Morgunblaðið - 14.12.2016, Síða 31
kenndir okkur aga og metnað,
reglusemi og virðingu. Og þótt
við værum á tíðum ódæl kunnir
þú við því ráð. Þú varst nægju-
söm og hófstillt, ákveðinn í
hverju verki. Það lærðir þú í
æsku á Hóli við Hólmatind, á
Eskifirði, þar sem að allsnægtir
voru af skornum skammti, ekki
einu sinni næg mjólk til
drykkjar og því varð kaffið
drykkurinn þinn. Að Hóli við
barnaskólann ólstu upp. Þú tal-
aðir oft um þennan skóla og
hvernig þér vegnaði þar, í þess-
um litla skrítna smábæ þar sem
allt var svo rætið og fyndið, eins
og þér oft á tíðum fannst. Nú er
Hóllinn farinn, húsið sem afi
keypti í æsku, og skólinn í eyði.
Ég man, fyrir nokkrum árum
þegar ættin kom saman, fórstu
aftur heim á Hólinn og skoðaðir
hann með mér í síðasta sinn.
Á Eiðum varstu á unglings-
árum og áttir þar minningar,
sem þú talaðir gjarnan um. Þú
fluttist suður á mölina, átján ára
gömul, og bjóst um tíma á
Kampinum í Reykjavík. Þá
dugði aurinn skammt eins og þú
sagðir svo oft. Á Kampinum, í
Reykjavík, dvaldirðu heima hjá
frænku þinni, Sigurborgu, uns
þú fluttist til Hafnarfjarðar á
Hringbrautina þar sem afi og
amma bjuggu lengst af sinni tíð.
Þú starfaðir í mjólkurbúðinni,
áttir Rúnar bróður minn, og
kynntist föður okkar, Birni
Kristmanni Guðmundssyni, eftir
að hann fluttist frá Fáskrúðs-
firði.
Á Hringbrautinni áttum við
margar góðar fjölskyldustundir
og minningar. Ég man eftir rab-
arbaranum, sem óx í garðinum
hans afa, þeim sem þú sauðst í
sultu; sunnudögunum þegar við
horfðum á þættina „Húsið á
sléttunni“ og miðvikudagskvöld-
unum þegar við horfðum öll
saman á Dallas í sjónvarpinu.
Heima á Álfaskeiðinu var mat-
urinn ávallt til reiðu í hádeginu,
þ.á m. soðinn fiskur, kartöflur
og rúgbrauð. Á sunnudögum
var svo gjarnan lambahryggur,
sem þú breyttir í kássu á kvöld-
in. Á aðfangadag jóla voru alltaf
kökur, kakó og kaffi fastur liður
rétt eftir hádegi, þegar fjöl-
skyldan kom saman. Þú varst
alveg einstök mamma, bæði
ættingjar og vinir okkar höfðu
orð á því. Þú tengdist fólki og
sýndir því áhuga. Alls staðar
hittir þú fólk og ættingja. Þú
varst eins og opin ættfræðibók
ásamt því að vera glettinn og
gerðir gys að hlutum og fólki.
Ég minnist þess þegar þú fórst í
kirkjugarðinn að hitta ætt-
ingjana; þú tafðist sökum þess
að þú hafðir hitt svo marga í
garðinum, sem þú þekktir. Þá
var hlegið og brandarinn lifir í
fjölskyldunni. Stundum sagðirðu
óvart eitthvað fyndið, sem við
vissum ekki hvort væri grín eða
alvara.
Eyjólfur A. Björnsson.
Gestrisni Erlu var alkunn og
enginn fór soltinn á braut,
hvorki í orði né á borði. Um leið
og gesti bar að voru kökur,
vöfflur og pönnukökur á borð-
um, heimabakað oft í hverri
viku. Samtölin voru innihaldsrík
og talið barst oft að ættingjum
og samferðafólki. Allir vissu að
Erla bjó að mikilli þekkingu um
ætt sína og sögu, fyrr og nú. Ef
hún vissi það ekki, vissi það
enginn, og því var alltaf hægt að
spyrja hana. Eldhúsið hennar
var eins og umferðarmiðstöð
gesta, stoppistöð ættingjanna,
einskonar samkomustaður.
Þetta gat hún allt, þrátt fyrir að
hafa misst heyrn ung að aldri,
sem óneitanlega setti henni
skorður um svo margt í lífinu.
En Erla gafst aldrei upp og
stóð alltaf í fæturna. Það gekk
henni í móðurarf, að það mátti
ekki stjana við hana en Erla
hugsaði vel um alla aðra. Þjón-
ustan var hennar dyggð, æðst
allra dyggða.
Það er mikið lán að hafa átt
Erlu að, móður mína. Hún var
minn klettur og mín eyru, hlust-
aði á mig og studdi mig. Hún
tengdist mér nánum böndum og
var okkur fyrirmynd í svo
mörgu. Oftar en ekki ræddum
við saman um lífið og tilgang
þess, um hulda heima og geima,
fólkið hinum megin og að allt
ætti sér bæði stað og stund þar
sem að tilgangur væri með öllu
og tilviljun harla fátíð. Erla var
berdreymin og trúði á lífið
handan við móðuna. Henni bár-
ust oft skilaboð í draumi sem
hún deildi með okkur, stundum
frá ættingjum sem voru farnir.
Í samtali okkar, ekki fyrir
löngu, barst í orð að þegar dyr-
unum yrði upp lokið skyldir þú
ganga inn í ljósið og óttast það
eigi. Þegar þú ert tilbúin að
kveðja opnast ljósið fyrir þér.
Síðasta samtal okkar Erlu,
móður minnar, var föstudags-
kvöldið 2. desember. Hún var
glöð og kát, enda mikil veisla í
gangi, þegar við fögnuðum fer-
tugsafmæli tengdasonar hennar.
Hún sagðir mér að hún hefði
orðið svo hissa þegar hann
bankaði upp á 16 ára gamall til
að spyrja um Bergþóru Pálínu,
systur mína, því að hún hafði
valið þennan góða dreng þegar
hann var aðeins tveggja ára.
Þannig var hún af Guði gerð.
Við sátum saman og töluðum
lengi en eftir veisluna sá ég
hana ekki meir, fyrr en að
drengurinn kom að sækja mig
eldsnemma að morgni, sunnu-
dagsins 4. desember, vegna þess
að hún varð skyndilega mjög
veik, en þá var hún farin þegar
ég kom. Þetta varð langur og
einkennilegur dagur þar sem að
fjölskyldan öll varð harmi sleg-
inn. Enginn sá þetta fyrir og
skyndilega höfðum við misst
stóran stein úr ættinni.
Móðir, þín verður ætíð
minnst og saknað, megi Guð
geyma þig og megir þú lifa í
okkar hjarta. Ég kveð þig með
ljóð mínu, Stundin:
Eitt augnablik
Í lífsins mynd,
ein urtin kvik
úr ljóssins lind.
Úr Hóli heldur
á Hólmatind,
tíminn í tómið
hverfull í fyrnd.
Stundin siglir
sundin inn,
vegur vitund
vagninn sinn.
Tíminn tekur
tollinn sinn,
visnar urtin
vorgleðin.
Halla tekur
á haustlitinn,
himnahöllin
hringir inn.
Stutt er stundin
strokin mér,
vitjun valin
voldug er.
Hrundinn hóllinn
helgur þér,
móðir mærðin
mikils er.
(Eyjólfur Andrés Björnsson)
Með kveðju frá,
Sunnevu G. Kolbeinsdóttur,
Evu Carmen Eyjólfsdóttur,
Anítu Björk Eyjólfsdóttur.
Elsku amma okkar er dáin og
það gerðist svo snögglega. Við
gátum ekki kvatt hana en okkur
langar að minnast hennar.
Amma var alltaf glöð og ynd-
isleg. Þegar við komum í heim-
sókn var hún búin að baka
pönnukökur eða vöfflur. Þegar
við héldum upp á afmælin okkar
þá mætti amma með pönnukök-
ur. Hún var pönnuköku- og
vöfflumeistari. Amma vildi vita
hvernig okkur gengi í skólanum
og íþróttum. Svo hafði amma
líka skoðun á því hvaða tóm-
stundir við ættum að stunda.
Amma vildi að Atli yrði módel
og Kristín yrði dansari. Hún gaf
sér tíma til að spila við okkur en
spilastokkurinn var alltaf á
borðinu hjá henni. Svo var hún
góð í að sauma föt, breytti föt-
unum sínum þegar hún vildi og
saumaði líka púða og dúkkuföt.
Amma heyrði mjög illa og
þurfum við að tala skýrt við
hana svo hún heyrði til okkar.
Stundum kom það fyrir að hún
gat ekki heyrt til okkar þegar
við hringdum til ömmu og afa.
Svo var amma mikill snillingur í
krossgátum en sagðist aldrei
hafa verið góð í íslensku sem er
ótrúlegt. Vonandi líður þér vel
þar sem þú ert núna. Við sökn-
um þín og munum ávallt minn-
ast þín, elsku amma.
Þín barnabörn,
Atli Már og Kristín Ylfa.
Bréf til ömmu Erlu.
Elsku besta amma mín, ég á
erfitt með að trúa að dagurinn í
dag sé raunverulegur. Ég bíð
eftir að vakna upp frá vondum
draumi. Ég var viss um að
börnin mín yrðu orðin frekar
stálpuð þegar þú myndir kveðja
okkur. En ég er ævinlega þakk-
lát fyrir góðu stundirnar sem þú
náðir að eiga með börnunum
mínum þó að stutt hafi verið og
að þú hafir fengið að eignast
þessi tvö langömmubörn. Fyrir
þig skipti fjölskyldan mestu
máli og varstu montin af stækk-
andi fjölskyldu þinni. Það hefur
alltaf verið mikill gestagangur
hjá þér enda varstu glettin og
skemmtilegur karakter. Það var
gaman að vera í kringum þig.
Ég man þau ófáu skipti sem ég
kom í heimsókn og þú varst á
leiðinni út um dyrnar. Afi var
búinn að taka bílinn út úr bíl-
skúrnum og þið bæði búin að
hafa ykkur til. Það þýddi ekki
að segja „ég kem seinna“, þú
einfaldlega slepptir öllum plön-
um til þess að geta lagt kökur
og kræsingar á borð fyrir
mann. Allir tala svo vel um þig.
Þú vildir alltaf kjafta við alla
þótt heyrnin væri slæm og þú
heyrðir ekki endilega hvað sagt
var. Þú hafðir svo gaman af
fólki og lést heyrnina ekki
stoppa þig.
Við eigum margar góður
minningar saman, elsku amma,
enda vorum við góðar vinkonur.
Það þurfti lítið til að gleðja þig.
Ég man ennþá viðbrögð þín
þegar ég dró hjartadrottn-
inguna úr spilastokknum þín-
um. Það var eins og ég hefði
unnið stærsta lottóvinninginn.
Þú sagðir mér að spilið táknaði
eitthvað gott og þú varst viss
um að lukkan myndi fylgja mér.
Lukkan hefur svo sannarlega
fylgt mér seinustu árin þangað
til í morgun. Mamma kom heim
til mín og vakti mig með þeim
fréttum að þú værir farin. Þetta
voru óvæntar og erfiðar fréttir.
Tengsl okkar voru svo sterk og
mér þykir svo vænt um þig,
elsku amma. Ég veit að þú
varst ekki tilbúin að kveðja
okkur strax en ég veit líka að
þú ert í góðum höndum. Þú átt
eftir að fylgjast með okkur,
passa upp á okkur og stríða
okkur af og til þegar tækifæri
gefst. Elsku amma, eins og þú
sagðir alltaf við mig, „þú kíkir
við hjá mér þegar þú getur“.
Þín
Eydís Erla.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
Að fá að fara í bíó,
alltaf þegar mig
langaði. Að fá alltaf
aukapening fyrir
nammi í bíó. Að fara til Reykjavík-
ur og fá að gista á hóteli. Að láta
kaupa sig til tannlæknis. Að fá
kaup fyrir að raða flöskum á sjó-
mannastofunni. Að fá að salta síld
alla nóttina tólf og þrettán ára. Að
sansa mömmu á að vera ekki í
upphlut á fermingardaginn minn.
Að láta keyra sig í Ljósvetn-
ingabúð á ball. Að láta keyra sig í
Vaglaskóg á útihátíð. Að fá lán-
aðan bílinn hvenær sem var. Að
Sigurvin Elíasson
✝ Sigurvin Elías-son fæddist 9.
janúar 1918. Hann
lést 26. nóvember
2016.
Útför Sigurvins
hefur farið fram í
kyrrþey.
hlaupa með honum
yfir nýrunnið hraun
á Gjástykki. Að vera
alltaf til staðar.
Að vera svo skiln-
ingsríkur þegar ég
skildi og kom með
annan maka.
Þetta er lýsing á
stjúpa mínum, sem
vildi allt fyrir mig
gera. Þó að ég væri
mikið fiðrildi fann
hann alltaf lausn sem við gætum
mæst á. Það var ólýsanleg tilfinn-
ing að fá allt í einu pabba, pabba
sem var svo skilningsríkur og góð-
ur. Við áttum ágætlega saman, þó
að við værum ekki alltaf sammála.
Það eru góðar minningar sem ylja
manni þegar einhver sem maður
metur mikils hverfur á braut.
Takk fyrir allt.
Þín stjúpdóttir,
Þórhalla.
Hryggðar hrærist
strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
(H.A.)
Elskuleg vinkona mín og fóst-
ursystir lést langt um aldur
fram fyrir röskum tveimur ár-
um, þann 24. nóvember 2014. Í
dag hefði hún orðið 75 ára hefði
henni auðnast líf.
Drífa Jónsdóttir
✝ Drífa Jóns-dóttir fæddist
14. desember 1941.
Hún lést 24. nóv-
ember 2014.
Útför Drífu fór
fram 4. desember
2014.
Drífa var fædd á
Klukkufelli í Reyk-
hólasveit, en þar
bjuggu foreldrar
hennar, Jón og Val-
gerður, stórbúi.
Ég átti því láni
að fagna að vera
þar í sveit í fjögur
sumur. Þar naut ég
góðs atlætis og
hlýju. Með þátt-
töku eftir getu í
daglegum bústörfum þroskaðist
maður og lærði margt gagnlegt.
Það var mikil gæfa fyrir borg-
arstúlkuna að fá að kynnast
sveitalífinu og því góða fólki sem
þar bjó.
Mér er efst í huga innilegt
þakklæti fyrir okkar góðu kynni
og samveru, sem ég bjó að alla
tíð.
Guð blessi minningu hennar.
Jensína Sigurborg
Jóhannsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
HALLVARÐUR EINVARÐSSON,
fyrrverandi ríkissaksóknari,
lést 8. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
20. desember klukkan 13.
.
Erla Magnúsdóttir Kjærnested,
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Gísli I. Þorsteinsson,
Einar Karl Hallvarðsson, Þórhildur B. Þórdísardóttir,
Sunna Ólafsdóttir, Þröstur Jóhannsson,
Anna Sigurveig Ólafsd., Björn Magnússon,
Ragna Ólafsdóttir,
Emil Ólafsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARNHEIÐUR HJARTARDÓTTIR,
lést 9. desember á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju þriðjudaginn 20. desember
klukkan 13.
.
Sigrún Hjördís Pétursdóttir, Kristinn Kristjánsson,
Sigurður J. Pétursson,
Sverrir Pétur Pétursson, Ólöf Birna Garðarsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Brynjólfur Smárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Nokkur þakkar-
orð til góðrar konu
sem ég kynntist í
barnæsku. Það var
hún Ásta, mín góða vinkona og
mamma hennar Hildar, æsku-
vinkonu minnar. Ásta andaðist
26. nóvember síðastliðinn, 98 ára
að aldri. Það var árið 1949 sem
ég kom fyrst með Hildi heim að
Bústaðablokk til Ástu og Helga,
sem þar bjuggu ásamt dætrun-
um Hildi og Bryndísi, síðan hef-
Ásta B.
Ágústsdóttir
✝ Ásta B. Ágústs-dóttir fæddist
28. ágúst 1918. Hún
lést 26. nóvember
2016.
Útför Ástu fór
fram 7. desember
2016.
ur þessi vinátta
haldist.
Ásta var einstök
kona, blíð og góð.
Það var líka gott að
hlæja með henni
Ástu. Það gátum
við í símtölum og
gerðum í gegnum
árin. Hún var
ljúflingur í alla
staði og allt hennar
fólk fékk að njóta
þess, enda var mikill samhugur
á milli þeirra. Það er ríkidæmi
að hafa haft hana Ástu svona
lengi hjá sér.
Elsku Hildur, Bryndís og fjöl-
skylda. Hugheilar samúðar-
kveðjur frá mér og mínum.
Góð kona er gengin.
Sveinsína (Sína).
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið
á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
Bjarni Guðjónsson
✝ Bjarni Guð-jónsson fæddist
25. desember 1931.
Hann lést 29. nóv-
ember 2016.
Útför Bjarna fór
fram 10. desember
2016.
þá fær að hljóma lífs-
ins ljóð
og lag sem tilgang hef-
ur.
Ef minning geymir ást
og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Hvíldu í friði,
elsku pabbi.
Hafdís Björg, Una Birna,
Kristinn, Guðjón, Katrín
Erla og Jón Þór.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar