Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN TÓMASSON frá Sauðárkróki, Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 12. desember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember klukkan 13. . Elinborg Jónsdóttir, Valgerður Katrín Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Guðmundur Árni Jónsson, Lára Nanna Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Marta Krist-jánsdóttir fæddist á Suður- eyri við Súg- andafjörð 20. ágúst 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. des- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörg Elín Júlíusdóttir, f. 2.1. 1899, d. 16.1. 1971, og Kristján Guðmundsson, f. 14.9. 1895, d. 18.9. 1965. Systkini Mörtu eru: Esther, f. 1921, d. 2011, Unnur, f. 1923, d. 2015, Helgi, f. 1925, d. 2002, Karl, f. 1926, d. 1943, Sigríður, húrsson, börn þeirra eru: Anton Már, Ásdís Ösp og Andri Þór. 3) Helen, f. 7.12. 1960, maki Þór- hallur Guðmundsson, börn þeirra eru: Steinar Örn, Erna Ósk, Fanney, María og Ástþór Orri. 4) Guðrún, f. 25.6. 1964, maki Sæbjörn Þórarinsson, börn þeirra eru: Halla Björk, Ólafur Viggó, Hildur Ýr og Sara Dís. Barnabarnabörn eru 23. Marta og Toni hófu sinn bú- skap á Suðurgötu 20 í Keflavík. Þau byggðu sér hús að Sóltúni 14 þar í bæ árið 1954 og bjuggu þau þar mestan hluta ævi sinn- ar. Marta stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli frá 1950-1951. Fyrstu árin var Marta heimavinnandi húsmóðir og vann síðan við ýmis störf, lengst af við fiskvinnslu. Marta verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. des- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1928, Dagrún, f. 1936, Sólveig, f. 1937, og Karlotta, f. 1947. Marta kvæntist Antoni Jónssyni, f. 4.2. 1924, d. 18.1. 2009, hinn 31.12. 1951. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður Há- konardóttir og Jón Tómasson. Börn Mörtu og Antons eru: 1) Karl, f. 10.8. 1954, maki Hrafn- hildur Jónsdóttir, börn þeirra eru: Lilja Dögg, Jón Hrafn, Marta og Uni Hrafn. 2) Eygló, f. 19.11. 1957, maki Ólafur Art- Elsku mamma mín. Einhvern tíma tekur allt enda og er nú komið að kveðjustund. Margar minningar hlaðast upp og efst í huga er Sóltúnið þar sem þið pabbi óluð okkur systkinin upp. Mér verður einnig hugsað til allra ferðalaganna sem þið fóruð með okkur börnin í á hverju sumri og eigum við öll yndislegar og skemmtilegar minningar um þær ferðir. Seinna bættust svo við barnabörnin sem einnig eiga góð- ar minningar um ömmu sína og gátu þau alltaf leitað til þín og fengið eitthvað gott að borða eða leitað hjá þér ráða. Móðir mín var kraftmikil, hvatvís og einstaklega handlagin kona. Hún skilur eftir sig fjölda fagurra handverka sem við fjöl- skyldan munum varðveita til frambúðar. Mamma hafði mikinn áhuga á garðvinnu og var garð- urinn við Sóltúnið alltaf til fyrir- myndar og sérstaklega var hún stolt af rósunum sínum sem hún hafði mikið fyrir að rækta. Lífsgleðin og léttleikinn þinn mun leiða okkur áfram um ókomna tíð, elsku mamma mín. Hvíldu í friði, elsku mamma. Ég veit að pabbi er búinn að bíða eftir þér og og þú munt stíga léttan dans í Sumarlandinu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Hinsta kveðja. Þín dóttir, Guðrún. Nú er elskuleg amma okkar bú- in að fá hvíldina eftir langa og hamingjusama ævi. Þegar hugsað er til baka og farið að rifja upp minningar æskuáranna sem henni tengjast þá koma ýmis lýsingar- orð upp í hugann, t.d. dugleg, orkumikil, jákvæð og ástúðleg. Þar sem Sóltúnið var stutt frá Holtaskóla gerðum við mikið af því að fara til ömmu og afa í há- degismat og hittum þar önnur frændsystkini í sömu erindagjörð- um. Aldrei sáum við ömmu skipta skapi og sýndi hún okkur ótrúlega þolinmæði og natni hvort sem hún var að kenna okkur nýtt spil eða leyfa okkur að hjálpa til við bakst- urinn. Alltaf var hún boðin og búin að baka fyrir veislur og önnur til- efni, bakaði til að mynda brúð- kaupstertur og skírnartertur þrátt fyrir að vera komin langt á áttræðisaldurinn. Ómissandi liðir á hverju ári voru skötuveislan á Þorláksmessu, jólaboðið á jóladag og síðan þrettándakaffið þar sem öll fjölskyldan kom saman og var þá amma í essinu sínu að stjana við fólkið og fullvissa sig um að all- ir fengju nægju sína. Einnig nut- um við öll góðs af lopapeysum, teppum og öðrum hannyrðum sem hún hristi fram úr erminni með lítilli fyrirhöfn. Barngóð var hún með eindæmum og var alltaf yfir sig spennt ef von var á nýju langömmubarni og var hún með þeim fyrstu sem komu í heimsókn og alltaf færandi hendi. Nú njótum við þess að ylja okk- ur við þessar góðu minningar og vitum að hún er komin á betri stað til afa og systkina sinna. Lilja Dögg, Jón Hrafn, Marta, Uni Hrafn, makar og börn. Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund og kveðjum við þig með sorg í hjarta en á sama tíma erum ævinlega þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Lífsgleði og orka er eitthvað sem einkenndi þig, amma, sem og umburðarlyndi. Þú varst allt- af glöð, alltaf til í að aðstoða þeg- ar á þurfti að halda. Sóltúnið var okkur mjög kært og verður í minningu okkar ávallt sá staður þar sem við gát- um sótt ást, hlýju og nýbakaðar kleinur. Þrátt fyrir veikindi þín síð- ustu ár þá sýndir þú alltaf þína sönnu persónu, með einstakri ást og væntumþykju. Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum. Á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Anton, Ásdís og Andri. Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund og því koma okkur í huga þær mörgu minningar sem við eigum af samverustundum okkar. Það er vart hægt að minnast þín án þess að nefna í upphafi garðinn við Sóltúnið og þá vinnu sem þú lagðir í viðhald hans. Þar lékum við börnin okkur myrkranna á milli meðan þú nostraðir við rab- arbarann til þess að tryggja það að rabarbarasultan væri alltaf í hæsta gæðaflokki. Því nutum við barnabörnin ávallt góðs af. Pönnukökur og kleinur koma manni óhjákvæmilega í huga og höfum við það eftir öruggum heimildum að baksturinn hennar ömmu var sannarlega á heims- mælikvarða. Okkur verður einn- ig hugsað til þess hve vel þú hugsaðir ávallt um okkur öll, þá sérstaklega þegar litið er til baka á grunnskólaárin. Þar stóðstu ávallt vaktina við samlokugrillið eða pönnuna og gekkst úr skugga um það að við barna- börnin héldum aftur í skálann södd og tilbúin til þess að takast á við daginn. Þú tókst virkan þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, þá sérstaklega þegar kom að textílmennt. Það er því óhætt að segja að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur öll. Okkur langaði að rita þessi fáu orð til þess að þakka þér fyrir allt, elsku amma okkar. Þín verð- ur ávallt minnst sem hugljúfrar og góðrar konu sem við barna- börnin gátum alltaf leitað til. Ómögulegt er að tjá allt sem þú hefur gert fyrir okkur í svo stuttu máli en þess í stað munum við barnabörnin taka með okkur minningarnar og uppeldið og varðveita til æviloka. Takk fyrir allt. Ólafur V. Thordersen, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir, Sara Dís Sæbjörnsdóttir. Marta Kristjánsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar ✝ Jón Ólafsson,húsgagna- og innanhússarkitekt og kennari, fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1938. Hann lést á Landspít- alanum 6. desem- ber 2016. Foreldrar: Ólaf- ur Daðason, f. 7. maí 1906, d. 25. október 2001, og Guðný V. Guðjónsdóttir, f. 2. ágúst 1914, d. 2. júlí 1994. Systkini: Daði, f. 3. júní 1935, Guðjón Þór, f. 29. október 1936, María Jóna, f. 11. apríl 1945. Jón kvæntist Birnu Sig- urjónsdóttur, f. 17. september 1946, þ. 2. febrúar 1991. Börn Jóns með fyrrv. eig- inkonu Ingibjörgu Árnadóttur, f. 26. september 1935: a) Guðný Sif Jónsdóttir, f. 22. maí 1962. Maki Halldór Ey- þórsson, f. 19. maí 1959. Sonur hennar og Áka Snorrasonar: Snorri Freyr, f. 1987. Maki Margrét Lilja Gunnarsdóttir, börn þeirra Ragnar Aage, f. 2009, og Adda Sif, f. 2011. Sonur Guðnýjar og Halldórs: Eyþór Jakob, f. 1994. b) Tóm- as Árni Jónsson, f. 28. nóv- ember 1963. Maki María Jóns- dóttir, f. 7. nóvember 1962. Börn: Jón Arnar, f. 1990 og Ingibjörg, f. 1993. c) Helga um teiknistofum í Kaupmanna- höfn 1962-64 og hóf teiknistofurekstur í Reykjavík 1966. Jón var annar stofnenda teiknistofunnar Arkhönn sf. og vann að ýmsum hönn- unarverkefnum, m.a. sum- arhúsabyggð við Svignaskarð, sjúkrahúsi og ráðhúsi í Vest- mannaeyjum og Fjölbrauta- skólanum og Seljaskóla í Breiðholti. Einnig vann hann að hönnun orlofsíbúða í Reykjavík fyrir Kenn- arasamband Íslands. Jón hlaut viðurkenningar fyrir hönnun húsgagna og lampa, bæði hér á landi og erlendis. Árið 1975 stofnaði Jón Verkpalla hf. sem var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem leigði út vinnupalla. Jón vann að félagsmálum Fé- lags húsgagna- og innanhúss- arkitekta frá 1966 og var for- maður þess félags um margra ára skeið. Þá vann hann að fé- lagsmálum tengdum iðnaði og hönnun. Jón kenndi við Iðn- skólann í Reykjavík og Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, hann var kennari og skólastóri við Reykhólaskóla árin 1986- 1991 og kennari við Garða- skóla frá 1991-2006. Á árunum 1971-74 endurbyggði hann torfbæinn á Börmum í Reyk- hólasveit ásamt fjölskyldu sinni og hélt áfram að rækta landið á Börmum alla tíð síð- an. Jón verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 19. des- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Aðalheiður Jóns- dóttir, f. 24. des- ember 1968. Maki Guðmundur Vil- hjálmsson, f. 2. september 1967. Börn: Ingibjörg Ásta, f. 1996, Laufey Sigríður, f. 1999 og Vil- hjálmur, f. 2003. Börn Birnu með Eyjólfi Melsted, f. 29. nóvember 1942: a) Gunnar Björn Melsted, f. 25. júní 1970. Sambýliskona Rannveig Giss- urardóttir, f. 6. nóvember 1970. Dóttir hans og Ástu Þór- isdóttur: Bára Örk Melsted, f. 2001. b) Björg Melsted, f. 30. júlí 1972. Maki Heimir Örn Herbertsson, f. 4. október 1970. Börn: Orri, f. 1995, Arn- ar Már, f. 1999, Einar Björn, f. 2003 og Heiðar Örn, f. 2011. c) Páll Melsted, f. 5. janúar 1980. Maki Jóhanna Jakobsdóttir, f. 4. janúar 1981. Börn: Gréta Björg Melsted, f. 2007, og Þór- dís Melsted, f. 2011. Jón lauk meistaraprófi í húsgagnasmíði í Reykjavík, prófi í húsgagna- og innan- hússhönnun frá Kunst- håndværkerskolen í Kaup- mannahöfn 1964 og kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1986. Jón vann við húsgagnasmíði í Reykjavík 1954-60. Hann starfaði á ýms- Ég var tíu ára þegar við Jón hittumst fyrst 1990 og hann hef- ur fylgt mér síðan þá, sem fóstri minn. Ég man vel þegar mamma og Jón tóku fyrst sam- an, Jón bjó á Reykhólum, keyrði Lödu Sport-jeppa, var með teikniborð sem alltaf voru teikn- ingar á og átti flottasta makka sem ég hafði séð. Seinna um haustið fluttum við á Reykhóla og bjuggum þar í eitt ár. Allt frá því var Jón hluti af fjölskyld- unni. Jón var einstaklega hlýr og góður og hann hafði mikla þolinmæði gagnvart litlum strák sem stundum vissi aðeins of mikið um allt í heiminum. Ég lærði margt af honum, ekki bara að binda bindishnút og raka mig heldur að vanda mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og að stundum þarf maður að ganga í misskemmtileg störf, eins og að vaska upp eða moka snjóinn af stéttinni. Jón var húsgagna- og innan- hússarkitekt og sannkallaður hönnuður, hann hannaði hús- gögn, lampa og byggði torfbæ. En merkilegast þótti mér þó að sjá hann vinna í Selbrekkunni þar sem við bjuggum lengst saman. Ég hafði ekki mikið álit á raðhúsinu þegar við skoðuðum það fyrst, frekar dimmt niðri og púkó teppi uppi, en Jón sá bara möguleika og lausnir og breytti því í fallegt og notalegt heimili. Best undi hann sér í sveitinni á Börmum, við gróðursetningu á trjám eða að dytta að torfbæn- um. Ég á margar góðar minn- ingar með Jóni og mömmu á Börmum og þegar við löbbuðum upp í vatn að leggja net. En mér vænst þykir mér um hve mikið Jón hvatti mig áfram og hversu stoltur hann var af öllum mínum afrekum, stórum og smáum. Hvíl í friði. Páll Melsted. Það er ekki auðvelt að minn- ast Jóns afa í fáum orðum, svo margt mætti nefna. Afi var mjög afalegur afi, með gráa skeggið sitt og dálítið gamlar hendur. Hann kunni á öllu lag, vissi svo margt og hafði alltaf tíma. Í sveitinni smíðaði afi torfbæinn Barma úr rústum. Þar höfum við allir dvalið á sumrum um lengri eða skemmri tíma. Í sveitinni lærðum við að flagga fána, keyra rauðan trak- tor og að skera bensíntrekt úr Fantaflösku. Afi geymdi dótið sitt í stóra skúrnum, við krakk- arnir fengum litla skúrinn. Við máttum spila fótbolta og leika okkur á trampólíninu að vild en jafngaman var að fá verkefni hjá afa, hlusta á hann lesa fyrir okkur þjóðsögur eða spila við hann og ömmu á spil. Afi kunni líka að spenna upp músagildrur. Við gistum oft hjá afa og ömmu Birnu og fórum með þeim hitt og þetta, það var allt- af gott. Heiðar Örn er yngstur okkar bræðra. Spurður um afa nefnir hann hvað afi var skemmtilegur og góður að knúsa þegar maður kom í heim- sókn. Hann vildi óska að afi hefði getað orðið 100 ára. Þess vildum við allir óska. Undir lokin, þegar afi var orðinn mikið lasinn á spítalan- um, brýndi hann fyrir okkur góðmennsku og trúfestu. Þann- ig var afi og þau heilræði lofum við að heiðra. Orri Heimisson, Arnar Már Heimisson, Einar Björn Heimisson, Heiðar Örn Heimisson. Með fáum orðum viljum við nú kveðja vin okkar, Jón Ólafs- son. Við kynntumst Jóni í kjöl- far þess að við tengdumst fjöl- skylduböndum og hittumst við eftir það reglulega, oftast í fjöl- skylduboðum af ýmsu tilefni. Alltaf var Jón jafn hlýlegur í okkar garð og tók vel á móti okkur og náðum við tveir fljótt saman og höfðum um margt að spjalla, enda var um mörg sam- eiginleg áhugamál að ræða. Þar var helst jarðaumsýslan í ná- grannasveitarfélögum, okkar á Hóli í Hvammssveit og Jóns og Birnu á Börmum í Reykhóla- sveit. Þar var m.a. um að ræða að skiptast á ráðum, upplýsing- um og reynslusögum varðandi skógrækt, girðingar o.fl. en ekki síst um viðhald og endur- byggingu gamalla húsa, sem var okkur sérstakt áhugamál. Við þökkum Jóni fyrir góð og skemmtileg samskipti og vin- áttu, sem aldrei bar neinn skugga á. Við vottum Birnu, börnum, fósturbörnum og öðr- um afkomendum og aðstand- endum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jakob og Þorgerður. Þegar við hjónin fórum suður í erindum, gjarnan við fjöl- skyldumót, er ein kveðja svo eftirminnileg sem ávallt mætti okkur: „Komið þið sæl, elskurn- ar, hvað er að frétta?“ sagði Jón mágur. Venjuleg kveðja þegar fólk hittist, já, en hún var borin fram þannig að eftir var tekið. Þétt faðmlag og glettin augu, þýddi að ekki var nóg að svara einungis: „Allt gott“. Eða: „Ekkert sérstakt að frétta“. Svona svör kölluðu fram augn- gotur og líkamstjáningu sem gaf skýrt til kynna að hér var óskað eftir svörum. Svolítil þögn og bros þýddi að hér var óskað eftir samræðum, engin undanbrögð. Enda kunni sá sem þetta skrifar vel að meta það sem var í vændum. Þetta markaði upphaf að um- ræðum, fyrst tveggja manna tali en brátt voru fleiri fjöl- skyldumeðlimir innblandaðir, ekki allir sammála, eða bara eins og það á að vera. Umræðu- efnið spannaði vítt svið mála, stjórnmál, samfélagsmál hvers- konar. Fagurfræði og listir, aldrei var komið að tómum kof- unum, Jón alltaf með skýra skoðun á málum og engin und- anbrögð eða hálfvelgja, málið skyldi krufið. Alltaf skynjaði ég einn grunntón í máli Jóns, réttlæti, jöfnuð og ást á hinu fagra og sanna, það fór ekki milli mála að hér fór sannur jafnaðarmað- ur sem hafði ríka tilfinningu fyrir réttlæti öllum til handa, ekki einungis útvöldum. Ég kynntist einnig þeirri hlið á Jóni sem sneri að hans fagi, innanhússhönnun, fagurfræði og listrænum smekk. Þessi hlið á Jóni kom svo vel fram á heim- ili þeirra hjóna sem var fallegt og ríkulega búið fögrum hlut- um, list og hönnuðum gripum og íbúðin sjálf, með útsýni um stóra glugga, gróður á svölum, alls staðar eitthvað til að gleðja augað. Að fylgjast með hvernig veik- indin tóku að draga máttinn úr Jóni var erfitt þótt úr fjarlægð væri og of fáar samverustundir. Nú er svo komið að fækkað hefur um eina rödd í fjölskyld- unni og kveðjan góða: „Komið þið sæl, elskurnar“ hefur þagn- að. Kæra Birna, Guðný, Tómas, Helga, Gunnar Björn, Björg, Jón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.