Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
væri flott að hafa með. Ég leiðbeini
kúnnanum við hvað sé best að birta
á heimasíðunni og hvað fer í bækl-
inginn sem sendur er til innkaupa-
stjóra tískuverslana. Þetta er líka
mjög áhugaverð vinna því kúnninn
er alltaf að reyna að gera vöruna
söluvæna svo sem flestir kaupendur
Hildur Loftsdóttir
hildurl@mbl.is
ÍLondon ber Lilja HrönnHelgadóttir titilinn Free-lance Fashion Stylist eðasjálfstætt starfandi tískustíl-
isti. Árið 2012 skellti hún sér í nám
í listrænni stjórnun með áherslu á
tísku við London College of
Fashion og útskrifaðist fyrir einu
og hálfu ári með BA-gráðu.
„Það eru tvær hliðar á minni
vinnu. Annaðhvort er ég með tísku-
þátt fyrir tímarit eða ég vinn fyrir
fatamerki og hjálpa þeim að stíl-
isera fatalínuna þeirra,“ útskýrir
Lilja Hrönn.
„Ef ég er með tískuþátt fyrir
tímarit hef ég samband við hönnuð
eða umboðsmann hans og fæ lánuð
föt til þess að nota í tískuþættinum.
Sem stílisti sé ég um hvernig stíll
verður á myndatökunni. Oftast vinn
ég náið með ljósmyndaranum og
ritstjóra tímaritsins til þess að allir
séu sammála um hvernig þetta eigi
að líta út. Stundum tek ég líka þátt
í að velja fyrirsæturnar og töku-
staðinn. Þetta eru skemmtilegustu
verkefnin af því að í þeim er svo
mikið listrænt frelsi.“
Minna frelsi en
meira borgað
„Vinnan fyrir fatamerkin er
yfirleitt mun betur borguð, en á
móti er mun minna frelsi. Yfirleitt
felst vinnan í að fræða kúnnann um
helstu tískubylgjur og hvað þurfi að
leggja áherslu á þegar við stíl-
iserum fatalínuna. Ég kem t.d. með
tillögur um hvaða flíkur sé hægt að
nota saman, hvaða skó og aukahluti
geti tengt við hana, en á sama tíma
vill hann líka að línan hans standi
upp úr og falli ekki í hópinn. Það er
mjög krefjandi og margt sem þarf
að hafa í huga til að það takist,“
segir Lilja Hrönn sem vinnur þess
konar verkefni 3-4 daga á viku, oft-
ast fyrir Arcadia Group sem er eig-
andi vinsælustu fatabúðanna í Bret-
landi eins og Topshop, Topman og
Miss Selfridge, auk þess að hafa
líka unnið fyrir AllSaints og Marks
and Spencer.
Eins og lesa má hefur Lilja
Hrönn nóg að gera í tískubrans-
anum í London.
„Þótt ég vinni fyrir stór fata-
fyrirtæki hef ég ekki ennþá unnið
fyrir mjög stóran hönnuð. Ég vinn
mikið fyrir sjálfstæða unga hönnuði
á tískuvikunni, eins og Xu Zhi sem
er kínverskur hönnuður búsettur
hér í London, en hann sýndi í fyrsta
skipti á Lundúnatískuvikunni fyrir
nokkrum mánuðum. Ég hef mikla
trú á honum.“
Myndar í íslenskri náttúru
Lilja Hrönn er tískuritstjóri
fyrir Bast Magazine sem er tísku-
tímarit á netinu með höfuðstöðvar í
Kaupmannahöfn.
„Þetta er skandinavískt tímarit
og við erum nokkrar íslenskar
stelpur sem vinnum það saman;
tvær í London, fjórar í Kaupa-
mannahöfn og tvær á Íslandi. Við
skrifum reyndar á ensku til að ná
til stærri lesendahóps. Tímaritið
hefur bara gengið vel, það verður
fimm ára í apríl nk.“
Þú vinnur þá stundum með Ís-
lendingum?
„Í raun vinn ég mun oftar með
Íslendingum en ég bjóst við að
gera. Ég er svo heppin að búa með
íslenskum ljósmyndara, Katrínu
Ólafsdóttur, og ljósmyndarinn
Marsý Hild býr líka hér í London,
og ég vinn mikið með þeim,“ segir
Lilja Hrönn sem fær stundum
verkefni heima á Íslandi.
„Ég hef bent bresku kúnn-
„Skemmtilegast að
fá verkið í hendurnar
Lilja Hrönn Helgadóttir er ungur stílisti í London. Eftir stuttan tíma í tískubransanum vinnur hún reglulega
fyrir Topshop og Topman, er yfir allri stíliseringu hjá Wallis, auk þess að hafa unnið fyrir AllSaints og Marks
and Spencer. Henni þykir skemmtilegast að vinna verkefni þar sem listrænt frelsi ræður för; sem tískuritstjóri
skandinavísks nettímarits, á tískuvikunni með upprennandi hönnuðum eða í góðum hópi við ástríðuverkefni.
Ljósmynd/Marsý Hild
Stílistinn Lilja Hrönn hefur nóg að gera í tískubransanum í London.
Sannar gjafir UNICEF eru lífs-
nauðsynleg hjálpargögn fyrir bág-
stödd börn. Hægt er að kaupa gjaf-
irnar í vefverslun UNICEF og verður
þeim dreift til barna og fjölskyldna
þeirra í samfélögum þar sem þörfin
er mest.
Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í
nafni þess sem langar að gleðja.
Hann fær fallegt gjafabréf með ljós-
mynd og lýsingu á gjöfinni og lætur
viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin
sjálf eru hins vegar send úr birgða-
stöð UNICEF til barna í neyð. Hægt er
að velja um margs konar hjálpargögn
í öllum verðflokkum. Öll eiga þau eitt
sameiginlegt: Að bæta líf barna um
víða veröld.
Á vefsíðunni www.sannargjafir.is
má sjá vöruúrvalið sem saman-
stendur af því sem börn í neyð sár-
vantar, t.d. hlý teppi, næringarmjólk,
jarðhnetumauk og sneisafull gjafa-
karfa af hjálpargögnum. Afar einfalt
er að panta sanna gjöf, en á vefsíð-
unni er ferlinu lýst skilmerkilega, lið
fyrir lið. Þar er líka tónlistar-
myndband með jólakveðju Prins Póló
og Gosa, sem er hluti af jólaátaki
UNICEF á Íslandi fyrir sannar gjafir.
Vefsíðan www.sannargjafir.is
Gjafir UNICEF Nauðsynleg hjálp-
argögn sem bæta líf bágstaddra.
Gjafir handa
börnum í neyð
Trúlega er ungviðið komið í mikið
jólaskap og býður óþreyjufullt eftir
að hátíðin gangi í garð. Á meðan
fullorðnir eru önnum kafnir í jóla-
undirbúningnum geta síðustu dag-
arnir fyrir jólin verið eins og heil ei-
lífð að líða fyrir börnin. Út um borg
og bý er jólastemningin í hámarki
og margt í boði til að stytta stund-
irnar. Á aðventunni hefur Norræna
húsið ekki látið sitt eftir liggja í alls
konar viðburðum tengdum jólunum.
Kl. 17 á morgun, þriðjudaginn 20.
desember, verður síðasti viðburð-
urinn fyrir jólin og gefur hann þeim
fyrri ekkert eftir. Boðið verður upp á
sannkallað fjölskyldubíó, sem er hin
bráðskemmtilega kvikmynd Jól í
Furufirði, en hún er gjöfin frá Ósló í
ár. Á frummálinu heitir kvikmyndin
„Jul i Flåklypa!“, en hún er með ís-
lensku tali í þýðingu Steinunnar
Soffíu Skjenstad. Aðgangur er
ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Jól í Furufirði er 76 mínútna löng.
Sögumaður er Guðmundur Ólafsson,
en leikarar sem ljá sögupersónum
rödd sína eru m.a. Hanna María
Karlsdóttir, Steinn Ármann Magn-
ússon, Sigurður Sigurjónsson, Orri
Huginn Ágústsson, Þórhallur Sig-
urðsson (Laddi), Guðmundur Ólafs-
son og Stefán Benedikt Vilhelms-
son.
Fjölskyldubíó í Norræna húsinu á morgun
Norska kvikmyndin Jól í Furu-
firði er gjöfin frá Ósló í ár
Jólastemning Í Furufirði búa litríkir karakterar sem allir eru í jólaskapi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.