Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
✝ Guðrún Karls-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. sept-
ember 1936. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
9. desember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Karl
Kristinsson, for-
stjóri Hótel Víkur
og Björnsbakarís,
f. 16. október 1907,
d. 21. júní 1977, og Anna Mar-
grét Jónsdóttir húsmóðir, f. 28.
nóvember 1909, d. 24. febrúar
1986. Bróðir Guðrúnar er Krist-
inn, f. 1. júní 1950. Uppeld-
isbræður hennar voru Peter
John Hunter, f. 9. júní 1933, d.
24. apríl 1962, og Helgi Hunter,
f. 5. mars 1935, d. 14. júní 2010.
Guðrún giftist Benedikt
Blöndal, lögmanni og síðar
hæstaréttardómara, f. 11. jan-
dikt og Halldór, f. 17. júlí 1996.
Faðir þeirra er Karl Hall-
dórsson, f. 29. desember 1965.
Guðrún ólst upp í Reykjavík,
fór í Melaskóla og þaðan í
Kvennaskólann. Hún var eitt ár
við nám í Winterbourne House
Collegiate School í Bristol á
Englandi og veturinn 1955 til
1956 gekk hún í heimavist-
arskólann Ecole Internationale
Brillantmont í Lausanne í Sviss.
Guðrún giftist Benedikt 6. febr-
úar 1960. Þau stofnuðu heimili
á Víðimel í Reykjavík, bjuggu í
áratug við Ásvallagötu og fluttu
þaðan á Lindarbraut á Seltjarn-
arnesi. Nokkru eftir fráfall
Benedikts flutti Guðrún aftur í
Vesturbæinn og bjó við Reyni-
mel. Hún vann á Hótel Vík allt
fram á áttunda áratuginn og
um tíma má segja að hún hafi
rekið hótelið. Eftir það helgaði
hún sig húsmóðurstörfum. Guð-
rún var virk í sjálfboðaliða-
starfi Rauða krossins og tók
þátt í starfi Thorvaldsens-
félagsins.
Úför hennar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 19.
desember 2016, klukkan 13.
úar 1935, d. 22.
apríl 1991. Börn
þeirra eru: 1) Karl,
f. 6. nóvember
1961, maki Stef-
anía Þorgeirs-
dóttir, f. 3. júní
1962. Þau eiga Þor-
geir Kristin, f. 22.
ágúst 1995, og
Margréti, f. 7. apríl
2000. 2) Lárus, f.
19. nóvember 1964,
maki Anna Kristín Jónsdóttir, f.
13. maí 1965. Þau eiga Lauf-
eyju, f. 6. febrúar 1992, Bene-
dikt, f. 5. október 1993, og Guð-
rúnu, f. 12. febrúar 2000. 3)
Anna Ben, f. 8. desember 1968,
maki Haraldur Hallgrímsson, f.
21. september 1974. Þau eiga
Hallgrím, f. 25. september
2003, Kára, f. 24. febrúar 2005,
og Ragnheiði, f. 6. janúar 2009.
Fyrir á Anna tvíburana Bene-
Mig langar að kveðja kæra
tengdamóður mína með nokkrum
orðum en við áttum samleið í tæp
36 ár. Gunna, eins og hún var
ávallt kölluð, var Reykjavíkur-
dóttir í húð og hár; alin upp á borg-
aralegu heimili í Reykjavík á her-
náms- og eftirstríðsárunum þegar
mikill uppgangur var í borginni.
Eftir skyldunám gafst henni kost-
ur á að fara tvívegis erlendis í
skóla. Það var stundum grínast
með að erfitt væri að feta í hennar
fótspor í heimilisstörfunum þar
sem hún hefði lært á húsmæðra-
skóla í Sviss! Enda fannst mér ég
alltaf eftirbátur hennar í góðum
siðum og lengi vel tók ég sérstak-
lega vel til ef von var á tengda-
móður minni í heimsókn. Hún hef-
ur örugglega ekki verið ánægð
með jafnréttissinnaða tengdadótt-
ur sína þegar hún þrjóskaðist við
að strauja skyrtur eiginmannsins
en lét það ekki í ljós.
Eftir að hún missti lífsförunaut
sinn, Benedikt, ferðaðist hún mik-
ið með æskuvinkonu sinni og
nöfnu, Dúnu, sem hún kvaddi fyrir
ekki svo löngu síðan. Einnig náði
hún að heimsækja öll börn sín er
þau dvöldu við nám og störf er-
lendis. Við Kalli vorum svo heppin
að ferðast með henni um Banda-
ríkin þegar hún heimsótti okkur
þangað, m.a. á indíánaslóðir í Nýju
Mexíkó.
Gunna var glaðsinna og hafði
góða kímnigáfu. Hún hafði góðan
smekk og naut þess að hafa fallega
hluti í kringum sig. Heimili hennar
bar þess gott vitni, enda kom á
daginn að hún vildi ekki flytja það-
an þó heilsan leyfði varla annað
undir það síðasta.
Gunna var mjög hjálpsöm og
hljóp glöð undir bagga með að
gæta barnabarnanna meðan heils-
an leyfði. Börnin okkar tvö, Þor-
geir og Magga, kveðja ömmu
Gunnu með söknuði en þakklæti
fyrir gleðilegar stundir.
Takk fyrir allt,
Stefanía.
Í dag kveðjum við tengdamóður
mína, Guðrúnu Karlsdóttur, og
þökkum glæsilegri og mætri konu
fyrir minningarnar og hláturinn.
Gunna var Reykvíkingur í húð og
hár og foreldrar hennar báðir
fæddir í Reykjavík. Hún var því
borgarbarn og þekkti vel til í mið-
bænum og Vesturbænum þar sem
hún ólst upp og bjó sjálf lungann
úr ævinni. Gunna var heimsborg-
ari, hafði verið sett til mennta í
Sviss og Englandi og var vel mælt
á margar tungur. Hún hafði yndi
af ferðalögum, fór víða með manni
sínum Benedikt og líka með æsku-
vinkonu sinni Dúnu eftir að Bene-
dikt féll frá.
Gunna var alin upp á borgara-
legu heimili í Reykjavík og hennar
eigið heimili bar þess merki. Hún
gat dekkað borð fyrir tugi gesta
með fínasta postulíni og borðbún-
aði, dúkarnir eru gersemar og
mörg húsgögnin eiga sér líka sögu
langt aftur í ættir.
Þegar við Lárus bjuggum um
nokkurra ára bil í Lúxemborg eft-
ir aldamótin síðustu var hún lengi
hjá okkur. Ég tók það í mig að fara
í skóla, fyrst í Trier og svo Lund-
únum og þá kom Gunna og var hjá
okkur á Rue de la Liberation, en
ég fór á milli. Þó að Lalli hafi
stundum sagt í hálfkæringi að
mikið væri á sig lagt; hann skilinn
eftir með börnin þrjú og aldraða
móður sína, lék nú aldrei vafi á
hver kom vel út úr þeim skiptum.
Sjaldan hefur verið betri regla á
heimilishaldinu, enda því stjórnað
af konu sem hafði lært í Sviss að
reka heimili.
Þó að Gunna hafi verið farsæl
um margt þá er það nú ekki svo að
allt hafi verið henni auðvelt. Hún
missti Bensa sinn á besta aldri og
saknaði hans alla tíð. Hún háði
langa og stranga glímu við Bakk-
us, sem vannst að lokum. Síðustu
ár hafa markast af heilsuleysi og
áföllum, beinbrotum og langri
sjúkrahúsvist. Þessum þungu
áföllum tók hún af einstöku æðru-
leysi og þó að líkaminn sviki var
kollurinn alltaf í lagi og stutt í hlát-
urinn. Það var henni líka mikils
virði þegar hún gat aftur farið að
lesa sér til afþreyingar eftir að hún
fékk nýja augasteina. Kímnigáfa
Gunnu var kannski ekki eins og
menn hefðu búist við með svo fág-
aða konu og borgaralega. Hún
hafði gaman af fíflagangi og vit-
leysu. Þegar hún var hjá okkur í
Lúxemborg, sátu þau saman hún
og krakkarnir, horfðu á bullgrín-
myndir og skellihlógu. Enda er
það merkimiði heima hjá okkur á
sérstaklega aulalegar gaman-
myndir að þetta væri nú eitthvað
fyrir ömmu Gunnu.
Hún var stolt af fólkinu sínu og
barnabörnunum tíu og naut sín vel
í félagsskap við þau. Mér var hún
alltaf mjög góð og frá fyrstu
stundu leið mér eins og ég væri
hluti af fjölskyldunni. Við höfum
öll misst mikið, ætluðum alltaf að
fara betur yfir svo margt. Skoða
hlutina hennar og rifja upp sögu
þeirra. Gunna bar virðingu fyrir
fortíðinni og tengingin við þá sem
á undan fóru var henni mikilvæg.
Sú tenging var ekki síst sterk í
hlutunum og myndunum sem hún
átti. Og við vitum að þegar teknir
verða fram fiðrildabollarnir henn-
ar ömmu hennar, kveikt á lamp-
anum frá mömmu hennar eða sest
í sófana sem þau Bensi eignuðust
saman, að við hugsum til þeirra og
þökkum samfylgdina. Blessuð sé
minning Guðrúnar Karlsdóttur.
Anna Kristín.
Elsku Guðrún Karlsdóttir,
tengdamóðir mín, móðir eigin-
konu minnar Önnu og amma
barna okkar, Halldórs, Benedikts,
Hallgríms, Kára og Ragnheiðar,
er látin og við syrgjum öll. Í sorg-
inni er þó huggun í fullvissu um að
nú er hún komin til afa Bensa á
himnum sem hún hafði saknað í
tuttugu og fimm ár. Það hljóta að
vera fagnaðarfundir.
Guðrún var miklum kostum
gædd. Hún var greind, vel lesin og
víðsýn. Hún var fordómalaus,
æðrulaus og hógvær. Það var stutt
í hláturinn hjá henni, sérstaklega í
félagsskap með fjölskyldunni.
Þessa kosti hafa börn hennar og
barnabörn fengið í arf frá henni.
Ég kynntist Gunnu fyrst í
heimsóknum okkar Önnu á heimili
hennar á Reynimel á fyrstu mán-
uðum tilhugalífs okkar. Ég veit
ekki hvernig ég kom henni fyrir
sjónir fyrst um sinn, ég verandi
hálfgerður unglingur langt fram
eftir aldri sem kannski var ekki
draumatengdasonurinn, en við
urðum fljótt vinir.
Bestu stundir okkar Gunnu
voru með kaffibolla að hlæja sam-
an og þá sérstaklega þegar hún
heimsótti okkur hjónin til Iowa-
ríkis í Bandaríkjunum þar sem við
fjölskyldan bjuggum um nokkurt
skeið. Þar naut hún þess að sitja í
sólinni með bók, ræða málin við
okkur og njóta samvista við barna-
börnin.
Sérstaklega minnisstæð er ferð
okkar á slóðir Vestur-Íslendinga í
Norður-Dakóta og Manitoba. Þar
rifjuðum við upp fyrri ferð Gunnu,
Bensa og Önnu á Íslendingadag-
inn á níunda áratugnum. Í Gimli
komust aftur á tengsl við kanad-
íska ættingja þeirra mæðgna sem
hafa haldist fram á þennan dag.
Á ferðinni norður frá Iowa upp
Pembína-dalinn stöldruðum við
við í fallegum kirkjugarði Thing-
valla-kirkju. Það var bjartur dag-
ur og himinninn virtist endalaus.
Þar hvílir skáldið Káinn svo langt
frá landi forfeðranna.
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér.
(K.N.)
Ég er þakklátur fyrir góðar
stundir með Gunnu í gegnum árin,
hláturinn, vináttuna og allt annað.
Þakklátastur er ég þó fyrir að
Gunna fæddi elskulega eiginkonu
mína í þennan heim og lagði þann-
ig grunn að fjölskyldu okkar.
Ég bið Guð að blessa elsku
Gunnu. Megi hún hvíla í friði.
Haraldur Hallgrímsson
Í dag kveðjum við ömmu okkar,
Guðrúnu Karlsdóttur, ömmu
Gunnu eins og hún hefur alltaf
heitið í okkar huga.
Við Bensi vorum fyrstu barna-
börnin og fyrir ömmu var engin
fyrirhöfn of mikil fyrir okkur. Hún
átti það til að skera niður brauð-
sneiðar handa okkur krökkunum í
munnbita eða taka innan úr snittu-
brauði og gefa okkur það mjúka
en borða skorpuna sjálf. Henni
fannst reyndar skorpan best en
við litum auðvitað svo á að hún
rétti okkur það besta. Amma tók
alltaf strætó og man ég enn eftir
strætóferðum með henni um bæ-
inn, bæði hér í Reykjavík en líka
úti í Lúxemborg. Þangað kom
amma nefnilega og bjó hjá okkur á
meðan mamma fór í meistaranám
til Englands. Amma kom þá alltaf
í strætó að sækja okkur Bensa í
skólann, oft með Gunnu í kerru í
eftirdragi.
Amma vildi gjarnan deila
áhugamálum sínum með okkur.
Helst hafði amma áhuga á öllu
gömlu, gömlum munum, gömlum
húsum. Heima hjá ömmu var allt
stútfullt af antikmunum og fyrir
okkur Bensa, þá fimm og sex ára,
var þetta eins og fjársjóðshellir og
ekki spillti fyrir að fá að leika sér
með gull og gersemar. Amma
trúði því að hluti skyldi nota. Það
er mér minnisstætt að sitja með
henni og pússa silfur fyrir ferm-
ingar. Einu sinni fór hún með
Gunnu í göngutúr um Vesturbæ-
inn og ætlaði að skemmta stelp-
unni þá kannski sjö ára gamalli
með frásögnum af arkitektúr og
lýsingum á húsunum í kring, sneri
Gunna sér þá að nöfnu sinni og
sagði: „Amma ég hef ekki gaman
af gömlum húsum.“ Amma lét það
svo sem ekki á sig fá og hélt alltaf
áfram að segja okkur frá en rifjaði
óspart upp þessa sögu af þeirri
stuttu.
Alltaf var gaman þegar hún
kom í mat til okkar. Amma var
alltaf til í að spjalla eða bara setj-
ast og horfa á mynd, helst fannst
henni skemmtilegar morðgátur
enda held ég að við höfum séð allar
Miss Marple-myndirnar. En
henni fannst líka mjög gaman að
hlæja, ég veit ekki hvort skemmti
sér betur hún á sjötugsaldri eða
Bensi um átta ára þegar þau
horfðu saman á Police Academy-
grínmyndirnar.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að amma sé ekki lengur hjá okkur.
Ekki lengur hægt að kíkja til
hennar á Reynimelinn í kaffi,
koma fyrst við í bakaríi og kaupa
handa okkur sérbakað vínar-
brauð, uppáhaldið hennar ömmu.
Við Gunna munum aldrei aftur
hengja upp jólaóróa með henni
inni í stofu á Reynimelnum. Þó að
við höfum ekki náð að hengja upp
óróana með henni þessi jól erum
við þakklát fyrir allar góðu stund-
irnar og minningarnar og vitum að
við hugsum alltaf til ömmu Gunnu
þegar við sjáum jólaóróa og sér-
bakað vínarbrauð.
Laufey, Benedikt og Guðrún.
Guðrún systir og mágkona er
látin 80 ára að aldri. Hún hefur
fylgt mér, bróður sínum, frá fyrstu
tíð og hélt mér undir skírn við
haustfermingu í Fríkirkjunni árið
1950. Á milli okkar systkinanna
voru 14 ár, hún fædd fyrir seinna
stríð en ég á eftir. Þegar ég var að
alast upp voru hún og uppeldis-
bræður okkar og frændur, Pétur
og Helgi (Fíi), fullorðið fólk sem
ég fylgdist með af aðdáun. Guðrún
og Benedikt mágur minn hófu
sinn búskap á heimili foreldra okk-
ar og fluttu skömmu síðar í íbúð í
nágrenninu og varð heimili Guð-
rúnar á vissan hátt mitt annað
heimili. Foreldrar mínir nutu þess
í ríkum mæli er aldur færðist yfir
að eiga Guðrúnu að.
Það var góð og gjöful lífs-
reynsla fyrir mig að kynnast Guð-
rúnu mágkonu minni. Hún var
mér kær mágkona í rúmlega 40 ár.
Við nánari kynni fékk ég innsýn í
mikla mannkosti hennar, hún var
velviljuð og umburðarlynd. Hún
var jákvæð kona, sá það sposka við
lífið, einbeitt og skipulögð þegar
þess þurfti með og lét fátt vefjast
fyrir sér. Hún var skörp, mjög
minnug og það var hægt að
„fletta“ upp í henni eins og al-
fræðiorðabók, hún mundi eftir öll-
um. Hún var ræktarsöm við fólkið
sitt og rausnarleg, hélt utan um
frændgarðinn og fylgdist vel með
öllum, hafði áhuga á hvað fólk var
að fást við. Hún tók fólki eins og
það var.
Hún elskaði börnin okkar, var
þeim dýrmæt og elskuð frænka.
Hún elskaði öll börn og öll börn
elskuðu hana. Þar eru samskiptin
alltaf tærust og einlægust. Hún
var létt og glöð, stutt í hláturinn og
auðvelt að smitast af þeirri gleði.
Hún var smekkkona, hafði næmt
auga fyrir því fagra og bjó fallega
um sig og sína. Með hlýju þakk-
læti og virðingu kveðjum við syst-
ur og mágkonu. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Kristinn og Ragnheiður.
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs!
sifji árfoss og hvers!
dóttir langholts og lyngmós!
sonur landvers og skers!
Þetta ljóð eftir Stephan G.
Stephansson minnir mig alltaf á
Gunnu mágkonu mína en það var
henni kært. Og núna er Gunna
lögð upp í langferð og við sem
þekktum hana eigum margar
minningar sem bæði er ljúft og
sárt að ylja sér við.
Ég var á 10. ári þegar Bensi
stóri bróðir minn kynnti okkur
fyrir væntanlegri konu sinni. Við
systurnar vorum voða feimnar en
horfðum með aðdáun á þessa gull-
fallegu konu og strax tókst með
okkur vinátta sem varði alla tíð.
Það var lítilli stúlku líkt og ævin-
týri að vera við brúðkaup þeirra
þar sem Gunna var eins og prins-
essa og auðvitað fannst mér Bensi
vera prinsinn. Og svo var veislan
haldin á Café Höll og ekkert til
sparað. Þegar Kalli elsti sonur
þeirra fæddist var ég barnapía og
fannst mér það ekki leiðinlegt.
Unglingur var ég oft hjá þeim.
Gunna var afbragðs kokkur og
kenndi litlu mágkonu sinni að búa
til heimsins besta ís, baka súkku-
laðiköku og alls konar dýrindis
rétti. Seinna þegar ég sjálf var
orðin móðir var gott að eiga þau
að, og þau reyndust börnum mín-
um sem afi og amma.
Gunna var mikill lestrarhestur
og tungumálamanneskja. Ung
stúlka hafði hún farið í skóla í
Sviss og í Bretlandi. Þau Bensi
ferðuðust mikið bæði innanlands
og utan. Þegar Bensi féll frá hélt
hún áfram að ferðast, kannaði
ókunn lönd og bjó í Lúxemborg
hjá Lalla syni sínum og heimsótti
Önnu til Bandaríkjanna. Gunna
bauð mér til London þegar ég varð
fimmtug. Þar var hún á heimavelli.
Við þrömmuðum um borgina, fór-
um á söfn, í leikhús og gleymdum
okkur í búðum. Aldrei hef ég séð
eins mikið af fallegu postulíni og í
þeirri ferð enda var Gunna mikill
fagurkeri eins og heimili hennar
bar vitni um.
Síðustu ár voru mágkonu minni
erfið. Hún þurfti að dvelja lang-
dvölum á sjúkrahúsi, en aldrei
kvartaði hún. Hún sem alltaf hafði
staðið fyrir miklum veislum var
allt í einu orðin þiggjandi og ég
veit að það þótti henni þungt. En
það gladdi hana mikið hversu vel
börnunum hennar vegnaði og
barnabörnin voru henni mjög kær.
Að lokum þakka ég mágkonu
minni samfylgdina og bið góðan
guð að blessa hana.
Ragnhildur Blöndal.
Guðrún mágkona mín er dáin.
Það kom ekki algjörlega á óvart.
Við því mátti búast síðustu daga
að svo gæti farið. Auðvitað kom
andlát hennar við mig. Það hafði
farið vel á með okkur alveg síðan
þau Benedikt bróðir minn fluttu
inn í sína fyrstu íbúð í Austur-
stræti 3 fyrir 60 árum tæpum.
Þangað heimsótti ég þau þar sem
þau voru að taka upp úr bókaköss-
unum. Og þegar ég skrifa þetta fer
ég ósjálfrátt hugsa um það, hversu
fyrirferðarmiklir bókakassar hafa
verið þegar við bræður höfum
flutt úr einni íbúð í aðra.
Guðrún mágkona mín var sér-
stök kona, sterkur persónuleiki og
mikil húsmóðir. Hún var Vest-
urbæingur í húð og hár og hefði
aldrei látið bjóða sér að flytja aust-
ur fyrir Læk. Hún átti fallegt
heimili, var höfðingi heim að
sækja og hrókur alls fagnaðar í
góðum vinahópi. Hún var víðlesin
og margfróð og athugasemdir
hennar skarpar og oft óvæntar.
Það var henni mikið áfall þegar
Benedikt bróðir minn féll frá langt
fyrir aldur fram. En hún tókst á
við sína erfiðleika og sigraðist á
þeim. Hún hélt reisn sinni til
dauðadags og hlotnaðist sú ham-
ingja sem dýrmætust er í lífinu að
eignast hraust og heilbrigð börn
sem vegnar vel og fjölskyldum
þeirra.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Karlsdóttur.
Halldór Blöndal.
Elsku Gunna frænka okkar er
nú fallin frá.
Fyrst og fremst munum við eft-
ir glaðri og notalegri frænku.
Gunna hafði einstakt lag á því að
láta okkur líða vel í návist sinni og
vildi allt fyrir okkur gera. Það var
alltaf gaman og gott að heimsækja
Gunnu frænku.
Við minnumst þess þegar við
vorum lítil og komum í heimsókn
til Gunnu og Bensa að þar var til
vídeótæki og margar skemmtileg-
ar vídeóspólur sem við máttum
horfa á. En vídeótæki var á þeim
tíma ekki til heima hjá okkur, það
var því algjört ævintýraland að
koma í heimsókn til hennar. Við
minnumst allra skemmtilegu ára-
mótanna og stundanna sem við
eyddum hjá Gunnu frænku.
Þegar við minnumst Gunnu
frænku kemur upp í hugann gleði
og hlýja. Hún tók okkur alltaf með
gleði og sýndi okkur áhuga og
hlýju.
Við erum þakklát fyrir þær
góðu minningar sem við eigum um
Gunnu frænku.
Elsku pabbi, Kalli frændi, Lalli
frændi, Anna frænka og fjölskyld-
ur, við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og megi
minning um yndislega frænku lifa
í hjörtum okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ingunn Rán, Anna
Þóra og Karl.
Elskuleg frænka okkar, Guð-
rún Karlsdóttir, er látin. Minning-
ar streyma fram um glæsilega
konu sem brosti svo fallega og
hafði hlýja nærveru. Hún innti
frétta af okkar fólki er við hitt-
umst, sem var allt of sjaldan. Hún
lét okkur frændsystkin finna að
við værum henni kær. Hún reynd-
ist traust þegar á reyndi,
samanber þegar móðir okkar lá
banaleguna á Borgarspítalanum,
þá mætti Gunna og hughreysti
okkur systkin. Föður okkar þótti
einstaklega vænt um Guðrúnu
bróðurdóttur sína og sagði okkur
sögur af því þegar hann passaði
hana smáhnátu svo skemmtilega
að hann tímdi varla að koma henni
í háttinn. Nú er ævin öll hjá Guð-
rúnu og hún sofnuð svefninum
langa. Við systkin biðjum henni
blessunar og sendum við fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Kristjana, Margrét,
Kristinn, Guðrún Björg
og Anna Sigríður.
Gott er og ljúft að leita í sjóð
minninganna þegar Guðrún
Karlsdóttir er kvödd. Við vorum
ömmur fimm sameiginlegra
barnabarna og við höfðum ævin-
Guðrún
Karlsdóttir