Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 til íhugunar fyrir hvern dag ársins 366 íhuganir, ýmist saltar eða sætar, sem skilja eftir mismunandi eftirkeim hjá lesandanum. Hér er íhugað um viðfangsefni daglegs lífs eins og kvíða, reiði, samskipti, tilgang, gleði, þakklæti, trú og efa, kærleika og ást. SKÁLHOLTSÚTGÁFAN kirkjuhusid.is „Það er skrýtin tilfinning að standa erilsama helgarvakt á Landspítala og ganga stofugang með sjúklinga inni á kaffistofum, göngum og aðstandenda- herbergjum. Vegna plássleysis verð- ur að koma rúmum og öðrum tækjum fyrir frammi á gangi þar sem geymslur verður að nýta undir ann- að.“ Þetta sagði Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, í pistli á Face- book-síðu sinni í gær. Hann gagnrýn- ir stjórnvöld harðlega og spyr hvort stjórnmálafólk úr öllum flokkum hafi gleymt kosningaloforðum. Rólegt en spítalinn að springa „Ég er búinn að vera heima að vinna í rúm 12 ár síðan ég kom úr sér- námi. Ég hef oft upplifað smá krísur, að það vanti legupláss og það kreppi að, en ég man ekki eftir þessu svona. Það er ekkert sérstakt í gangi núna; engir inflúensufaraldrar eða nóróvír- us og það hafa ekki verið nein stórslys,“ sagði Tómas í samtali við mbl.is í gær og benti á að ástand- ið ætti að vera ró- legt á spítalanum en samt væri fólk í sjúkrarúmum á göngum spítalans. Á öllum deildum, nema krabbameinsdeildinni, séu sjúklingar á göngum eða kaffistofum. „Við erum að sigla inn í jólin og það er lítið af aðgerðum og samt er spítalinn alveg að springa,“ sagði hann. Þá truflar það Tómas mikið að sú þjónusta sem hægt sé að bjóða upp á sé einfaldlega ekki nógu góð fyrir sjúklingana, sem oft sé eldra fólk er hafi borgað sitt til samfélagsins og eigi gott skilið. „Að þurfa að liggja á gangi og tjá sig um mjög erfið málefni; það er ekki sjálfgefið að gera það á bak við eitt- hvert færanlegt skilrúm og hafa ekki snyrtiaðstöðu eða rafmagnsbjöllu. Svo er þetta líka gríðarlegt álag fyrir starfsfólk að þurfa að vinna við svona ástand,“ sagði Tómas og bætti við að aukinn straumur ferðamanna þýddi að fleiri erlendir ferðamenn þyrftu að leita á spítalann á næstunni. Hver eru skilaboðin? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs vanti tæpa sex milljarða upp á. Spítalinn fái 54 milljarða en vanti 60. „Mér finnst þetta eins og blaut tuska framan í okkur, starfs- fólkið hér á Landspítala. Ekki síst þegar stjórnvöld eru sífellt að minna á að hér er góðæri og einhver mesta hagsveifla sem hefur þekkst á Íslandi. Þá spyr maður sig hver eru skila- boðin? Hver er skýringin á því að þetta er svona?“ johann@mbl.is Eins og blaut tuska framan í starfsfólkið  Hjartaskurðlæknir gagnrýnir stjórnvöld harðlega í pistli Tómas Guðbjartsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lausaganga búfjár á og við þjóð- vegina á ekki að eiga sér stað, enda stórhættuleg sérstaklega á fjölförn- um leiðum eins og hér á Kjalarnes- inu. Þarna verður að grípa til úrbóta og aðgerða og ég veit að verið er að vinna í málinu,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í um- ferðardeild Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Í Morgunblaðinu um helgina var rætt við Auroru Friðriksdóttur, íbúa á Kjalarnesi, sem kom að slysi á dögunum þegar stóð hrossa hljóp skyndilega í veg fyrir bíl á móts við Móa á Kjalarnesi, með þeim afleið- ingum að tveir bílar skemmdust og aflífa þurfti eitt hross. Aurora lenti sjálf í svip- uðu tilviki fyrir tveimur árum og fyrir vikið kveðst hún vera mjög vör um sig þegar hún ekur þarna um. Kunnugir benda á að verulega auki á hættuna að á Kjalarnesinu sé ökuhraði oft tals- verður, sem aftur leiði af sér harðari árekstur við hrossin þegar og ef slíkt gerist. „Ég hef sjálfur lent í því að vera á akstri þarna á Vesturlandsveginum og sjá skyndilega hross á veginum beint fyrir framan mig í myrkrinu – svo þau strukust við bílinn. Auðvitað geta alltaf orðið óhöpp og hross sloppið út úr girðingum eða slíkt. En þessum vanda verður að taka á. Þetta er sérstaklega alvarlegt núna í allra svartasta skammdeginu,“ segir Guðbrandur, sem sjálfur býr á Kjalarnesi og þekkir málavexti því frá fleiri en einni hlið. Fram hefur komið að Matvæla- stofnun, tryggingafélaginu, land- vörðum Reykjavíkurborgar og land- eigendum sé kunnugt um málið og er beðið aðgerða úr þessum áttum. Sérstaklega alvarlegt í svartasta skammdeginu  Þörf á aðgerðum vegna lausagöngustóðs á Kjalarnesi Guðbrandur Sigurðsson Hrafninn flaug um aftaninn og það í blóðrauðu sólar- lagi. Hann var væntanlega að koma úr ætisleit meðan birtu naut, en þessa dagana er rétt skíma í fáeinar klukkustundir um miðjan daginn. Á miðvikudag, 21. desember, eru vetrarsólstöður. Upp úr því fer dagur- inn að lengjast að nýju. Morgunblaðið/Eggert Vetrarsólstöður á miðvikudag Hrafninn blakar vængjum í blóðrauðu sólarlagi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, segir að ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ekki þrýst á um að fá fjármuni frá alþingi vegna framkvæmda á umferðarmann- virkjum í borginni sé sú að árið 2012 hafi verið samið við Vegagerðina og hið opinbera um að fá allt að einum milljarði á ári til tíu ára til þess að byggja upp almenningssamgöngur. Í stað- inn myndi Reykjavík ekki ráðast í stórar framkvæmdir á borð við mis- læg gatnamót á tímabilinu. Aukinheldur segir Hjálmar sér- fræðinga segja það engu breyta þótt byggð verði mislæg gatnamót því framtíðarspár um umferðarþunga sýni að gatnakerfið muni springa ef umferð vegna einkabílsins eykst á sama hraða og hún hefur gert liðna áratugi. „Samkomulagið fólst í því að Vegagerðin væri ekki skyldug til að fara í gríðarlega dýrar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót og Sundabraut. Þess í stað að fjármagn- ið yrði sett í vistvænar almennings- samgöngur. Bílaumferð er ekki eini samgöngumátinn, heldur ein tegund samgöngumáta,“ segir Hjálmar. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þing- maður Reykjavíkurkjördæmis norð- ur, sem á sæti í fjárlaganefnd Al- þings, sagði í samtali við Morgun- blaðið á laugardag að flest eða öll sveitarfélög landsins þrýstu á um fjármuni til samgöngumannvirkja. Reykjavíkurborg hefði hins vegar tekið öll umferðarmannvirki af skipulagi og því væri tilgangslaust að setja fjármuni í verkefni sem ekki væri hægt að framkvæma. Allt verður stopp Hjálmar segir að umferðarsér- fræðingar hafi dregið upp þá sviðs- mynd að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir allsherjar umferðarteppu á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni væri að fleiri veldu sér annan sam- göngumáta en einkabílinn. „Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Ef umferð eykst eins mikið til ársins 2040 og hún gerði árin 1987- 2012 þá verður hér allt stopp. Jafn- vel þótt settir yrðu margir tugir milljarða í að byggja mislæg gatna- mót,“ segir Hjálmar. Hann segir að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þessi sviðs- mynd rætist sé sú að ferðamátar breytist. „Það þýðir ekki að allir eigi að hjóla, ganga eða fara í strætó, heldur að hærra hlutfall fólks geri það en nú,“ segir Hjálmar. Mislæg gatnamót duga ekki vegna umferðarþunga Morgunblaðið/Ómar Öngþveiti Umferð mun aukast mik- ið í Reykjavík á næstu áratugum. Hjálmar Sveinsson  Áhersla því á almenningssamgöngur Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að samningurinn sem gerður var til tíu ára sé ágætur sem slíkur. Hann þýði þó ekki að ekkert þurfi að gera á tímabilinu. „Ég tala nú ekki um þegar kemur að öryggi í borginni. Við höfum lagt fram tillögur eins og að setja Miklubrautina í stokk við Hringbraut. Þar muni það bygg- ingarland sem verður til að mestu borga framkvæmdina. Það bíður í nefnd. Við höfum lagt til að setja Geirsgötu í stokk. Meirihlutinn felldi það,“ segir Halldór. Þá segir hann sjálfstæðismenn hafa lagt til byggingu göngubrúa víða um borgina. „Meirihlutinn hefur bara ekki áhuga á þessu. Þess í stað er fjármagni varið í að þrengja götur. Það hægir á umferð og veldur meiri mengun á þeim stöðum,“ segir Halldór. Öryggismálin sitja á hakanum SAMNINGURINN ÞÝÐIR EKKI AÐ EKKERT ÞURFI AÐ GERA Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.