Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 6

Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Samkomur af ýmsum toga og notaleg samvera ein- kenna aðventuna hjá mörgum hvort sem er í borg eða bæ. Rauði lit- urinn er ráðandi á flestum myndanna í þessari myndasyrpu að undanskil- inni myndinni hér til hlið- ar. Þar er dansað í kring- um jólatréð á grænu túni við Árbæjarsafn og jóla- sveinninn klæðist gömlum, þjóðlegum búningi. Jóladagskrá Árbæj- arsafns fer fram á öllu safnsvæðinu og þar geta gestir rölt á milli húsanna og fylgst með undirbún- ingi jólanna eins og hann var í gamla daga. Jóla- sveinarnir eru hrekkjóttir og gægjast á glugga og kíkja í potta. Notaleg samvera á aðventu Morgunblaðið/Golli Árbæjarsafn Börn og fullorðnir dönsuðu í kringum jólatréð og sungin voru jólalög. Hrekkjóttir jólasveinar brugðu á leik með gestum safnsins. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjörður Tréð á Ráðhústorginu er skreytt hjörtum, þar sem öðrum megin er rauður litur en hinum megin ljósmynd af andlitum þeirra um 150 barna og fullorðinna sem sótt hafa barnastarf kirkjunnar það sem af er vetri. Á myndinni athugar Margrét Sigurð- ardóttir, 10 ára, hvort ekki sé allt í lagi með jólahjartað sitt. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ljósmynd/ Óskar Pétur Friðriðriksson Vestmannaeyjar Hermann Einarsson bregður sér í rauða búninginn og setur á sig skotthúfuna á aðventunni og gleður börnin sem Sveinki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Myndarlegur, alþjóðlegur jólasveinn veifar gestum. Húsavík Giljagaur og Stúfur röltu um í góða veðrinu á laugardag með góðgæti í poka handa börnum og öðru þægu fólki sem varð á vegi þeirra. Í versluninni Salvíu hittu þeir systurnar Erlu Rut og Hildi Lilju Þorgrímsdætur ásamt ömmu þeirra, Ölmu Lilju Ævarsdóttur, eiganda Salvíu. Reyndar var Hild- ur Lilja feimin við jólasveinana, en Erla Rut var aldeilis ófeimin. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur fyrir dýr & menn Margar stærðir og gerðir PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.890 3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm. Einnig til 6mm grófrifflaður kr. 3.490,- Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 62x91cm 2.190 Bása gúmmímotta (drain undir mottunni) 122x183cm x12mm 7.495

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.