Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Þetta verður bara svona stutt og laggott í hádeginu,“ segir Andri Björn Róbertsson bassabarítón um hádeg- istónleika í Hannesarholti klukkan 12.10 í dag. Andri Björn og Ruth Jenkins-Róbertsson sópran munu þar flytja ljóð, aríur og jólalög ásamt Kristni Erni Krist- inssyni píanóleikara. „Þetta eru mikið til lög sem við höf- um sungið áður en eitthvað nýtt líka.“ Að sögn Andra Björns samanstendur efnisskráin af ís- lenskum sönglögum, þýskum ljóðum, óperuaríum, jóla- lögum og enskum þjóðlögum. „Við syngjum til dæmis „Það á að gefa börnum brauð,“ aríur eftir bæði Berlioz og Ambroise Thomas og síðan þýsk ljóð eftir Mendels- sohn, Schubert, Brahms og Loewe. Það verður fjöl- breytni í efnisskránni.“ Auk þess eru á efnisskránni íslensku sönglögin „Vísur Vatnsenda-Rósu“ í útsetningu Jóns Ásgeirssonar og „Þú ert“ eftir Þórarin Guðmundsson. „Svo erum við með þjóðlög frá Tyneside í Englandi þaðan sem Ruth er og við búum,“ segir Andri Björn. Sum lögin syngja þau sitt í hvoru lagi en önnur saman. Margverðlaunuð og mikið að gera Andri Björn lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og flutti haustið 2010 til Englands þar sem bæði hann og Ruth námu söng við Royal Academy of Music í London. Síðan þá hafa þau sungið í óperum og á tónleikum víðsvegar um heim og bæði unnið til fjöl- margra verðlauna. Ruth vann önnur verðlaun í Hilde- gard Zadek-keppninni í Vínaborg árið 2015 og hefur einnig hlotið Pavarotti-verðlaunin, svo eitthvað sé nefnt. Andri Björn var HSBC-verðlaunahafi á Aix en Provence-tónlistarhátíðinni árið 2014 og var tilnefndur sem Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2013. Ruth og Andri Björn héldu síðast sameiginlega tón- leika á Íslandi árið 2012 enda er mikið að gera hjá þeim báðum. Ruth hefur til að mynda túlkað hlutverk Fras- quita í Carmen, Norina í Don Pasquale, Papagena og Næturdrottninguna í Töfraflautunni en auk þess komið fram í Wigmore Hall, King’s Palace og víðar. Þá var Ruth listakona mánaðarins í Opera Now í febrúar 2014. Andri Björn hefur að sama skapi verið upptekinn við óperur, ljóðasöng og fleira. Hann hefur meðal annars sungið í Jóhannesarpassíu Bachs, Messíasi Handels og sálumessu og krýningarmessu Mozarts. Þá er hann í hópi svokallaðra Harewood-listamanna hjá ensku þjóð- aróperunni sem býður söngvurum framúrskarandi þjálf- un og tækifæri til að koma fram með einni stærstu óperu heims. Undanfarið ár hefur Ruth meðal annars sungið Næturdrottninguna í Töfraflautunni með Nýsjálensku óperunni og Andri Björn söng hlutverk Angelotti í Toscu með ensku þjóðaróperunni. Framundan hjá Andra Birni er hlutverk Ceprano í Rigoletto með ensku þjóðaróper- unni og mun Ruth meðal annars flytja Carmina Burana í Aldeburgh á nýju ári. „Það er nóg um að vera.“  Hádegistónleikar í Hann- esarholti klukkan 12.10 í dag  Jólalög, þjóðlög og fleira Sjarmör Andri Björn var tilnefndur sem Bjartasta von- in á íslensku tónlistaverðlaununum árið 2013. „Fjölbreytni í efnisskrá“ Bók skáldsins og rapparansKött Grá Pje, Perurnar ííbúðinni minni, er full afsögum; mislöngum prósa- brotum þar sem dansað er á mótum forma sem kölluð hafa verið prósa- ljóð, smáprósar, örsögur, stuttar smásögur, fant- asíur, anekdótur – höfundurinn kallar þetta ein- faldlega texta og á það víðfeðma orð ágætlega við um fjölbreytileg verkin í bókinni. Í henni eru hátt í annað hundrað textar, frá tæplega einni línu að lengd („Langhlaup“: Einlægt sjálfs- hatur er langhlaup. (16)) upp í eina blaðsíðu eða svo. Höfundurinn, eða sá sem talar til lesandans, fjallar um innihaldið í síð- asta textanum, sem er stuttur, „Sög- urnar í þessari bók“: Í þessari bók eru engar líkingar nema einsog. Sögurnar í þessari bók ber að lesa bókstaflega þó einhverjum kunni að þykja þær barnalegar (90). Fyrir- mælin að lestri loknum, að sögurnar beri að taka bókstaflega, eru írónísk enda innihaldið mikið á lendum fant- asía og furða. Dregnar eru upp myndir af hversdagslegum veruleika þar sem eitthvað óvænt gerist, alls ekki er allt sem sýnist, eða upplýst um hliðar á heiminum sem lesand- anum hefur verið ókunnugt um. Í einum texta rignir fólki fram af svöl- um blokkar með lök bundin um hálsa eins og skikkjur; á Arnarnesi hrynur turn gerður úr tánöglum góðborg- ara; svipur þýsks greifa birtist sögu- manni ætíð í sturtu; maður nokkur var svo „villtur í draumi að þegar hann vaknaði þorði hann ekki fyrir sitt litla líf út úr svefnherberginu“; og í Fógetagarðinn er kominn stálgrár „kafbátur með beyglaða sjónpípu og skiptist á merkjasend- ingum við herkastalann. Loftið er lævi blandið. Kærleikssendingar liggja niðri. Hér er tekist á um óræð- ar dyggðir og vammlausir kettir halda sig fjarri“ (56). Og fyrst minnst er á ketti, þá koma þeir víða fyrir í textunum og eru slægir, óræðir, og hafa manninn undir í textanum „Kattakúpullinn“, þar sem allir íbúar borgar drepa sig smám saman eftir að ægilegur kúp- ull hefur verið reistur yfir hana og enginn lifði nema kettir og átu „eig- endur sína heitna og önnur hræ. Og undir kúplinum varð ríki kattanna. Þeir eins og mannfólkið áður fögn- uðu ævarandi blíðviðri. Eru á þann eina hátt líkir mönnum“ (89). Textar Kött Grá Pje eru æði mis- jafnir og misáhrifamiklir. Þeir bestu eru áhugaverður skáldskapur, hnyttnir, frumlegir, kveikja óvæntar myndir í huga lesandans, vel mótaðir og byggðir, en aðrir ná ekki flugi, óskáldlegar gaman- eða furðusögur sem eru sumar hreinlega banal. Þá gerir höfundurinn nokkuð af því að draga ályktun í lok ýmissa texta, út- skýra innihald eða hnykkja á, í stað þess að treysta þeim fyrir sigling- unni inn í skilning þess sem les. Því hefðu höfundur og yfirlesarar hans mátt ganga harðar fram við að skera ófleygu textana frá hinum betri, því bókin líður nokkuð fyrir þá, heildar- upplifunin verður ekki jafn ánægju- leg og betri hlutar verksins verð- skulda. Hönnun og umbrot Jóns Ágeirs er framúrskarandi og vinnur vel með textunum. Kápan vísar á hugvits- samlegan hátt í þekktan umbúnað ljósapera og á milli textanna á síð- unum má síðan sjá alls kyns skrúfur og nagla, misskakka og beyglaða, ganga inn í síðurnar og má sjá text- ana hanga á þeim. Perurnar í íbúðinni minni er at- hyglisvert byrjandaverk, þótt skerpa hefði mátt betur á textaval- inu. „Síðdegis í janúarlok“ er gott dæmi um einn þeirra bestu, hvar skáldið nær að skapa mynd með vel lukkuðum líkingum sem lifna: Þegar þú skrúfar frá vatninu þyrlast matarleifar upp dálítið svona eins og marflær í flæðarmáli og þú kippir að þér höndunum og þig hryllir við, en kemur fljótt til sjálfrar þín og klökknar vegna barnanna. Það er farið að snjóa. (60) Kött Grá Pje Fyrsta bók hans er „athyglisvert byrjandaverk“. Fólki rignir fram af svölum Textar Perurnar í íbúðinni minni bbbnn Eftir Kött Grá Pje. Bjartur, 2016. 96 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Janúarsýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 17/12 kl. 13:00 22.s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 18/12 kl. 13:00 23.s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 4/1 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðasta sýning. Ræman (Nýja sviðið) Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Jólaflækja (Litli svið ) Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas. Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Jesús litli (Litli svið ) Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas. Margverðlaunuð jólasýning Hún Pabbi (Litla svið ) Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 37.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Þri 20/12 kl. 19:30 Forsýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Mið 21/12 kl. 19:30 Aðalæfing Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 14:30 Sívinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins 12 árið í röð Jólakósí með Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs (Þjóðleikhúskjallari) Lau 17/12 kl. 18:00 aukatónleikar Lau 17/12 kl. 21:00 Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs syngja inn jólin í rólegheitastemningu. Gott fólk (Kassinn) Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Gísli á Uppsölum (Kúlan) Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 16/12 kl. 20:00 Tilraunasýn Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.