapabba minnist ég sem einstaklega ljúfs fjöl- skyldumanns sem gott var að leita til og var okkur öllum sönn fyrirmynd. Hann var afar hlýr og átti auðvelt með að sýna manni væntumþykju. Samferðafólki sínu sýndi hann ávallt virðingu og var mjög orðvar. Kveð ég elsku- legan og kærleiksríkan tengda- föður minn með söknuði og þakk- læti. Þín tengdadóttir, Eiríksína (Eyja). Móðurbróðir okkar, Sverrir Helgason, er síðasti bróðirinn úr hópi systkina mömmu sem kveð- ur. Sverrir frændi var yngstur í stórum, samhentum systkinahópi og upplifðum við systkinin hann sem rólegan, góðan og traustan mann. Sverrir kom oft við hjá foreldr- um okkar í Helgamagrastræti á Akureyri þegar við vorum yngri, bæði þegar hann stundaði sín við- skipti en ekki síður þegar hann kom í þeim tilgangi að heimsækja stóru systur. Heimsóknir hans voru margar enda var honum um- hugað um að viðhalda tengslun- um við systur sína og fjölskyldu hennar fyrir norðan. Samband mömmu og Sverris var mjög náið, gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og fannst okkur alltaf eins og mamma færi í móð- urhlutverkið þegar hann kom til okkar, hún vildi passa vel upp á litla bróður sinn. Mamma naut þessara heimsókna, búandi langt frá systkinum sínum og naut þess einnig að geta aðstoðað sitt fólk. Þetta systkinatrygglyndi kom vel í ljós þegar Óskar sonur Sverris kom í menntaskóla til Akureyrar. Hann vantaði stað fyrir mors- græjurnar sínar svo hann gæti átt samskipti við heiminn. Það var nú lítið mál hjá mömmu að sonur litla bróður fengi að reisa himinhátt mastur uppi á þakinu á Helga- magrastræti og koma öllum morsgræjunum fyrir uppi á háa- lofti. Þetta varð til þess að enn sterkari bönd urðu milli þeirra systkina enda þótti Sverri vænt um þessa hjálpsemi stóru systur. Það fór líka svo að sterk tengsl mynduðust milli okkar frændsystkina, sem eru í anda Sverris og höldum við upp á það á hverju ári, þ.e. svokölluð frænda- veisla. Sverrir og Jóhanna voru glæsi- leg hjón og kunn að njóta lífsins og var fjölskyldan alltaf stór þátt- ur í lífi þeirra. Margar stundir hafa þau átt saman í fallega sum- arbústaðnum þeirra í Skorradal. Nú kveðjum við síðasta Örninn Sverrir Helgason ✝ Sverrir Helga-son fæddist 3. ágúst 1937. Hann lést 6. desember 2016. Útför Sverris fór fram 13. desember 2016. í Mjallargötufjöl- skyldunni og tekur hann flugið til nýrra heimkynna. Við vottum frændsystkinum okkar og allri fjöl- skyldunni innileg- ustu samúð. Hildur, Sigrún, Áslaug, Helga, Páll og Arnar Ásu Helga börn. Kveðja frá Lions- klúbbnum Frey Mætur og góður félagi, Sverrir Helgason forstjóri, gekk til liðs við Lionsklúbbinn Frey árið 1970, tveimur árum eftir stofnun klúbbsins. Hann var dugandi og áhugasamur Lionsfélagi og starf- aði í klúbbnum til hins síðasta. Hann var m.a. formaður klúbbs- ins og í öðrum störfum í stjórn hans, var öflugur í stjórn fjáröfl- unar- og líknarnefndar og var að- staða í fyrirtæki hans notuð til funda hjá fjáröflunar- og líknar- nefnd hin síðari ár. Sverrir var dugandi og góður félagi, mætti reglulega á alla fundi klúbbsins og tók virkan þátt í flest öllum störfum, vinnufram- lögum, ferðalögum, merkinga- ferðum og skemmtunum. Fyrir störf sín var hann sæmd- ur æðstu viðurkenningu Lions- hreyfingarinnar Melvin Jones Fellow 1996. Við félagarnir kveðjum Sverri með virðingu og þakklæti og verður hans sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þess- ari erfiðu stundu. Guðmundur J. Helgason, formaður. Með þakklæti og eftirsjá kveðj- um við Sverri, okkar góða vin og nágranna. Það var mikil blessun fyrir okkur þegar við fluttum í Brúna- landið að kynnast Sverri, Jó- hönnu og fjölskyldu og urðu þau kynni að blessunarríkri vináttu sem stóð alla tíð. Biðjum við góðan Guð að hugga, styrkja og blessa fjöl- skyldu hans og alla hans nánustu. Eyþór og Christa. Með Sverri Helgasyni er fall- inn frá styrkur samherji frum- býlisáranna, óaflátanlega greið- vikinn og hjálpsamur, einlægur og þýðingarmikill félagi og vinur. Gamlir andbýlingar frá Safamýr- arárunum syrgja Sverri og senda hans fólki einlægar samúðar- kveðjur. Hinrik Bjarnason. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Sverris Helgasonar, pabba æskuvinar míns, Helga Sverrissonar. Við Helgi erum hluti af góðum vinahópi sem hefur haldið hópinn allt frá bernskuár- um í Fossvoginum. Á þessum ár- um voru töluvert mikil samskipti við foreldra í vinahópnum og við skiptumst á að hittast á heimilum okkar við ýmis tækifæri. Það var alltaf hlýlegt og notalegt að koma inn á heimili Helga, þar sem um- hverfið var mjög afslappað. Ég man vel eftir því að Sverrir og kona hans, Jóhanna, voru sér- staklega almennileg að lána Helga bílinn sinn þegar okkur fé- lögunum datt í hug að skreppa í bíó seint um kvöld. Margar skemmtilegar minn- ingar eru frá þessum árum þar sem oft var hist á heimili Helga. Árin liðu og ég fékk alltaf fréttir af Sverri í gegnum Helga. Minn- ingin um góða foreldra Helga vin- ar míns lifa. Ég votta Helga, Boggu og allri fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Heimisson. Elskuleg móðir okkar, ástvinur, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN FINNBOGADÓTTIR, ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra, lést föstudaginn 9. desember. Útför Steinunnar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 16. desember klukkan 11. . Steinunn F. Harðardóttir, Einar G. Harðarson, Ólöf Anna Ólafsdóttir, Guðrún Alda Harðardóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær föður- og móðurbróðir, RAGNAR ENGILBERTSSON listmálari, áður Hilmisgötu 3, andaðist á heimili sínu, Hraunbúðum, þriðjudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 17. desember klukkan 11. . Engilbert Gíslason, Bryndís Hrólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Héðinn Eyjólfsson, Guðrún Fjalldal, Guðrún Eyjólfsdóttir, Snjólfur Ólafsson, Sigríður Eyjólfsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, Björn N. Jensen, Gunnar N. Jensen. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN GUÐMUNDSSON, áður til heimilis að Suðurgötu 18, Sandgerði, lést á Vífilsstöðum 10. desember. . Sigfús Kristmannsson Guðmundur Kristmannsson Anna Marie Pollestad Sigurlaug Kristmannsdóttir Jón Örn Arnarson Guðrún Kristmannsdóttir Ómar Pétursson Kristján Kristmannsson Ragnheiður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra og yndislega móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, áður að Austurbrún 29, andaðist þann 10. desember síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin verður gerð frá Víðistaðakirkju 21. desember klukkan 15. . Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg ömmusystir okkar, G. ÁGÚSTA STEFÁNSDÓTTIR GARY, lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum sunnudaginn 4. desember 2016. Fyrir hönd aðstandenda, . Stefán G. Einarsson, Ari Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.