Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 34

Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda,á 60 ára afmæli í dag. „Árin eftir hrun voru mjög góð og til við-bótar lágu gengi var hækkun á verði skinna. Það féll síðan og þetta ár hefur verið rekið með miklu tapi, en nú horfir til betri vegar. Frá því í september er verðið aftur farið að hækka og góðar líkur á því að það haldi áfram. Framboð á skinnum hefur líka minnkað gífurlega og ef markaðslögmálin virka þá mun verðið halda áfram að hækka.“ Björn býr á Akri í Hofsárdal í Vopnafirði og er þar í búskap ásamt mágkonu sinni og bróður. „Svo á konan mín smá hlut í þessu. Við erum með mjólkurkýr, kindur og minka og slatta af skógrækt og smá æðar- dún, svona sitt lítið af hverju.“ Björn hefur mjög gaman af því að ferðast og var staddur á flugvell- inum í Frankfurt þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. „Við erum á leiðinni til Síle og Falklandseyja, en ég hef aldrei komið til Suður- Ameríku. Við verðum komin inn á hótel í Síle í fyrramálið og ég býst við að verða sofandi á afmælisdaginn. Ég fór í burtu til að þurfa ekki að halda upp á afmælið og ætla því ekki að halda upp á það einhvers staðar annars staðar.“ Eiginkona Björns er Else Möller, verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Hún er helsti jólatrjáasérfræðingur landsins. Ég á einn son, Bergþór Björns- son sem er læknir í Nyköping, og tvö barnabörn, stúlku sem er 9 ára og strák sem er 3 ára.“ Ljósmyndari/Hörður Kristinsson Bóndinn Björn er með fjölbreyttan búskap í Vopnafirði. Sofandi í Síle á afmælisdaginn Björn Halldórsson er 60 ára í dag H annes Pálmi Pét- ursson fæddist á Sauðárkróki 14. des- ember 1931 og ólst þar upp. Fyrir fimm árum gaf Hannes út endurminn- ingabók sem nefnist Jarðlag í tím- anum – minningamyndir úr barn- æsku, og hefst hún svo: „Ég stend í gömlum sporum á Nafabrúninni fyr- ir ofan Sauðárkrók sunnan Kirkju- klaufar, skyggnist um, kann samt utan að það sem ég sé, þekki það ekki síður en línurnar í lófa mínum. Hingað hraða ég mér alltaf þegar leiðin liggur á slóðir uppvaxtarára minna.“ Á þessum stað hefur verið komið fyrir heiðurstákni um Hannes. Náms- og starfsferill Hannes varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1952, var við nám í germönskum fræðum við há- skólana í Köln og Heidelberg 1952- 54 og lauk kandídatsprófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hannes var útgáfustjóri Smá- bókaflokks Menningarsjóðs 1959-69 og Alfræði Menningarsjóðs 1972- 76. Hann sat í ritstjórn Skagfirð- ingabókar, ársrits Sögufélags Skag- firðinga, 1966-73 og hefur annast útgáfu margvíslegra annarra rita frá 1957. Þegar Hannes var aðeins 23 ára, kom út fyrsta ljóðabók hans, Kvæða- bók, sem vakti þegar mikla athygli. Síðan þá hefur hann sent frá sér fjölda bóka, bæði ljóðabækur, fræði- bækur, frásagnarþætti, smásögur og ferðasögur, auk nokkurra þýð- inga. Hannes hefur hlotið viðurkenn- ingar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Eldhyl árið 1993, Silfur- hestinn, bókmenntaverðlaun dag- blaðanna 1973, þýsku Henrik Stef- fens-verðlaunin 1975 og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2012. Hann er heiðursfélagi Rithöfunda- sambands Íslands og hefur verið í heiðurslaunaflokki listamanna frá 1983. Bækur eftir Hannes hafa verið þýddar á nokkur erlend tungumál og fjórar ljóðabóka hans, Stund og staðir, Innlönd, Heimkynni við sjó og 36 ljóð, hafa verið lagðar fram til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. „Núna fæst ég helst við bók- menntafræði, er til dæmis að grúska í ljóðum eftir ýmis skáld. Svo hef ég undanfarið unnið að nýrri útgáfu á öllu því sem ég hef skrifað um þjóð- leg fræði og kemur út í tveimur bindum á næsta ári.“ Hannes Pétursson rithöfundur – 85 ára Við Reykjavíkurtjörn sl. haust Frá vinstri: Haukur, Ingibjörg, Ingibjörg Fía, Hannes og Hannes Pétur. Stendur í gömlum sporum með útsýni til allra átta Í dag eiga okkar elsku amma og afi, Guðrún Eyberg og Sæ- mundur Árnason, 55 ára brúð- kaupsafmæli. Afi og amma eru okkur miklar fyrirmyndir. Þau eru ævintýragjörn, fróðleiksfús, kærleiksrík, skemmtileg, ráða- góð og full af visku og húmor. Til hamingju með daginn. Okkar bestu kveðjur, barnabörnin sjö. Árnað heilla 55 ára brúðkaupsafmæli Þór Gunnlaugsson læknamiðill á 70 ára afmæli í dag. Hann starfaði sem lögreglumaður í 43 ár innanlands sem utan og fór á eftirlaun árið 2006 þegar hitt starfið í lækningum að handan fór að auka bankið og hefur sinnt því síðan. 70 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.