Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 34

Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Framsækni á fornamboð In Paradisum bbbnn Guðrún Óskarsdóttir leikur ný íslenzk verk fyrir sembal. Úlfar Ingi Haralds- son: In Paradisum II, 1-5 (2011). Anna Þorvaldsdóttir: Fingerprints (2002). Sveinn Lúðvík Björnsson: Tif ... og klukkan tifar til móts við tímann (2006). Kolbeinn Bjarnason: Danses achroniques (2015). Guðrún Ósk- arsdóttir. Hljóðritað í Guðríðarkirkju 2013-2016. Upptaka & eftirvinnsla: Georg Magnússon [eftirv. á In Para- disum: ÚIH]. Bæklingstexti: Kolbeinn Bjarnason. Smekkleysa SMC 24, 2016. Heildartími: 57:40. Sembalnum – þessum hógvært plokkaða fyrirrennara flygilsins er sá um flest hljómborðsverk frá end- urreisnartíma fram að Vínarklassík (burtséð frá orgeli kirkjuverka og klavíkorði til heimilisnota) eða um þriggja alda skeið – hefur á seinni öldum verið álasað fyrir einkum tvennt. Í fyrsta lagi fyrir takmörkuð styrkbrigði, ólíkt fingrastillt-víðri dýnamík slaghörpunnar. Enda býð- ur tveggja borða semball aðeins upp á forte og piano og leikur lítill vafi á að Bach hefði kosið ,gravi- cembalo‘ flygil Cristoforis undir t.a.m. Veltempraða hljómborð sitt, hefði sá verið lengra kominn í þróun en reyndist 1744. Ekki sízt úr því klavíkorðið, uppáhald Bachs, hafði einmitt téða fingradýnamík til brunns að bera, er getur m.a. dregið fram innraddir tónvefnaðar þegar með þarf. Var aðeins einn hængur á. Klaví- korðið er of veikt í samleik! Og kem- ur þá að seinni ,galla‘ sembalsins, því hið sama á raunar við hann í hljóm- sveitarsamhengi – einkum í stórum sölum eins og dæmin hafa sannað. Miðað við óbeizlaðar nútímakröfur um rosaleg áreiti jafnt styrk- sem lit- brigða stendur semballinn því óhjá- kvæmilega útundan sem auðmjúk herbergisþerna aftan úr settlegri fortíð. Skyldi maður halda. Og þó ekki. Því þrátt fyrir meinta annmarka hafa furðumargir tónhöf- undar síðustu áratuga samt fundið sér hvöt til að semja ný verk fyrir gamla hárkolluhljóðfærið – eins og m.a. sést á þessum diski er tjaldar fimm íslenzkum ópusum á 14 rákum. Dreifist þar fimmþættur In Paradis- um Úlfars Inga inn á milli hinna (rák 1, 3, 5, 12 & 14), ólíkt sexþættu verki Kolbeins Bjarnasonar á jafnmörgum rákum en í samhengi (6-11). Það hlýtur að vera opin spurning hvað nútímahöfundar sjá sér- staklega við tjáningarmiðil sembals- ins umfram aðra. En e.t.v. er það ekki óskylt markmiðum nýliðins rað- tækniskeiðs er vildi setja sjálft frumtónefnið í fókus á kostnað tón- sniða (,parametra‘) á við litbrigði, or- kestrun o. fl. Er það ekki nema góðra gjalda vert, og má segja að hafi hér tekizt að mestu, að stöku viðbættu rafhljóði hjá Úlfari og óhefðbundinni ,aukasnertingu‘ strengja og hljóm- kassa í Spuna Guðrúnar. Hitt er annað mál hvað hlustunin skilur eftir. Frómt og fyrst frá sagt var það óvíða upp á marga fiska í mínu tilviki, þótt ynni síðar á þegar stemmningar tóku að skila sér betur (auk óvænt lagrænnar rúsínu í pylsu- enda). Samt verður markhópur við- fangsefna trúlega seint mikill. En al- úð einleikarans og góð upptaka standa fyrir sínu. Kliðfögur kvöldstund Kvöldstund með Beethoven og Dvorák bbbbm Beethoven: Sextett fyrir tvö horn og strengjakvartett í Es Op. 81b (1795). Joseph Ognibene & Emil Friðfinnsson horn, Rut Ingólfsdóttir & Júlíana Elín Kjartansdóttir fiðlur, Sarah Buckley víóla og Inga Rós Ingólfsdóttur selló. Dvorák: Serenaða f. 10 blásara, selló og kb. í d Op. 44 (1878). Kammersveit Reykjavíkur u. stj. Bernharðs Wilk- inson. Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju 1999 og Víðistaðakirkju 2011; hljóð- meistari og úrvinnsla: Páll Sveinn Guðmundsson. Bæklingstexti: Jos. Ognibene. Smekkleysa SMC 22, 2016. Heildartími: 42:33. Kvöldstund með Beethoven og Dvorák nefnist nýlegur diskur Kammersveitar Reykjavíkur, er hefst á fremur sjaldheyrðu æsku- verki stórmeistarans frá 1795 þegar hann var til- tölulega ný- kominn frá Bonn til Vín- ar í leit að frægð og frama. Þrátt fyrir háa ópusnúm- erið (sbr. Septettinn Op. 20 frá 1802) er það öldungis óskylt ,heróíska‘ miðskeiði hans enda fyrst gefið út á prenti 15 árum síðar. Þó kalli ekki á ýkja sjálf- stætt framlag frá strengjum, þá flík- ar það því meiri kröfum til blás- aranna tveggja er fá hér að tjalda því sem til er í sérdeilis glæsilegum leik, ýmist á virtúósum eða sönghæfum nótum, sem þeir hornfélagar skila með óhætt að segja frábærum virkt- um. Eitt vekur þó undrun. Þessi nán- ast að kalla horndúókonsert gerir skv. fyrirliggjandi heimildum aðeins ráð fyrir strengjakvartett til sam- leiks, þar sem á seinni tímum væri vart minna á móti lagt en 12-14 manna strengjasveit. Ventlalausu lúðrar samtímans hljóta því hafa haft talsvert minni hljómstyrk en róm- antískir arftakar þeirra. Virðist óneitanlega sem upprunahyggja vorra tíma hafi einu sinni enn ruglað menn í rétthugsunarríminu, því þó að upptökutæknin bæti nokkuð úr þá hefðu fleiri strengir (auk kontra- bassa – sem Beethoven fyrirskrifar ad lib.) – áreiðanlega tryggt betra jafnvægi. En allt um það er bráðvel leikið út í gegn, og blossandi blást- urinn er engu minni en í heims- klassa. Yndisleg 83 árum yngri Serenaða Dvoráks verður ávallt eftirlæti allra sem henni ná að kynnast, upp- tendruð af anda bæheimskra þjóð- laga, og stenzt KSR vel samanburð við gífurlegt túlkunarframboð á heimsvísu undir sannklassískri stjórn Bernharðs Wilkinson. Dansfall J. S. Bach: Sex svítur fyrir selló bbbnn J. S. Bach: Sex sellósvítur í G, d, C, Es, c & D, BWV 1007-12. 2 diskar (I: nr. 1, 2 & 6; II: 3-5). Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló. Hljóðritaðar í Aðvent- kirkjunni í Reykjavík 2013. Upptaka & hljóðvinnsla: Þórður Magnússon. Meistrun: Bjarni Rúnar Bjarnason. Bæklingstexti: Yrsa Þöll Gylfadóttir. Smekkleysa SMC 23, 2016. Heild- artími: 78:46. Ótalmargt hefur verið skrifað og skrafað um svíturnar sex fyrir selló án undirleiks sem Bach samdi líklega á árum sínum hjá Leopold Köthen fursta (1717- 23), allt frá því er Pablo Casals hóf þær úr alda gleymsku snemma á 20. öld. Og ekki að ástæðu- lausu. Þær þykja með réttu standa upp úr sam- bærilegum strokeinleiksverkum bar- okktímans og jafnvel allt fram á okk- ar dag að músíkalskri andagift, ásamt Sónötum og Partítum Bachs fyrir fiðlu. Að sama skapi eru þær orðnar að n.k. æðsta prófsteini sellóleikara um víða veröld á ,rétt og aðild‘ þeirra að list listanna – m.a.s. svo að þónokkrir hafa séð sig knúna til að hljóðrita bálkinn oftar en einu sinni. Seint verða menn búnir með Bach – eins og sést kannski á því hvað einleiks- verk hans eru enn mikið notuð í tón- listarskólum. Lymskulegt mennta- gildi þeirra er fólgið í því að láta nemandann ekki í friði fyrr en hann nær fullnægjandi tökum – skynjandi frá fyrstu ferð að minna hæfir ekki þessum jarknagaldri. Eftir því sem næst verður komizt fer hér fyrsta heildarhljóðritun ís- lenzks sellista á Svítubálki Bachs, og verður því að kalla allmerkan áfanga í örstuttri tónsögu lýðveldisins þar sem furðumörg öndvegisverk vest- rænna tónmennta eru enn ófrum- flutt. Engu síðri hljóta tímamótin að teljast á ferli Bryndísar Höllu Gylfa- dóttur, er hefur til skamms tíma ver- ið leiðari sellódeildar SÍ og að auki geysivirk í ekki sízt kammerleik, m.a. á vegum Kammermúsíkklúbbs- ins. Enda hefur maður oft notið fág- aðs leiks hennar fram í fingurgóma ef svo má yfirfæra á eyrasnigil, og sjaldan borið skugga á. Samt olli túlkun hennar mér nokkrum heilabrotum. Langt er að vísu liðið frá framlögum kné- fiðlusnillinga á við Casals, Fourniers, Torteliers, Rostropovitsj og síðast en ekki sízt Maiskys – og í millitíðinni hefur „HIP“ upprunastefnan sem kunnugt nánast gerbylt hefð- bundnum skilningi á barokktónlist í þeim mæli að langreyndir hlust- endur vita stundum hvorki í þennan heim né annan. Ljóst er að túlk- unarsvigrúmið hefur aukizt til muna frá því sem áður var, og ekki nema gott um það að segja. Engu að síður stóðu eftir nokkur atriði sem skipta að mínu viti meiru en önnur. Fyrst og fremst hvað varð- ar dans. Þótt aldrei hafi ég sjálfur flórfífl verið, þá leikur enginn vafi á músíkalskri danslund Bachs þegar honum býður svo við að horfa að gefnu tilefni. M.a.s. í hákirkjulegu verki eins og h-moll messunni þar sem heilagur andi og upprisa beinlín- is sópa himingólf í kórköflum Cum sanctu spiritu og Resurrexit. Og barokksvítan er dansasyrpa! Jafnvel hin höfuga sarabanda, er upphaflega kvað fótmennt ,villi- manna‘ frá Suður-Ameríku (trúi hver sem vill). Því stakk það óneit- anlega hve að virtust kenjótt rúbató og sesúrur Bryndísar gátu stundum villt manni taktskyn þegar innbyggð sveifla verksins lét á sér standa. Ef- laust af einlægri innlifun – en það sannfærði mann samt ekki nóg. Dýnamísk meðferð var að vísu yf- irleitt trúverðug, t.d. með ,ekkóum‘ á viðeigandi stöðum, en á móti drógu úr upplifunni óþarflega áberandi bogaískur á opnum G-streng, hvað sem því annars olli. Upptakan virtist framan af svolítið fjarlæg, en það vandist þegar frá leið. Til heildar tekið kæmi manni hins vegar ekki á óvart ef Bryndís myndi fyrr eða síðar reyna aftur við glæstan jörmunbálk Bachs að hætti sumra jafningja – og sýna þá að fullu hvað í henni býr. Núgilt og sígilt Yfirlit yfir nýjar íslenskar klassískar plötur Ríkarður Ö. Pálsson rikardur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Alúð „En alúð einleikarans og góð upptaka standa fyrir sínu,“ segir í rýni um flutning og disk Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Morgunblaðið/Ómar Bach „Engu síðri hljóta tímamótin að teljast á ferli Bryndísar Höllu Gylfadóttur,“ segir í umsögn um út- gáfu hennar á sellósvítunum. Morgunblaðið/Golli Gæði „…stenzt KSR vel samanburð við gífurlegt túlkunarframboð á heimsvísu undir sannklassískri stjórn Bernharðs Wilkinson.“ Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Heimilistæki og innréttingar Eirvík býður heildarlausn fyrir eldhúsið. Innréttingarnar okkar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Verið velkomin í Eirvík – hönnun og ráðgjöf á staðnum. Blandari Öflugur og hljóðlátur blandari sem nota má t.d. til að mylja ís, búa til smoothie, súpur og eftirrétti. Sterkbyggður og framleiddur í Frakklandi. Safa- og berjapressa Sterkbyggð, afkastamikil og framleidd í Frakklandi. Pressar safa úr öllum ávöxtum, berjum og grænmeti. Góð nýting á hráefni og mjög lítil froða í safa. Matvinnsluvél Ótrúlega fjölhæf vél sem nota má t.d. til að skera, sneiða, rífa, blanda, þeyta, hnoða og búa til safa. Sterkbyggð og framleidd í Frakklandi. Brauðrist Gæðabrauðrist sem ristar, afþýðir og hitar upp flestar gerðir af brauðum. Baguette stilling möguleg þar sem önnur hlið brauðsins er ristuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.