Berklavörn - 01.06.1946, Page 37

Berklavörn - 01.06.1946, Page 37
SNORRI P. SNORRASON, stud. med.: Bágur B-vítamín búskapur Arið 1937 gerðu þrír erlendir vísinda- menn skemmtilega tilraun með rottur, sem áður höfðu verið gerðar sjúkar af B- vítamín skorti. Þeir höfðu tekið eftir því, að rotturnar voru ákaflega gráðugar í öl- ger, en í því er mikið af B-vitamíni. Þeir tóku nú 12 skálar með ýmsum fæðutegund- um og næringarvökvum, en í eina létu þeir B-vitamín upplausn. Þeir voru ekki fyrr búnir að láta skálarnar inn, þar sem rott- urnar voru, en þær runnu á lyktina og fundu skálina með B-vítamíninu og tóku til að drekka upplausnina af mikilli græðgi, og héldu þær sér með klóm og kjafti í skálina, þegar átti að taka þær burtu. — Ef við værum gædd jafn óskeikulli eðlishvöt og þessar rottur, þá myndum við áreiðanlega haga mataræði okkar talsvert á annan veg en við gerum nú. —Við verð- um að gera okkur ljóst, að við höfum misst þennan hæfileika, eða hann hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir kenjum okkar og afvegaleiddum smekk, og við höf- um ekkert fengið í staðinn, nema mjög takmarkaða þekingu í lífeðlis- og næringar- fræði, og það sem verra er, þessi þekking er ekki metin sem skylda til að forða fólki frá næringarskorti og næringarsjúkdóm- um. Eitt átakanlegasta dæmið um þetta er hvernig B-vitamínum hefur verið sóað á undanförnum áratugum, bæði hér á landi og víðast hvar í hinum vestrænu menn- Snorn t*. bnurrason. ingarlöndum. Það er látið viðgangast enn þann dag í dag að taka vitamínauðugasta hluta hveitikornsins, kímið og hýðið, og nota sem gripafóður, en afgangurinn, sem er næstum snauður af vitaminum og nær- ingarsöltum, er notaður til manneldis. Á síðustu árum er sumstaðar farið að bæta B-vitaminum í mjölið aftur. Mun þetta vera eitt ágætasta dærnið um óvís- indaleg vinnubrögð innan næringarfræð- innar. Næringarrannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós æ betur og betur, hve B-vitamin- in eru mikilvæg næringarefni og hve þau eru nátengd öllu lífi bæði í jurta- og dýra- ríkinu. Allstaðar þar sem nýtt líf kviknar, livort sem er í kírni kornsins, eggjum fugla eða fóstri spendýranna, er mikið af vita- mínum, (einkum B-vitamín). Það hefur komið í ljós, að náið samband er á milli hitaeininga í fæðinu og B-vita- minanna, þannig að B-vitamin-þörfin stendur í réttu hlutfalli við hitaeiningarn- ar, þó er það ekki fullur sannleikur, því að talið er að meira þurfi af B-vitamini, ef hitaeiningarnar eru fengnar úr kolvetn- um, eða eggjahvítu heldur en ef þær eru BERKLAVÖRN 21

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.