Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Í mínu uppeldi var
aldrei haldið að mér
trú né heldur latt til
hennar. Satt að segja
hef ég ekki minnsta
grun um andlegt líf
foreldra minna. Að-
eins hef ég örlitla sýn
á andlegt líf ömmu
minnar í föðurlegg en
hún átti virkan þátt í
uppeldi mínu.
Satt að segja má túlka sögu
okkar Íslendinga og Herúla frá
árinu 1000, þegar við fyrst þjóða
skilgreindum lagalegt trúfrelsi,
sem eina langa varðveislu þess að
hver og einn er ábyrgur gagnvart
sjálfum sér og því sem hann kann
að trúa á, um sitt andlega líf.
Vissulega eru tímabil í sögu
þjóðar okkar sem hún var fótvölt á
þeirri löngu göngu, margt hefur
gerst sem er miður en einnig
margt sem er framúrskarandi.
Enda vitum við öll að enginn verð-
ur óbarinn biskup, né heldur smið-
ur við fyrsta hamarshögg.
Vissulega er til fólk sem hefur
ánetjast trúarbrögðum og öðrum
óhlutbundnum hugmyndakerfum
(e. Abstract ideologies) vegna
áhrifa frá öðrum, hvort heldur í
æsku eða á þroskaðri árum. Samt
held ég að hver og einn sem kom-
inn er til fullorðinsára geti vottað
að hafa valið sína heimsmynd
sjálfur.
Ég hef talsverða reynslu af að
tala við bæði trúaða og guðlausa
(e. Atheists) jafnt sem efahyggju-
fólk og þá sem flokka
sig utan við þessa þrjá
hópa fólks. Hef einnig
orðið vitni að því að
fólk skiptir um trú á
alla þrjá vegu. Aldrei
hef ég hins vegar hitt
manneskju sem ekki
hefur gert upp hug
sinn og reynt að gera
það af ábyrgð.
Allt þetta fólk á það
sameiginlegt að hafa
verið beitt vægð-
arlausu ofbeldi „litlu
jólanna“ og fengið kristilegar jóla-
gjafir á aðfangadagskvöld. Sem
ætti að minna guðleysingja og
kommúnista (með fullri virðingu
fyrir þeirra heimssýn) á hversu
mikið Vottar Jehóva hafa verið
gagnrýndir fyrir að gefa ekki jóla-
gjafir en þeir telja sig þó vera
kristna.
Mér þætti gaman að sjá trú-
lausa segja við börn sín um jólin
„því miður færðu engan jólapakka
því trú er ópíum fólksins“.
Ég heyri oft frá efahyggjufólki
og guðlausum að það sé rangt að
halda að börnum þeim siðvenjum
og aðferðum sem menning okkar
hefur beitt í gegnum aldirnar af
þeirri ástæðu einni að þær séu á
trúarlegum grunni.
Því má svara til að þær minni
börnin og okkur sjálf á mikilvægi
þess að þó margar hugmyndir séu
til um hið yfirskilvitlega og mörg
kerfi verið smíðuð utan um þær
hugmyndir, þá vitum við ekki fyrr
en okkar tími kemur hvað sé satt
um þær og hvað ekki. Að enn-
fremur sé það áminning að hin
hugsandi mannvera smíðar alla
sína heimsmynd úr óhlut-
bundnum hugmyndum og mótar
samfélagskerfi sín með því að
hlutgera þær.
Sem er þörf áminning að mínu
mati, hvernig svosem við vinnum
úr henni. Því hvort sem hefðin er
byggð á trúarlegu kerfi eða góð-
vilja, þá held ég að margir geti
samþykkt að þegar mannkynið,
eða mannfólk yfirleitt, útilokar
möguleikann á andlegu innra lífi,
eða reynir að meina öðrum að
taka þátt í því, þá blasi við vörður
á þokubraut sem sumir hafa nefnt
Heljarslóð.
Vel mætti skjóta hér inn þeirri
staðreynd að aðalhugmyndafræð-
ingar stærsta stjórnmálaflokks
Rússlands, sem hefur farið með
völd þar eystra í allt að því tvo
áratugi, vilja skilgreina Rússland
sem kristilegt lýðræðisríki og
ekki er langt síðan Pútín fór í op-
inbera heimsókn í kristilegt
munkaríki á eyjunni Athos í
Eyjahafi, en það er opinberlega
viðurkennt í alþjóðastjórnmálum
sem sjálfstætt ríki.
Enginn hefur gleymt að Rúss-
land var eitt af kommúnískum að-
ildarríkjum Sovétríkjanna og var
þar opinber stefna að trúarbrögð
séu ópíum fólksins og ætti að út-
rýma með markvissum hætti.
Eftir því sem ég best veit, án
þess að hafa aðgang að opinberri
tölfræði, eru meira en 90% ís-
lenskra barna skírð til kristinnar
trúar og langflest þeirra velja að
fermast til þeirrar trúar. Sem
merkir að yfirgnæfandi fjöldi ís-
lenskra grunnskólabarna er laga-
lega trúaður upp á lútersk-
evangelíska trú. Að meina þeim
að rækja litlu jólin eða að fara í
kirkju á vegum skóla síns hlýtur
að teljast trúarofsóknir gegn
þeim.
Trúarofsóknir hinna trúlausu
Eftir Guðjón E.
Hreinberg
Guðjón E. Hreinberg
» Það er mikið deilt
um þessa dagana
hvort leyfa eigi skólum
að halda litlu jól eða fara
í kirkju.
Höfundur er heimspekingur.
Raforkusæstreng-
urinn Basslink liggur
neðansjávar milli eyj-
unnar Tasmaníu og
meginlands Ástralíu.
Fyrirætlun Lands-
virkjunar er að leggja
sams konar sæstreng
milli Íslands og Bret-
lands. Í orkukerfum Ís-
lands og Tasmaníu er
vatnsafl ráðandi.
Einkennistölur
Basslink og Icelink
Basslink: Lengd 370 km, þar af 295
km í sjó. Mesta dýpi 139 m. Flutn-
ingsgeta 500 MW. Raunkostnaður
0,6 milljarðar USD (Bandaríkjadoll-
arar). Sæstrengurinn var tekinn í
notkun 2006.
Icelink: Lengd 1.100 km. Mesta
dýpi 1.100 m. Flutningsgeta 1.000
MW. Kapallinn er enn á hugmynda-
stigi. Hönnun á Icelink er ekki hafin
svo vitað sé og þar af leiðandi liggur
kostnaðaráætlun ekki fyrir. Ein-
hverjar kostnaðartölur hafa sést en
þær eru ófullkomnar og byggja á
vafasömum samanburði við aðra sæ-
strengi. Í Kviku-skýrslunni frá júlí
2016 var stofnkostnaður áætlaður 3,0
milljarðar USD, endabúnaður inni-
falinn.
Aðilar að Basslink-
sæstrengnum
Keppel Infrastructure Trust, fjár-
festingarsjóður skráður í Kauphöll
Singapúr, er 100% eigandi Basslink
Pty Ltd. Basslink Pty Ltd (BL) er
100% eigandi Basslink. Hydro Tasm-
ania (HT), sem er sambærileg við
Landsvirkjun á Íslandi, hefur leigt
Basslink af BL fyrir 54 milljónir
USD á ári. Samningurinn er í gildi til
ársins 2046.
Bilun í Basslink
Basslink bilaði 20. desember 2015
á 80 metra dýpi. Rifan á varnarkápu
kapalsins var á stærð við þumlung.
Bilunin kom á sama tíma og vatns-
miðlanir ofan vatnsaflsvirkjana í Tas-
maníu voru í lágstöðu, lítil úrkoma og
rennsli vatnsfalla í lágmarki. Varð af
mikil orkukrísa. Hætt var við að taka
niður stóra gastúrbínu og fjöldi dís-
ilstöðva í gámum var í skyndi fluttur
til Tasmaníu.
Í Morgunblaðsgrein minni sem
birtist 9. júní 2016 var fjallað um bil-
unina í Basslink, sérstaklega með til-
liti til hugmynda Landsvirkjunar um
að leggja Icelink. Skömmu síðar
tókst að gera við Basslink með aðstoð
kapalskips og með miklum tilkostn-
aði. Raforkuflutningar hófust aftur
13. júní 2016. Þá varð önnur bilun í
endabúnaði sem var lagfærð og hófst
raforkuflutningur að nýju 23. júní
2016. Þeir standa enn. Raforkuflutn-
ingur um Basslink stöðvaðist sem
sagt í sex mánuði.
Kostnaður vegna bilunar
og ágreiningur
BT fékk óháðan aðila, breska fyrir-
tækið CCI, Cable Consulting Inter-
national Ltd., til að gera athugun á
málinu og lá skýrsla fyrir í byrjun
desember 2016 eftir sex mánaða
rannsóknarvinnu. Niðurstaðan var að
bilunin væri óútskýranleg og mætti
flokka sem óviðráðanlegt atvik (e.
force majeure) eða athöfn frá Guði (e.
act of God). Með því væri skaðinn
tryggingarhæfur. Tryggingafyr-
irtæki BL hefur samþykkt niðurstöð-
una og greitt fyrir skaðann. Hvort
niðurstaða CCI er pöntuð af verk-
kaupanum BL skal ósagt látið, en
CCI var með auka-
bónus. Basslink-
kapallinn er í fínasta
lagi beggja vegna bil-
unarstaðarins og alla
leið til lands.
Kostnaður HT vegna
stöðvunarinnar er tal-
inn vera um 135 millj-
ónir Bandaríkjadollara.
HT vill að BL taki þátt í
þeim kostnaði. BL hef-
ur talið að framlag sitt
vegna viðgerða á Bass-
link, úttektar á ástæðu óhappsins og
tekjutaps meðan bilunin stóð yfir sé
nægjanlegt framlag. Ef BL greiðir
ekki þarf HT að varpa kostnaðinum
yfir á viðskiptavini sína, almenning í
Tasmaníu. Þetta finnst stjórnvöldum
í Tasmaníu vafasamt og hafa ekki
samþykkt kröfur BL.
HT stöðvaði greiðslur til BL um
tíma en hóf þær aftur fyrir nokkrum
vikum til að greiða fyrir samræðum
milli aðila þannig að hægt væri að
komast að niðurstöðu og til að hleypa
ekki illu blóði í málareksturinn. BL
óskaði eftir því að HT byrjaði aftur
að greiða reglulega fyrir not af kapl-
inum. Með stuðningi stjórnvalda í
Tasmaníu hafnaði HT þeirri málaleit-
an.
Annar sæstrengur
samhliða Basslink
Í ljósi þessara atburða hófust há-
værar umræður um hvort leggja ætti
annan sæstreng milli Tasmaníu og
Ástralíu. Hinn nýi sæstrengur væri
þá bæði til vara og til að flytja raf-
orku frá nýjum vind- og sól-
arrafstöðvum á Tasmaníu upp til
meginlands Ástralíu. Þetta finnst
manni smá galið því hvernig ættu
vind- og sólarrafstöðvar með sæ-
streng að geta keppt við sams konar
stöðvar uppi á meginlandinu? Málið í
Tasmaníu er í hnút.
Niðurstaða
Atburðirnir í Tasmaníu leiða hug-
ann að áhættu, sem er grundvallar-
atriði í rekstri vatnsorkukerfa enda
getur margt farið aflaga. Það er eðli
vatnsorkukerfa að oftast gerist ekki
neitt, en ef eitthvað kemur upp á er
stutt í „katastrófuna“.
En hvað geta Íslendingar lært af
óförum þeirra Tasmaníumanna? Mál-
in gætu þróast þannig að sérstakur
eignaraðili verði að Icelink á sama
hátt og BL er eigandi Basslink. Í um-
ræðum um Icelink hefur Lands-
virkjun lagt áherslu á að Íslendingar
mundu einnig hafa not af sæstrengn-
um til að flytja raforku frá Bretlandi
til Íslands. Þetta er rangt og mun lík-
lega aldrei reyna á það.
Ef Icelink bilaði síðan úti á miðju
Atlantshafi gæti viðgerð vissulega
tekið töluverðan tíma. Í uppgjöri á
tengdum ágreiningsmálum gæti ver-
ið vafasamt að þurfa að sitja uppi með
hugsanlegan ávinning okkar af því að
hafa getað flutt orku til Íslands, kost-
ur sem aldrei mundi reyna á.
Þessi gerviávinningur gæti orðið
okkur til trafala og jafnvel til tjóns í
uppgjöri.
Sæstrengirnir
Basslink og Icelink
Eftir Skúla
Jóhannsson
» Sæstrengurinn
Basslink liggur
neðansjávar milli Tas-
maníu og Ástralíu.
Fyrirætlun Landsvirkj-
unar er að leggja sæ-
streng milli Íslands og
Bretlands.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?