Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 44

Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fólk beðið að fylgjast með spám 2. Íbúar Aleppo kveðja umheiminn 3. „Ég ætla aldrei aftur að prófa … 4. Sendi pabba skilaboð og bað um hjálp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Haldið verður ljóðakvöld á Norður- bakkanum, bókakaffinu í Hafnarfirði, í kvöld kl. 20. Þar lesa upp úr verkum sínum Þorsteinn frá Hamri, Kristian Guttesen, Sigurbjörg Þrastardóttir og Sunna Ross. Kynnir er Birgitta Jónsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Skáldin lesa upp úr verkum sínum  Rithöfundar lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum í Bíó Para- dís í kvöld kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Lilja Sig- urðardóttir les upp úr Netinu, Sigríður Hagalín Björnsdóttir úr Eylandi, Hallgrímur Helgason úr Lukku, Sverrir Norland úr Fyrir allra augum, Ragnar Jónas- son úr Drunga og Kött Grá Pje úr Perunum í íbúðinni minni. Upplestur höfunda í Bíó Paradís í kvöld  Jólaboð til þín er yfirskrift styrkt- artónleika sem haldnir verða í Akur- eyrarkirkju í kvöld kl. 20. Kynnir er Hildur Eir Bolladóttir, prestur kirkj- unnar, og meðal þeirra sem koma fram eru Magni Ásgeirsson, Marína Ósk, Elvar Jónsteinsson, Halla Ólöf Jónsdóttir og Rúnar Eff, sem skipuleggur tónleikana. Jólaboð til þín í Akureyrarkirkju Á fimmtudag Gengur í austan og suðaustan 18-23 m/s með tals- verðri rigningu og hita 1-6 stig, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Vestan 18-23 með skúrum eða éljum syðra um kvöldið og kólnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 15-23 m/s austantil, en annars norðvestlæg átt, 8-15, hvassast á annesjum. Víða talsverð rigning og slydda inn til landsins vestantil, en úrkomulítið norðaustantil. VEÐUR Skýringar þýska handknatt- leiksfélagsins Füchse Berlin á brottvikningu þjálfarans Erlings Richardssonar í gær eru ekki merkilegar. „Þess vegna voru búnar til einhverjar einfaldar ástæður eins og getið er um að framan í greininni um stjórn- unarstíl Erlings eða of fáa sigra til að leita að ástæðum til að segja Erlingi upp þegar ekki var hægt að kvarta yfir árangurs- leysi,“ segir Ívar Benediktsson í fréttaskýringu. »1 Skýringar Füchse ekki merkilegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir er 18 ára körfuknattleiksstúlka í Keflavík sem er þegar komin í lykilhlutverk hjá efsta liði Dominos-deildarinnar. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari henn- ar, segir óhikað að með sama áframhaldi verði hún fljótlega í stóru hlutverki í landsliði Ís- lands þar sem hún fékk sín fyrstu tækifæri í síðasta mánuði. »2 Fljótlega í stóru hlut- verki í landsliðinu ,,Menn hér tala um það að ég hafi fengið góða kennslu í Hollandi en ein- hvern tímann verða drengir að verða að mönnum. Þetta er svolítill drengjafótbolti á köflum í Hollandi. Hér er harkan meiri og maður hefur þurft að taka skref fram á við og ég á eftir að taka fleiri skref,“ segir Hjört- ur Hermannsson, leikmaður danska liðsins Bröndby. »4 Meiri harka og hef þurft að taka skref fram á við ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Með þessu vildum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning og um leið benda á hve stóran sess leikstofan skipar í bataferli krakkanna,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir, móðir barns sem greinst hefur með krabbamein og félagsmaður í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB), í samtali við blaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að í gær tók mömmuhópur innan SKB sig saman og blés til fögnuðar til heiðurs Sigurbjörgu A. Guttorms- dóttur, leikskólakennara á leikstofu Barnaspítala Hringsins, en hún verður sextug nk. fimmtudag. Á leikstofunni starfa þrír leik- skólakennarar í tveimur stöðugild- um og vinna þeir með börnunum í rólegu og barnvænu umhverfi, en þar er lögð áhersla á að koma til móts við þarfir hvers barns í gegn- um leik og skapandi störf. „Krakkarnir geta mætt þangað og fengið mikilvægt tækifæri til að gleyma sér – einbeita sér bara að því að föndra, spila eða leika. Konurnar sem vinna á leikstofunni hafa því létt mjög á okkur á erfiðum tímum og veitt um leið dýrmæta hjálp,“ segir Sigríður og bætir við að ef börnin séu of veik til að geta mætt á leik- stofuna – þá hafa leikskólakenn- ararnir gjarnan mætt á sjúkrastof- una til þeirra í staðinn. „Þetta finnst mér mjög mikilvægur hluti í öllu þessu ferli,“ segir hún. Fjölbreytt og gefandi starf Sigurbjörg, oftast kölluð Sibba, hefur unnið með börnum á leikstof- unni í 27 ár. Hún segir framtak mömmuhópsins hafa komið sér mjög á óvart. „Maður átti nú alls ekki von á þessu, en þetta kemur auðvitað skemmtilega á óvart,“ segir hún. Aðspurð segir Sibba aðstöðuna á leikstofu spítalans afar góða þó að alltaf megi gera betur og fjölga starfsfólki. „Aðstaðan er mjög góð og hér er eitthvað fyrir alla og þá meira að segja foreldrana, en við sinnum að meðaltali 15 til 17 börnum á dag og er starfið því afar fjölbreytt en um leið mjög gefandi, segir hún. Góður staður til að slaka á Þá segir Sibba afar mikilvægt að bjóða upp á þjónustu sem þessa inn- an veggja spítalans svo börnum líði sem best á meðan meðferð þeirra stendur þar yfir. „Okkur finnst mjög mikilvægt að bjóða upp á þessa þjónustu, en líkt og við vitum öll, þá er verið að kippa börnum út úr sínu umhverfi og þau færð inn í framandi aðstæður. Því teljum við nauðsynlegt að veita góða þjónustu svo börnunum líði betur í þessu ókunna umhverfi,“ segir hún og bætir við að á leikstofunni geti börn jafnt sem foreldrar slakað á. Sibba á leikstofunni heiðruð  Mömmurnar segja stuðninginn ómetanlegan Morgunblaðið/Árni Sæberg Á sjúkrahúsi Sigurbjörg Guttormsdóttir leikskólakennari fékk þakklætisvott fyrir störf sín á leikstofunni. Afmæliskveðja Sibba fékk m.a. þetta skemmtilega kort frá hópnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.