Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 17
BERKLAVORN
8. ÁRG.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BERKLASJUKLINGA
1946
Ritnejnd: Guðmundur Löve, Kristinn Stejúnsson, Þórður Benediktsson. . Abyrgðarma&ur: Kristinn Stefánssun.
BORCARPRITNT
Avarp
lslenzka þjóð! — í átlunda sinn kemur Berklavörn jyrir almenningssjónir og flytur nú!
sem fyrr ýmsan fróðleik, en þó jyrst og fremst hvatningu til þjóðarinnar um áframhaldandi
stuðning við áhugamál samtaka vorra, sem einnig eru áhugamál hvers einstaks þegns þessarar
þjóðar. Samtök vor — Sambands íslendzkra berklasjúklinga — hafa notið velvildar og skiln■
ings alþjóðar jrá upphafi vega sinna. Ber Vinnuheimilið órœkt vitni örlœtis og góðvilja þjóðar-
innnr, en það er þegar risið af grunni og hefur starfað í 20 mánuði. Þó er langt að leiðarlokum,
því að hér er aðeins kominn vísir að því vinnuheimili, sem koma skal, og nauðsyn er að rísi sem
allra /yrst. Takmarkið er, að upp vaxi í Reykjalundi myndarleg stojnun, sem geti lekið við
öllum, er þar þurfa að dvelja. Vér erum líka sannfœrðir um, að þjóðin, sem byggt hefur þessa
sto/nun, lætur sér aðeins nægja fullkomið vinnuheimili.
Margir bíða þess enn að komast að Reykjalundi og eiga þá ósk heitasta, að geta unnið
eitthi-að, sjálfum sér og þjóðinni til blessunar. Og undir þá ósk munu allir taka, því að hvers
virði er lífið án starfs. Þá, sem ert hraustur, veizt, að heilsan cr dýrmætasti fjársjóður þinn,
og að enginn er fátœkur, sem er heill heilsu. Engum er þetta þó Ijósara en þeim, sem misst
hefur heilsuna og er að reyna að skapa sér starfsþrólt á ný. Oss ber því að styrkja hann og
styðja á þessum áfanga œvi hans. — Fyrir tveim árum áttu samtök vor allmikla sjóði. Þessir
sjóðir cru nú tæmdir, fyrir þá hefur vinnuheimilið, eins og það er nú, verið reist. Þar dvelja
nú fiórir tugir manna og safna sér þrótti undir meira starf í þágu allrar þjóðarinnar. — Vér
vonum, að þér gerið það, sem í yðar valdi stendur til þess að allir, sem á heimilinu þurfa að
dvelja, komist þangað. — Daglega hufið þér tœkifœri til að leggja eitthvað af mörkum, en í
dag á berklavarnardaginn, heitum vér alveg sérstaklega á yður að sýna samtókum vorum stuðn-
ing. — SAMTÖK ER MÁTTUR, og ef allir leggjast á eitt, má miklu til vegar koma. Verum
samtalca, leggjum öll fram okkar skerf í dag, því að strax verður það þeim til góðs, er þess
þarfnast. En „kornið jyllir mælinn".
I miðstjórn S. I. B. S.
Maríus Helgason, Þórður Benediktsson, Oddur Ólafsson, Ólafur Björnsson,
Björn Guðmundsson, Þorleifur Eggertsson, Ásberg Jóhannesson.
ForsíSumyndin er af stórhýsinu að Reykjalundi eins og þaS mun líta út fullgert.
Myndir allar, aSrar en þær af höf., eru frá Reykjalundi