Morgunblaðið - 19.12.2016, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Njóttu
hátíðanna
með frönskum
mat og drykk
Jólamatseðill
og jólaglögg
alla daga
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert á varðbergi gagnvart yfirvöld-
um og ögrar þeim við hvert tækifæri.
Beygðu þig undir forystu aðila sem þú virð-
ir.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú heldur vel á spöðunum varðandi
ákveðið mál muntu sjá það leysast farsæl-
lega. Ef einhver reynir að höfða til tilfinn-
inga þinna, streitist þú ósjálfrátt á móti.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Án þess að vita af því hefur þú
eitthvað í fórum þínum, sem öðrum finnst
eftirsóknarvert. Trúðu því djúpt innra með
þér. Kannaðu hins vegar málið vandlega áð-
ur en þú lætur til skarar skríða.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viljirðu búa við áframhaldandi vel-
gengni máttu í engu slaka á. Notaðu þetta
tækifæri út í ystu æsar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hrærir í pottinum en veist ekki enn
hvað þú ert að elda. Tilkomumiklar fréttir úr
félagslífinu koma við sögu – ef vinir hafa
eitthvað að halda upp á, hefur þú það líka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Besta leiðin til þess að nýta orku
dagsins er að vinna af kappi. Ekki væri vit-
laust að vinna eilítið bakvið tjöldin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Já, já, þú ert ekki að eyða deginum í
það sem þig langar til. Hún er í snertingu
við hið góða innra með henni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú getur komist að óvæntum
leyndarmálum í dag. Hikaðu ekki við að
hrinda þeim í framkvæmd. Viðhorf þitt til
lífsins er að verða miklu jákvæðara og
sjálfstraustið meira.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki láta það á þig fá þótt yfir-
menn og foreldrar séu að gera út af við þig
um þessar mundir. Aðrir eru hálfhræddir við
þig þegar þú geltir á þá.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Málið er ekki hvað er í vændum,
heldur hverjir – ekta og skemmtilegir ein-
staklingar, frábær félagsskapur. Gættu sér-
staklega að útgjöldunum og dragðu þau
saman eftir mætti.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eru ýmis teikn á lofti um
breytingar í starfi. Svo er bara að halda
fylgismönnunum ánægðum. Neitun getur
verið það besta sem þú gerir fyrir þá.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að
undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma
aflögu fyrir sjálfan þig. Ef þið frystið aðra
úti lokið þið á ykkur sjálf um leið.
Ólafur Stefánsson kallar þettakvæði „Á aðventu“ og er vel
ort:
Víst er hann kominn tíminn á íhygli’ og
andakt,
þó allt sem við hugsum sé vitað, tuggið
og margsagt.
Órofa myrkrið og endalaus
rigningarhryðjan,
er eins og vítamín-moli, og þá er að
bryðja ‘ann.
Ferðum í kirkjur fækkar hér lítið á jólum,
fáheyrðir kórar sýnast á mörgum
boðstólum.
Mærðsemin lekur af andlitum gestanna
inni,
ennþá er von til að mennirnir
lausnarann finni.
Einlægt bak jólum, eilítið fer þá að
birta,
úti á snúrunni blakta fer náttbrók og
skyrta.
Á góu má aftur heyra hér svanina
syngja,
sýnist þá mál til að gleðjast og
harminum kyngja.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir að
morgni dags:
Er nokkur furða, eins og fangi í stíu,
að fálát ég höfði lúti,
það klingir í fjarska því klukkan er 10
og kolniðamyrkur úti.
Og Sigurlín Hermannsdóttir
hnykkir á:
Rignir hann og rignir enn
á réttláta og aðra menn.
Ef hann hættir ekki senn
í álinn fer að syrta.
Kannski mun hann aldrei ætla að birta.
Þessar vísur Björns Ingólfssonar
eru skemmtilegar: – „Ég hitti Mána
á morgungöngunni,“ segir hann:
Þú siglir í sátt
um sérhverja nátt
og veist hvort menn sofa eða vaka.
…
Á himnininn hátt
þú hreykja þér mátt
eins og lýsandi laufabrauðskaka.
Páll Imsland heilsaði leirliði á
draumtíð með þeirri athugasemd,
að „það er ekki óhikað sem ég sendi
þessa limru með fréttum úr sveit-
inni, þar sem það er andstætt inn-
rættum hefðum limrunnar að haga
sér svona pent“:
Það rignir í sífellu’ í sveitinni
og svarrinn hann bitnar á geitinni.
Sérhvern dag hefur völd
dropamergðin svo köld
og dottinn er kjarninn úr beitinni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Í svartasta skammdeginu
og hann rignir og rignir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AUGLÝSING MEÐ FALINNI
MYNDAVÉL, TAKA NÍU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að líða eins og þú
hafir lagt heiminn að
fótum þér.
ÞAÐ SEM HANN SAGÐI:
SAMKEPPNIN VILL INN
Á MARKAÐINN, EN VIÐ
ERUM EKKI TILBÚNIR TIL
AÐ LÁTA ÞAÐ GERAST.
VIÐ ERUM EKKI
TILBÚNIR, ÞANNIG AÐ
ÞETTA MUN GERAST.
ÞAÐ SEM HANN HEYRÐI:
ÞAÐ ER
HÁTTATÍMI
OG JÓN ÆTLAR AÐ LESA
SÖGU FYRIR SVEFNINN
„FORHITIÐ OFNINN
Í 175 GRÁÐUR…“
HELGA MYNDI
VERA SVO STOLT
AF MÉR!
HVÍ?
ÉG HEF EKKI
FENGIÐ MÉR SOPA
Í HEILA VIKU!
Víkverja verður sífellt meira um-hugað um umferðaröryggi.
Hvort það helgast af hækkandi
aldri eða þeirri staðreynd að hann
á son á fimmta ári er ekki gott að
segja en margt er athugavert við
umferðarhegðun okkar borgarbúa.
x x x
Áhættuhegðun er orð sem gjarn-an er tengt við margt annað
en daglegt líf og almennar sam-
göngur en samt virðist bera á
henni.
Eftir því sem umferðarþungi
eykst fyrir hátíðarnar virðist
stressið frekar ná tökum á fólki.
Það tekur stærri sénsa, flautar
meira og virðist pirraðra.
x x x
Þetta á ekki bara við um þá semferðast um í vélknúnum öku-
tækjum, heldur eru gangandi og
hjólandi vegfarendur margir
hverjir engu skárri. Það er ótrú-
legt hversu oft maður verður vitni
að því að dökkklætt fólk reynir að
skjótast á milli bíla í myrkrinu og
grámanum svo bílstjórar þurfa að
nauðhemla. Síðastliðinn föstudag
fékk Víkverji sjálfur reiðhjóla-
mann svo gott sem beint á stuð-
arann þegar hann lagði af stað á
grænu ljósi. Svo má ekki gleyma
hvað við bílstjórar erum duglegir
að fara yfir á dökkappelsínugulu
ljósi.
x x x
Það er bara tímaspursmál hve-nær alvarleg slys verða í um-
ferðinni, það er alltaf raunin.
Mannlegi þátturinn er sá sem lík-
legastur er til að valda slysum.
Ástand vegar, veður og birta eru
breytur sem okkar mannfólksins
er að taka inn í reikninginn og fá
dæmið til að ganga upp. Það er í
langflestum tilfellum okkur að
kenna ef slys verða og ég held að
fæstir vilji verða til þess að
náunginn þurfi að eyða jólunum á
sjúkrahúsi, hvað þá að gera það
sjálfur.
Er ekki skárra að leggja fyrr af
stað og njóta ferðarinnar?
vikverji@mbl.is
Víkverji
Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur
og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn
mín og lofsöngur, hann kom mér til
hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni
ausa úr lindum hjálpræðisins.
(Jes. 12:2)