Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? KAY BOJESEN Söngfugl Verð 12.150,- stk. MENU Skartgripatré Verð 10.350,- KAY BOJESEN Tréfígúrur Verð frá 6.990,- stk. RITZENHOFF Bjórglös og krúsir Verð frá 2.490,- ALESSI Sítrónupressa Verð 12.900,- MENU Kertastjakar á vegg Verð frá 6.500,- ROSENDAHL Kanna + 2 vatnsglös Verð 4.900,- MENU Double Kertastjaki 30 cm Verð 22.450,- ALESSI Ketill Verð 24.900,- ROSENDAHL Kertastjakar Verð 1.300,- stk. IITTALA Alvar Aalto 16 cm vasar Verð frá 19.450,- IITTALA Maribowl Verð frá 6.350,- IITTALA Múmín Bollar verð 3.500,- Skálar verð 4.980,- IITTALA Kastehelmi Krukkur með loki Verð frá 3.950,- BIALETTI Mokka könnur Verð frá 2.690,- KARTELL Abbracciaio Verð 28.900,- stk. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 Hugmyndir í jólapakkann POMME PIDOU Sparibaukar Verð frá 3.390,- KÄHLER Omaggio Vasar Verð frá 3.590,- Jólasveinn Verð 13.990,- IITTALA Kastehelmi Kertastjakar Verð frá 2.400,- ALESSI Anna G Vínupptakari Verð frá 7.950,- Vatnsglös Verð 3.950,- 6stk. í pakka FREEMOVER Kertastjakar Verð frá 5.490,- Lukkutröll Verð frá 4.290.- NÝTT vetrarbolli NÝR litur Væntanlegur Djúpborun Búið er að bora 4.600 metra á Reykjanesinu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Djúpborunarverkefnið á Reykja- nesi er á lokametrunum. Í gær var búið að bora 4.600 metra, að sögn Ásgeirs Margeirssonar for- stjóra HS Orku. Stefnt er að því að hætta borun þegar komið er niður á fimm þúsund metra dýpi. Íslandsmetið hefur þegar verið slegið og segist Ásgeir ekki vita til þess að borað hafi verið jafn djúpt í sambærileg jarðlög og við sama þrýsting og er á Reykjanes- inu. Holan er á vinnslusvæði Reykja- nesvirkjunar og er tilgangurinn með því að bora svo djúpt að kom- ast í meiri hita. „Það verður að koma í ljós hvað hún gefur af orku. Vísbendingar gefa til kynna að við séum komin niður á mjög heitt berg, heitara en við höfum áður verið í,“ segir Ásgeir. Hann segir að stefnt hafi verið að því að klára verkefnið fyrir jól og flest bendi til þess að það muni takast. Um er að ræða samstarfs- verkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku en gert í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). „Holan er sú langdýpsta sem boruð hefur verið hérlendis. Áður hafði einungis verið borað niður á um þrjú þúsund metra,“ segir Ás- geir. Spurður telur Ásgeir það ekki gerlegt að bora mikið meira en þessa fimm kílómetra. „Við er- um komin alveg að mörkunum,“ segir Ásgeir. Hann býst við því að næsta ár fari í það að meta orkuna sem úr henni kemur. „Besti kosturinn er að þetta verði öflug vinnsluhola. Næsti kostur er að þetta verði góð niðurdælingarhola [...] Í þriðja lagi að þetta sé mikill lærdómur. Við höfum þegar lært mikið af þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Dýpsta borholan á lokametrunum  Búið að bora 4.600 af 5.000 m á Reykjanesi  Næsta ár fer í að meta orkuna Seltjarnarnes er með lægstan heildarorkukostnað í ár samkvæmt samanburði á orkukostnaði heimila, samkvæmt út- reikningum sem Orkustofnun hef- ur gert fyrir Byggðastofnun. Reiknaður var út kostnaður við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli. Viðmið- unareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Ef horft er til lægsta mögulega heildarorkukostnaðar er hann, eins og árið 2015, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða; nú kr. 290.693, tæpum 5% lægri en árið 2015. Heildarkostnaður í þétt- býli er áfram hæstur á Hólmavík, kr. 265.970, sem er einnig tæpum 5% lægra en árið 2015. Miðað við sömu staði og árið 2015 er heildarkostn- aðurinn áfram lægstur í Hveragerði; nú kr. 162.206, um 1,5% lægri en í fyrra. Í ár var Flúðum og Seltjarn- arnesi bætt inn í útreikningana og reyndist Seltjarnarnes vera með lægstan heildarkostnað, kr. 122.599. Hæsta verð í dreifbýli er því 137% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Sé áfram miðað við Hveragerði í sam- anburði á milli ára hefur munurinn minnkað á milli ára, úr 85% í 79%. Í þéttbýli er hæsta verð 79% hærra en lægsta verð. Miðað við Hveragerði hefur munurinn minnk- að frá árinu 2015 úr 69% í 64% árið 2016. aij@mbl.is Orkan ódýrust á Nesinu Bakarasveinar Thelma Rós Björgvinsdóttir er önnur tveggja stúlkna sem útskrifuðust sem bakarasveinar þetta árið, en hún út- skrifaðist í maí. Í Morgunblaðinu á laugardaginn var ranglega sagt að ein stúlka hefði útskrifast sem bakara- sveinn í ár. Hið rétta er að frá Hótel- og matvælaskólanum í Mennta- skólanum í Kópavogi útskrifuðust alls átta bakarasveinar; fjórir í maí og fjórir í vikunni sem leið. Í hvorum hópnum var ein stúlka. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.