Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
✝ Erla GuðlaugEyjólfsdóttir
fæddist 16. ágúst
1937. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu í Hafn-
arfirði 4. desember
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur
Andrésson frá
Vöðlum í Vöðlavík,
f. 28.10. 1910, d.
25.4. 1987, og Guðrún Stef-
ánsdóttir frá Núpshjáleigu í
Berufirði, f. 18.9. 1902, d. 28.1.
1990.
Erla var elst þriggja systk-
ina: Ólöf Stefanía, f. 1939, maki
Óskar Konráðsson, f. 1935, og
Andrés Pétur, f. 1942, maki
f. 28.4. 2007, Aníta Björk, f.
22.8. 2010, 3) Bergþóru Pálínu,
f. 23.6. 1978, maki Reynir
Smári Markússon, f. 2.12. 1976,
börn: Atli Már, f. 8.4. 2003, Elv-
ar Smári, f. 10.7. 2010, Bára
Dís, f. 28.2. 2014. Fyrir átti
Erla soninn Rúnar Sigurð Guð-
laugsson, f. 15.5. 1966, maki
Hulda Kristjánsdóttir, f. 1.9.
1969, börn: Kristján Ernir, f.
3.12. 1987, Eydís Erla, f. 6.3.
1990, maki Garðar Geir Hauks-
son, f. 28.6. 1989, börn: Erik
Úlfar, f. 7.6. 2013, Ernir Þór, f.
24.9. 2016, og Pétur Gunnar, f.
25.10. 1999.
Erla ólst upp á Eskifirði en á
tvítugsaldri fluttist hún suður.
Erla vann við fiskvinnslu, versl-
unar- og þjónustustörf sem ung
kona. Eftir að Erla og Björn
bjuggu sér heimili í Hafnarfirði
hélt hún utan um heimili þeirra
hjóna.
Útför Erlu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
desember 2016, kl. 13.
Rakel Benjamíns-
dóttir, f. 1947, d.
2006, sambýliskona
Rannveig Harð-
ardóttir, f. 1962.
Erla giftist Birni
Kristmanni Guð-
mundssyni, f. 26.8.
1942, frá Fáskrúðs-
firði hinn 26.12.
1970, og eignuðust
þau þrjú börn: 1)
Guðmund Stefán, f.
3.2. 1971, maki Fríða Kristín
Jóhannesdóttir, f. 19.7. 1973,
börn: Kristín Ylfa, f. 19.10.
2002, Björn Yngvi, f. 5.2. 2007,
Friðrika Ýr, f. 22.5. 2013, 2)
Eyjólf Andrés, f. 30.5. 1972,
maki Sunneva Kolbeinsdóttir, f.
23.1. 1974, börn: Eva Carmen,
Síminn hringdi rétt fyrir
klukkan átta sunnudaginn 4.
desember. Mamma er mikið
veik sagði systir mín. Innan við
tíu mínútum síðar var ég kom-
inn upp á Álfaskeið þar sem hún
hafði búið síðastliðin 36 ár.
Bráðaliðar voru mættir að fram-
kvæma lífgunartilraunir en þær
urðu árangurslausar. Hún var
farin.
Tveimur dögum áður höfðum
við systkinin setið með henni í
afmælisveislu þar sem hún sagði
við bróður minn: „Ég fer bara
snöggt.“ Hún hafði fengið ósk
sína uppfyllta því að hún vildi
alls ekki fara á öldrunarheimili
eða liggja veik á spítala. Hún
var ákveðin kona og stóð við
það sem hún sagði, því var viss-
ara að hlusta vel þegar hún tal-
aði.
Ég er fyrsta barn hennar og
naut þess að vera einbirni í sex
ár áður en bróðir minn fæddist.
Tæplega eins árs fór hún með
mig í strætó til Reykjavíkur, í
ferðalag sem endaði ekki vel.
Hvernig datt þér í hug að láta
mig vera bleyjulausan þarna?
spurði ég mörgum árum síðar.
Ég vildi ekki að þú yrðir hjól-
beinóttur svaraði hún snöggt og
brosti. En auðvitað passaði það
ekki að vera í fínum jakka með
hatt og svo með bleyju.
Hún sagði við mig hvað hún
hefði verið heppin að fá að
dansa í tíu ár áður en ég fædd-
ist og auðvitað var ég sendur í
danskennslu í nokkur ár. Þegar
ég kom heim úr skólanum beið
móðir mín eftir mér í eldhúsinu
og nú var það heimavinnan. Þar
tók við önnur kennsla og þá
þurfti að klára allt áður en ég
fékk að hlaupa út á fótboltavöll.
Eftir prófin í skólanum beið
mamma spennt yfir því að
heyra hvernig mér hefði gengið.
Hennar fyrstu viðbrögð voru að
spyrja hvort einhver hefði verið
hærri en ég. „Af hverju varst þú
ekki hæstur?“ spurði hún. Ég
man hvað mér fannst þetta
ósanngjarnt þegar hún sagði
þetta við mig í fyrsta skipti. En
síðar var ég henni þakklátur og
er þetta eflaust ástæðan fyrir
því að við systkinin fórum öll í
framhaldsnám eftir stúdents-
próf.
Þú ert alltaf örvhentur og
hvaðan komu þessi gráu hár?
sagði hún og ýtti við mér. Hvað-
an ætli þau komi nú? svaraði ég.
Hún hafði gaman af því að
syngja og tók oft aríur í eldhús-
inu og þegar ég bað hana um að
hætta bætti hún um betur og
söng þá lög með breyttum
texta, sem hún hafði samið sjálf
eflaust til að stríða foreldrum
sínum. Mig grunar að hún hafi
komist upp með ýmislegt sem
systkini hennar gátu ekki. Nú
var hún komin í ham og ekkert
annað að gera en að flýja inn í
herbergi.
Mamma vissi nöfn flestra í
ættinni og jafnvel fæðingarár.
Ég skildi aldrei þennan áhuga
hennar. Þessi hefði orðið svona
gamall hefði hann lifað og það
eru svona mörg ár síðan þessi
dó. Það kom þó fyrir að maður
nýtti sér þessa þekkingu henn-
ar. Er þessi skyldur okkur eða
hvar býr þessi núna?
Ég kveð mömmu með ljóði
sem ég samdi í barnaskóla.
Þetta sýndi hún mér fyrir
nokkrum árum og hafði geymt
eins og allt annað.
Síðasti hjartslátturinn deyr út,
tár renna.
Þú ert lögð af stað,
gegnum dimma dali, myrk göng.
Sterk dagsbirtan skín við enda
ganganna,
Þú hleypur af stað inn í nýjan heim.
Þar er friður,
þú ert komin á leiðarenda.
Rúnar Sigurður
Guðlaugsson.
Elsku mamma.
Ég sit hérna og hlusta á lagið
„Íslenska konan“, búin að
kveikja á kerti og horfi á þessa
fallegu mynd af þér. Guð hvað
mér finnst þetta fallegt lag,
finnst það hafa verið samið um
þig, mamma mín.
Þegar pabbi hringdi snemma
sunnudagsmorguninn 4. desem-
ber og bað mig um að koma upp
á Álfaskeið hvarflaði ekki að
mér að það væri komið að
kveðjustund, mamma mín.
Kannski sendir þú mér einhver
skilaboð því ég ákvað á síðustu
stundu að sækja Gumma bróður
og taka hann með mér upp á
skeið. Ég er þakklát fyrir að
hafa haft hann með mér því
þetta var erfið stund.
Við vitum að öll þurfum við
að kveðja einn daginn en þegar
kallið kemur þá er það alltaf
jafn sárt og þá sérstaklega þeg-
ar það gerist svona óvænt og
fyrirvaralaust. Þú varst eigin-
lega bara nýstaðin upp úr sóf-
anum heima hjá mér þar sem
þú horfðir á fólkið þitt taka
sporin í fjörugu afmæli og furð-
aði ég mig á því hvað þú hefðir
mikið úthald þetta kvöld. Í dag
er ég ótrúlega þakklát fyrir
þessa kvöldstund með þér, þú
varst umkring þínum nánustu.
„Hún er íslenska konan, sem
ól þig og þér helgaði sitt líf. “
Þessi orð segja margt um þig,
mamma, þú nákvæmlega gafst
þig alla í uppeldið á okkur
systkinunum fjórum og hafðir
mikinn metnað fyrir því að okk-
ur gengi vel í lífinu.
Góðvild og gestrisni skein
sterkt í gegn hjá þér, mamma.
Allir vildu heimsækja þig, öllum
leið vel í eldhúsinu á Álfaskeið-
inu þar sem ósjaldan var borin
fram jólakaka eða pönnukökur.
Tala þá ekki um hafrakökurnar
sem þú varst svo ánægð með
því þú gast nýtt afganginn af
hafragrautnum í kökurnar.
Þú barst virðingu fyrir öllum
og varst alltaf tilbúin að gleðjast
með öðrum sem var yndislegur
eiginleiki. Þú varst áhugasöm
um alla í kringum þig, áhuga-
söm um velferð og velgengi
allra hvort sem það voru nánir
ættingjar, vinir eða jafnvel bara
bekkjarfélagar okkar systkin-
anna. Þú hugsaðir til allra.
Mamma, þú varst einstök
manneskja, hlý, góð og vildir
allt fyrir alla gera.
Þú varst ættarhöfðinginn sem
leiddi fólkið saman, þú varst
límið eins og einhver sagði.
Guð hvað við eigum eftir að
sakna þín mikið, mamma mín,
og einnig barnabörnin og lang-
ömmubörnin sem eru orðin 13
talsins. Lífið verður aldrei eins
án þín, mamma, og þurfum við
systkinin, pabbi og fjölskyldan
að stilla okkur af og finna nýtt
jafnvægi án þín.
Við munum ylja okkur með
öllum þeim minningum sem við
eigum um líf okkar saman,
minningar sem við munum
halda fast í. Við huggum okkur
við þær fréttir sem við fengum
af þér að þú værir nú komin
með fulla heyrn á ný, umlukin
þínu fólki að takast á við ný
verkefni. Við vitum að þú munt
fylgja okkur áfram og leiða okk-
ur á réttar brautir eins og þú
hefur ávallt gert. Þú varst alltaf
vörn okkar, skjöldur og hlíf.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, takk fyrir allt það sem þú
varst mér og mínum. Ég elska
þig, hvíldu í friði.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Þín dóttir,
Bergþóra.
Elsku mamma varð bráð-
kvödd að morgni sunnudagsins
4. desember síðastliðinn.
Mamma hafði ekki sýnt merki
lasleika og var rúmum sólahring
áður í afmæli með fjölskyldunni,
sjálfri sér lík að spjalla og slá á
létta strengi. Á svipstundu var
veruleikinn annar, undirbúning-
urinn var enginn. Áfall, sorg og
tómleiki tók við. Ekki vorum við
tilbúin að missa mömmu en fyr-
ir árin hennar 79 ber að þakka.
Hún átti góðan eiginmann, fjög-
ur börn, tengdabörn, ellefu
barnabörn, tvö langömmubörn
og var afar stolt af sínu fólki.
Mamma var frá Eskifirði og
var elst þriggja systkina. Hún
rifjaði stundum upp hve hart
var í ári á hennar æskuárum.
Afi var löngum stundum fjarri
heimilinu í vinnu og amma sá
ein um heimilið á meðan.
Mamma rifjaði ósjaldan upp
skemmtilegar sögur af sjálfri
sér, fjölskyldu og samtímafólki.
Ekki var um að villast að Eski-
fjörður var bærinn hennar með
sinn fagra Hólmatind. Á yngri
árum starfaði mamma við fisk-
vinnslu og í kaupfélaginu. Um
18 ára aldur fór hún suður og
starfaði lengstum í mjólkurbúð.
Hún var á sínu 29. ári þegar
Rúnar bróðir fæddist og bjuggu
þau mæðgin fyrstu árin hjá
ömmu og afa sem þá voru flutt í
Hafnarfjörð. Árið 1969 kynntist
mamma pabba og hófu þau bú-
skap við Melabraut í Hafnar-
firði og þrjú börn bættust þar í
hópinn. Árið 1980 fluttum við
svo á Álfaskeið þar sem mamma
bjó ævina alla.
Mamma var dugleg og skipu-
lögð húsmóðir. Morgnarnir voru
hennar tími, vaknaði snemma
alla daga vikunnar, kom fjöl-
skyldunni á fætur og kláraði
síðan húsverkin. „Ekki geyma
til morguns það sem hægt er að
gera í dag,“ sagði hún gjarnan.
Daglega fór hún í göngutúr og
gerði til síðasta dags.
Uppeldi okkar var hennar
meginverkefni. Hún var ávallt
til staðar og þegar heim var
komið úr skólanum var heitur
matur á borðum og nýbakað
bakkelsi. Læs vorum við þegar
við hófum skólagöngu og var
hún okkar helsti kennari. Metn-
aðurinn fyrir okkar hönd var
mikill og hún gladdist mjög þeg-
ar við systkinin lukum öll lang-
skólanámi.
Mamma var límið í ættinni,
óskaði eftir og miðlaði fréttum
af ættingjunum. Heimsóknir
þeirra voru tíðar og ávallt voru
veigar á borðum enda mamma
rómuð fyrir pönnukökur og
vöfflur. Mamma var forvitin um
líðan ættingjanna og tók það
nærri sér ef eitthvað bjátaði á.
Hún var ættglögg og hafði á
orði að nöfnin kjöftuðu frá en
með nafninu einu gat hún getið
sér til um ættartengsl. Mamma
hafði ótrúlegt minni, mundi vel
afmælis- og dánardaga og
kveikti þá gjarnan á kerti til að
minnast látinna ættingja eða
vina.
Mamma var einstök og um
hana mætti lengi skrifa. Hlý og
góð kona sem lét sig sína varða,
grínaðist gjarnan og kom fólki
til að hlæja með tilsvörum og
fasi. Þín verður sárt saknað. Á
nýjan stað ertu komin, passar
upp á okkur úr fjarska. Nú ertu
komin með heyrnina á ný, slærð
á létta strengi og gleðst með
ættingjum og vinum handan
móðunnar.
Þú varst okkar fyrirmynd,
leiðarljósið sem við berum
áfram til okkar barna. Guð
blessi þig og minninguna um
þig. Ég elska þig að eilífu,
mamma mín.
Þinn sonur,
Guðmundur.
Stundin er komin. Hún gerði
ekki boð á undan sér. Ég hélt
að árin yrðu fleiri því að þú
barst ekki með þér að eitthvað
væri í vændum. Við eigum okk-
ar vitjunartíma og oft kemur
kallið þegar síst skyldi. Úr tóm-
inu kviknar lífið og í tómið
hverfur lífið aftur. Við fæðumst
og deyjum, köstum klæðum og
förum í ný. Tíminn er hverfull
eins og líf þitt sem hörfaði inn í
ljósið á einu augabragði. Og nú
rétt eins og áður fylgist þú með
hverju fótmáli okkar systkin-
anna og sérð til þess að okkur
vegni vel í lífinu.
Þú gafst þig alla í uppeldið,
Erla Guðlaug
Eyjólfsdóttir
Með nokkrum
orðum langar mig
að minnast vinar
míns og Kiwanisfélaga, Kristins
S. Jónssonar, sem reyndist mér
vel á erfiðum stundum sem ég
gekk í gegnum. Ég kynntist
þessum heiðursmanni þegar ég
gekk í Kiwanisklúbbinn Geysi í
Kristinn Sigmund-
ur Jónsson
✝ Kristinn S.Jónsson fædd-
ist 19. september
árið 1947. Hann
lést 25. nóvember
2016.
Útför Kristins
fór fram 5. desem-
ber 2016.
Mosfellsbæ. Það
var sama hvort
hann var forseti
Kiwanisklúbbsins
eða bara óbreyttur
félagsmaður, þá
var hann mjög
bóngóður, útsjón-
arsamur og með
húmorinn í lagi, al-
veg einstakur fé-
lagi.
Kristinn vildi
öllum vel og kynntist ég því
vel, því hann var frábær vinur
og félagi.
Samúðarknús til eiginkonu
og barna.
Gísli Kr. Jónsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hvassaleiti 56,
lést á Landspítalanum við Fossvog
laugardaginn 3. desember.
Útför verður gerð frá Áskirkju fimmtudaginn 15. desember
klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð.
.
Ólafur Á. Sigurðsson,
Björg Ólafsdóttir, Þröstur Guðmundsson,
Sigurður Á. Ólafsson,
Ólafur Kr. Ólafsson, Anna María Bjarnadóttir,
barnabörn og langömmubarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ERNA GUNNARSDÓTTIR,
Ofanleiti 19, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
miðvikudaginn 7. desember. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember klukkan 13.
.
Kristinn Sigurðsson,
Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir,
Jóna K. Kristinsdóttir, Sigurgeir G. Þórðarson,
Sigurður Kristinsson, Erla Ósk Guðjónsdóttir,
Óskar Kristinsson, Sonja Freydís Ágústsdóttir,
Ellý Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR ÓLAFSSON,
Dvalarheimilinu Stykkishólmi,
lést laugardaginn 10. desember. Útför hans
fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn
16. desember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á líknarfélög í Stykkishólmi.
.
Nína Erna Eiríksdóttir,
Guðný Þorvaldsdóttir, Poul Erik Boel,
Magni Rúnar Þorvaldsson, Valborg Jónsdóttir,
Ólafur Þorvaldsson,
Guðríður Þorvaldsdóttir, Gísli Bj. Konráðsson,
Jónína Þ. Þorvaldsdóttir, Hörður Þráinsson,
Aðalsteinn Þorvaldsson, Helga Hilmarsdóttir,
barnabörn og langafabörn.