Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Vagnar og
kerrur frá
OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00
Hafið samband í síma 480 0000
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Jólavörurnar eru að verða búnar
en vonandi kemur einhver viðbót
að sunnan nú í vikunni. Í verslun í
litlu byggðarlagi úti á landi erum
við vel meðvituð um ábyrgð okkar,
sem er að sjá viðskiptavinum okk-
ar hér fyrir öllum daglegum
vörum en líka ýmsu öðru sem fólk
vanhagar um en fæst kannski ekki
nema í Reykjavík. Ég gerði til
dæmis heilmikla leit um daginn
fyrir bónda hér í sveitinni sem
vantaði axlabönd úr leðri og auð-
vitað reddaðist það. Sendingin,
sem vissulega var ekki stór, kom
með næstu ferð flutningabílsins,“
segir Ingibjörg Benediktsdóttir,
verslunarstjóri hjá Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar á Hólmavík.
Ferðamenn í desember
Kauptíð jólanna er nú í al-
gleymi og vissulega fara margir
vestan af Ströndum í innkaupa-
ferðir fyrir jólin suður í Borgarnes
eða annað eftir atvikum. „En samt
finnst mér þessar verslunarferðir
á undanhaldi, því bensínið kostar
sitt og þetta tekur tíma. Héðan er
tveggja tíma akstur suður í
Borgarnes. Vissulega erum við
hér á Hólmavík ekki samkeppnis-
hæf við til dæmis Bónus í verði, en
verðlagið er samt ekki þannig að
daglegar nauðsynjar kosti bæði
hönd og fót,“ segir Ingibjörg, sem
bætir við að mynstrið í verslunar-
rekstrinum hafi breyst mikið á síð-
ustu misserum.
„Við hér á bæ þjónum allstóru
svæði; það er Hólmavík og nær-
liggjandi svæðum hér á Ströndum
og Reykhólasveit. Svo má ekki
gleyma því að ferðamannavertíðin
stendur enn. Þótt nú sé liðið vel á
desember eru oft gestir á gisti-
stöðum hér á Hólmavík og í
grenndinni og í starfseminni þar
hefur ekki verið svigrúm í rekstr-
inum til þess að bjóða morgunmat.
Gestir byrja því daginn oft á því að
koma hingað í kaffi og nýbakað
brauð. Fjölgun ferðamanna hefur í
raun skapað alveg nýja stoð í at-
vinnulífi á landsbyggðinni.“
Ingibjörg Benediktsdóttir er
fædd og uppalin á Hólmavík og
starfaði á unglingsárum meðal ann-
ars í söluskála kaupfélagsins. „Ég
flutti hingað aftur fyrir átta árum,
en við fjölskyldan höfðum þá búið í
nokkur ár fyrir sunnan. Við erum
með alls fimm krakka og hvergi er
að mínu mati betra að ala upp börn
en í litlu þorpi úti á landi. Börnin
eru frjáls og leiksvæði þeirra er
stórt. Mér finnst alveg frábært að
tilheyra þessu samfélagi og hér vil
ég vera,“ segir Ingibjörg, sem tók
við sem verslunarstjóri í september
síðastliðnum.
„Starfið var auglýst og ég var
svo stálheppinn að hreppa það.
Mér líður alltaf best þegar nóg er
að gera og hér í búðinni er aldrei
dauð stund. Ég kem til vinnu um
klukkan átta á morgnana og fyrsta
verkið er að setja bakaraofnana í
gang. Síðan tekur við pappírs-
vinna, pantanir og alls konar púsl
við að láta þetta rúlla, verslun þar
sem vinna 10 til 15 manns,“ segir
Ingibjörg, sem er fulltrúi í sveit-
arstjórn Strandabyggðar. Hún
segir ganginn í rekstri sveitar-
félagsins um þessar mundir vera
um margt góðan. Íbúarnir eru alls
467, þar af um 341 í Hólmavíkur-
kauptúni.
Statistar í bíómynd
„Strandabyggð er í ágætri
stöðu um þessar mundir. Sam-
göngur eru góðar og atvinnulífið
tiltölulega stöðugt. Hins vegar
gerum við sanngjarna kröfu til
stjórnvalda um að vera jafnsett
öðrum svæðum á landinu um þjón-
ustu og lífsins gæði. Það er hreint
ekki boðlegt að byggðarlagið hafi
ekki ljósleiðaratengingu eða full-
komið símasamband. Norður í
Árneshreppi er kominn sími á
hæsta styrk, en allar græjur sem
til slíks þarf voru settar upp í haust
þegar stórleikarar og kvikmynda-
gerðarmenn mættu þangað til að
taka upp Hollywood-mynd. Ég,
krakkarnir mínar og foreldrar fór-
um á svæðið eins og margir fleiri
og lékum statista í aukaatriði og
sáum dýrð kvikmyndaheimsins,
sem ekki er lítil. Og símasamband-
ið nyrðra er nú eins og best getur
orðið, sem er frábært. Því segi ég
stundum að kannski þurfum við
Strandafólk bara meira Hollywood
inn í tilveruna,“ segir Ingibjörg að
síðustu.
Ingibjörg Benediktsdóttir stýrir kaupfélagsbúðinni á Hólmavík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jólaverslun „Erum við vel meðvituð um ábyrgð okkar,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir hér í viðtalinu.
Strandafólk þarf Hollywood í tilveruna
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Ingibjörg Benediktsdóttir er
fædd árið 1976. Hún er snyrti-
fræðingur að mennt og starf-
aði lengi sem slík.
Nam nútímafræði við Há-
skólann á Akureyri. Starfaði í
nokkur ár hjá Fræðslumiðstöð
Vestfjarða en byrjaði í kaup-
félaginu í haust.
Hver er hún?