Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Traustur kostur.
Láttu ekki snjóinn
þvælast fyrir þér... Verð frá kr.
59.900
Stöndum öll saman sem ein þjóð
800 fjölskyldur hafa óskað eftir jólaaðstoð
hjá Fjölskylduhjálp Íslands og að baki þessum
fjölskyldum eru yfir 2400 einstaklingar
og þar af hundruðir barna.
Sýnum kærleik og samkennd í verki.
Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu
á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá
Fjölskylduhjálp Íslands.
Hjálpið okkur að hjálpa öðrum.
Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll
546-26-6609, kt. 660903-2590
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nicolás Maduro, forseti Venesúela,
tilkynnti á laugardag að ógildingu
100 bolívara seðilsins yrði frestað
fram í janúar.
Ófremdarástand skapaðist eftir
að stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn
þriðjudag að seðillinn yrði tekinn úr
umferð og að almenningur hefði 72
klukkustundir til að skipta seðlun-
um sínum fyrir nýja 500, 2.000 og
20.000 bolívara seðla.
Verðlítill pappír
Áður en nýju seðlarnir voru
kynntir til sögunnar var 100 bolív-
ara seðillinn sá verðmesti í landinu,
en óðaverðbólga hefur orðið til þess
að heilu búntin af seðlum þarf til að
greiða fyrir vörur og þjónustu.
Þannig nefnir breska blaðið Guardi-
an að þurfi fimmtíu 100 bolívara
seðla til að kaupa stakan hamborg-
ara á veitingastað McDonalds í mið-
borg Caracas. Nýi 20.000 bolívara
seðillinn er um það bil 550 króna
virði miðað við opinbera gengis-
skráningu.
Fljótlega eftir að tilkynnt hafði
verið um ógildinguna höfðu langar
raðir myndast fyrir utan flesta
banka en á fimmtudag var ljóst að
ekki yrði nægilegt framboð af nýju
seðlunum til að koma í staðinn fyrir
þá gömlu. Þrjár flugvélar sem flytja
áttu nýprentaða seðla til landsins
höfðu tafist af ýmsum orsökum, og
sagði Maduro tafirnar stafa af „al-
þjóðlegum skemmdarverkum“.
Mótmæli og átök
Óánægja og örvænting varð til
þess að mótmæli brutust út víða um
landið og kom til átaka milli borgara
og lögreglu. Á sumum stöðum fóru
hópar fólks um ránshendi. Á laug-
ardag ruddu um 400 manns sér leið
yfir landamærin til Kólumbíu, sem
ríkisstjórn Maduro hafði lokað.
Þangað fór fólkið í leit að mat og
lyfjum, en skortur er á mörgum lífs-
nauðsynjum í Venesúela.
Néstor Reverol, innanríkisráð-
herra, réttlætti ógildingu 100 bolív-
ara seðilsins með því að ætlunin
væri meðal annars að snúa á glæpa-
samtök og smyglara í nágranna-
löndunum sem eiga að hafa hamstr-
að seðlana með það fyrir augum að
gera einhvers konar „fjárhagslega
árás“ á landið.
Nýju seðlarnir eiga að berast á
næstunni og hafa landsmenn nú
frest fram til 2. janúar til að skipta
gömlu 100 bolívara seðlunum. Á
meðan verða landamærin að Kól-
umbíu og Brasilíu lokuð.
Venesúela frestar
ógildingu seðils
Stjórnvöld segja „alþjóðleg skemmdarverk“ hafa tafið
afhendingu nýrra seðla Mótmæli og átök brutust út
AFP
Vandræði Maður sýnir búnt af 100 bolívara seðlum á meðan hann bíður fyrir utan seðlabanka Venesúela. Vegna
óðaverðbólgu eru seðlarnir næsta verðlausir og mætti mögulega kaupa einn eða tvo hamborgara fyrir allt búntið.
● Liam Fox, sem stýrir nýju alþjóða-
viðskiptaráðuneyti Bretlands, segir að
eftir útgöngu landsins úr Evrópusam-
bandinu gætu tengsl Bretlands við
ESB orðið með svipuðu sniði og er í dag
á milli sambandsins og Tyrklands.
Myndu þá sumir hlutar breska hagkerf-
isins vera hluti af innri markaði ESB en
aðrir ekki. Lét Fox þessi ummæli falla í
viðtali við BBC.
Sagði ráðherrann mikilvægt að
skoða alla möguleika í stöðunni. Kvart-
aði hann yfir tali um að útgangan úr
ESB yrði annaðhvort að vera „hörð“
eða „mjúk“ og sagði hann fleiri en tvo
valkosti í boði. ai@mbl.is
Gætu haft svipaða
stöðu og Tyrkland
Valkostir Liam Fox segir fleira í boði en
bara „harða“eða „mjúka“ útgöngu.
Í síðustu viku tók loks að hægja á
þeirri miklu og samfelldu hækkun
sem verið hefur á bandarískum
hlutabréfamarkaði vikurnar eftir
sigur Donalds Trump í forseta-
kosningunum í nóvember.
Margir höfðu vænst þess að Dow
Jones vísitalan gæti farið yfir
20.000 stig í vikunni en lækkun
fjármálafyrirtækja varð til þess að
hægja á styrkingu bæði S&P 500
og Dow Jones. Lækkaði S&P 500
um 0,1% yfir vikuna en Dow Jones
hækkaði um 0,4%.
Í lok vikunnar mældist Dow
Jones vísitalan 19.843,41 stig og
S&P 2.258,07 stig.
Fréttastofa Bloomberg bendir á
að þrátt fyrir að hafa lækkað í síð-
ustu viku eru bankar sá flokkur
fyrirtækja á bandaríska hluta-
bréfamarkaðinum sem hækkað
hefur mest frá því úrslit kosning-
anna lágu fyrir, eða um meira en
20%. Orkufyrirtæki hafa hækkað
næstmest eða um 13% að jafnaði.
ai@mbl.is
Dow Jones hársbreidd
frá 20.000 stigum
AFP
Met Jólalegt er um að litast á Wall
Street í New York þessa dagana.
Hagfræðingar á Wall Street reikna
með að Seðlabanki Bandaríkjanna
muni ekki hækka stýrivexti á ný
fyrr en að sex mánuðum liðnum.
Þetta er meðal niðurstaða könn-
unar sem Financial Times gerði.
Sérfræðingarnir búast við tveim-
ur vaxtahækkunum á næsta ári, og
væntir mikill meirihluti svarenda
þess að sú fyrri verði í júní. Búast
þeir við að vextir verði orðnir á
bilinu 1 til 1,25% í lok næsta árs.
Þá eiga hagfræðingarnir von á
að hagvöxtur í Bandaríkjunum
verði frekar hóflegur bæði 2017 og
2018, eða 2,2 og 2,3%. Þeir reikna
með að þær markaðsvænu aðgerðir
sem Donald Trump hefur lofað
muni bæta 0,2 prósentustigum við
hagvöxtinn á næsta ári og 0,4 á því
þarnæsta. ai@mbl.is
Vænta næstu hækkunar í júní
AFP
Stýring Janet Yellen seðlabanka-
stjóri hækkaði vexti nýlega.