Morgunblaðið - 19.12.2016, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Fastir liðir eins og venjulega. Á Aðventudagskránni í
dag, jólastund vinnustofunnar kl. 10.30 og bókarkynning kl. 15, en þá
kynnir Davíð Logi Sigurðsson bók sína Ljósin á Dettifossi
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30–16, útvarpsleikfimi RÚV í mat-
sal kl. 9.45–10, bútasaumur - Ljósbrotið kl. 11–15, handavinna með
leiðbeinanda kl. 12.30–16.30, félagsvist með vinningum kl. 13–15,
myndlist með Elsu kl. 16–20.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30 og félagsvist kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi kl. 10, eigum von á góðum gestum;
unglingar úr Háteigsskóla ætla að koma og eiga með okkur notalega
morgunstund, leikfimi kl. 10.30 með Auði leikfimikennara og munu
gestirnir okkar vera þátttakendur. Allir velkomnir í Bólstaðarhlíðina,
allar upplýsingar í síma 535-2760.
Dalbraut 18-20 Kl.13 brids.
Félagsmiðstöðin Lindargötu 59/Vitatorg Leirmótunarnámskeið
kl. 8–12, postulínsmálun kl. 9–12, lestur framhaldssögu kl. 12.30–13.
Frjáls spilamennska kl. 13–16.30, stólaleikfimi kl. 13–13.30, bókbands-
námskeið kl. 13–17. Allir velkomnir!
Gerðuberg 3–5 Opin handavinnustofa kl. 8.30–16, útskurður með
leiðbeinanda kl. 9–16, keramikmálun kl. 9–12, leikfimi gönguhóps kl.
10-10.20.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 10.50 jóga, kl. 13 lom-
ber, kl.13.15 kanasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl.10, handavinna
og brids kl. 13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa
á staðnum, allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10, göngu-
hópur kl. 10.30, þegar veður leyfir. Dóra djákni í heimsókn kl.10–12,
hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Mömmu-
hópur kl. 12, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir 588-2320.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, ganga kl.
10. Glerlistarnámskeiðið er komið í jólafrí en byrjar aftur 6. febrúar.
Myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13,
félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Munið að panta Þorláks-
messuskötuna eða saltfiskinn fyrir 21. Allir velkomnir í Hæðargarð
óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag frá Borgum, frá Grafarvogskirkju og
fyrir þá sem vilja; inni í Egilshöll, félagsvist hefst kl. 13 í dag í Borg-
um. Gleðileg aðventa í Borgum, njótum saman með gleði í hjarta.
Seltjarnarnes Billjard í Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30,
vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. Jólafrí í gleri, leir, handa-
vinnu og jóga fram yfir áramót.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mb
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Verslun
Trúlofunar- og giftingar-
hringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvíta-
gull, silfur, titanium og tungstenpör á
fínu verði. Demantar og vönduð arm-
bandsúr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðar-lausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Þjónusta
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Uppl. í s: 788 8870 eða
murumogsmidum@murumogsmidum.is
Múrum og smíðum ehf
Ýmislegt
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Mikið úrval af
náttfatnaði í
jólapakkann
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Mikið úrval af
náttfatnaði í
jólapakkann
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Ódýru dekkin
Hágæða sterk dekk. Allar stærðir.
Sendum hvert á land sem er.
Bílastofan, Funahöfða 6,
sími 562 1351.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn
og tek að mér ýmis
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Þjónustuauglýsingar
Þarft þú að koma fyrirtækinu
þínu á framfæri
Hafðu samband í síma
569 1390 eða á
augl@mbl.is
og fáðu tilboð
Palli, og barnabörn, við Hildur
sendum ykkur okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Ármann
Sigurjónsson.
Kollegi minn og frændi Jón
Ólafsson innanhússarkitekt er
látinn eftir löng og erfið veik-
indi. Við Jón vorum þremenn-
ingar að skyldleika, ættaðir af
Skógarströnd á Snæfellsnesi,
báðir í föðurætt. Leiðirnar lágu
fyrst saman er við vorum í Iðn-
skólanum í Reykjavík árið
1956-7. Okkur varð fljótlega vel
til vina enda báðir við nám í
húsgagnasmíði og samnings-
bundnir hvor hjá sínum meist-
ara.
Jón var bráðgreindur og stóð
sig vel, hvort heldur var í teikn-
ingu eða öðrum greinum. Hann
var glaðlyndur og félagslyndur
og er mér minnisstætt lítið at-
vik úr skólanum sem lýsir Jóni
vel. Einn kennarinn var afar
strangur og átti til að gera lítið
úr nemendum sem áttu til að
gata. Hann lét þá engjast uppi
við töflu, sem var ömurlegt. Þá
stóð Jón upp og hélt stutta
ræðu og tók upp hanskann fyrir
félaga okkar. Þetta sýndi mik-
inn kjark. Þá var ekki algengt
að nemendur gerðu þess háttar.
Slíka réttlætiskennd sýndi Jón
oft. Við lukum báðir námi og
vorum góðir vinir og félagar,
Skemmtum okkur oft í hópi
góðra vina. Haustið 1960 ákvað
ég að fara til Kaupmannahafn-
ar og nema húsgagnahönnun.
Af tilviljun fórum við Jón að
ræða þetta og kom þá í ljós að
Jón hafi ekki bara hugleitt
þetta, heldur hafði þegar sótt
um skólavist. Jón var þá kvænt-
ur maður, hafði kvænst Ingi-
björgu Árnadóttur hjúkrunar-
fræðingi. Jón fór utan á undan
mér og fékk starf við smíðar og
til þess að læra betur dönsku.
Við þreyttum báðir inntöku-
próf, því mjög var sótt í þennan
skóla, og hófum nám í septem-
ber 1961. Við vorum einu út-
lendingarnir í bekknum, hinir
tólf voru Danir. Þetta voru
spennandi tímar. Við nutum
þess vera í skólanum og takast
á við alls konar hönnun hús-
gagna og nytjahluta. Fljótlega
eignuðust þau Jón og Inga sitt
fyrsta barn, en þau unnu hörð-
um höndum til þess að geta fest
kaup á litlu húsi, sem þau lang-
aði að eignast sem var næstum
óhugsandi meðal danskra fé-
laga. Þessi þrjú skólaár liðu
alltof fljótt. Samstarf okkar var
gott og eitt sinn tókum við þátt
í samkeppni um nýja hönnun á
lömpum. Við vorum mjög kapp-
samir sem bar þann árangur að
við unnum til verðlauna. Út úr
þessari viðleitni kom lampinn
Hekla, sem síðar var framleidd-
ur hjá þekktu dönsku fyrirtæki
og seldur víða um heim. Þetta
var okkur mikill sigur. Jón var
frábær hönnuður, hugmynda-
ríkur og úrræðagóður.
Eftir sex ár í Kaupmanna-
höfn fluttum við heim með fjöl-
skyldum okkar og stofnuðum
teiknistofu til þess að vinna að
okkar hugðarefnum. Þá var
rétt ein kreppan og lítið um
verkefni. Þar kom að Jón fór að
kenna í Iðnskólanum til þess að
afla öruggra tekna með teikni-
stofunni. Brátt skildi leiðir og
við hættum reglulegri starf-
semi saman og fórum hvor í
sína áttina. Við héldum alltaf
góðu sambandi en unnum ekki
saman að verkefnum. Jón
stofnaði teiknistofu með öðrum
arkitekt og unnu þeir að mörg-
um stórum verkefnum. Jón
giftist síðar Birnu Sigur-
jónsdóttur, fyrrverandi skóla-
stjóra, sem reyndist honum
aðdáanlega í veikindum hans.
Ég votta Birnu og afkomendum
Jóns og ástvinum öllum inni-
lega samúð.
Megi minningin um góðan
dreng lifa.
Pétur B. Lúthersson.